Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.04.2021, Blaðsíða 70
Auðvitað fannst mér sumt glatað sem gamla fólkið var að segja þegar ég var yngri en það hefur samt haft áhrif. Eiginkona mín, Ester Zophoníasdóttir Sílatjörn 14, Selfossi, áður til heimilis að Ásavegi 16 Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 18. apríl síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Ástþór E. Ísleifsson Óli Pétur Útfararstjóri s. 892 8947 Hinrik Valsson Útfararstjóri s. 760 2300 Dalsbyggð 15, Garðabæ Sími 551 3485 osvaldutfor@gmail.com Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Gróu Jóhönnu Friðriksdóttur Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks á Landspítala Fossvogi fyrir hlýja og einstaka umönnun. Auðbjörg Bergsveinsdóttir Jón Baldur Þorbjörnsson Friðrik Már Bergsveinsson Júlíana Sóley Gunnarsdóttir Berglind Bergsveinsdóttir Guðjón Grétar Engilbertsson Árni Örn Bergsveinsson Sólrún Axelsdóttir ömmu- og langömmubörn. Vissulega er dálítið sérstakt að hugsa til þess að ég skuli hafa fylgt handrit-unum eftir. – Það er best að drífa sig til jarðar – vel Ísland! – Ég hef oft hugsað um það í seinni tíð hversu skemmtileg tilviljun það er en var ekkert meðvituð um það lengi vel,“ segir Eva María Jóns- dóttir miðaldafræðingur sem verður fimmtug á mánudaginn. „Það fyndna er líka að kona sem fæddist í Danmörku 20. apríl 1971, síðasta daginn sem hand- ritin voru þar, er komin hingað til lands og byrjuð að vinna hér í Árnastofnun. Það er líka tilviljun. Hún er danskur miðaldafræðingur.“ Þegar glittir í sálina Hvað kom til að þú fórst í miðaldafræði? Leyndist alltaf í þér fornaldarþrá þegar þú varst að fíf last í sjónvarpinu eða varð einhver sérstakur atburður þess valdandi? „Ég held að ég geti þakkað það því að hafa verið í góðum tengslum við eldri kynslóðir, afa, ömmur og fleiri ættingja. Það getur skilað sér. Auðvitað fannst mér sumt glatað sem gamla fólkið var að segja þegar ég var yngri en það hefur samt haft áhrif og ég held að það sé mikilvægt að þjóðsögur séu lesnar fyrir börn, að það sé farið með ljóð og gefinn gaumur að ýmsu sem er eilíft og tilheyrir okkar arfi. Það getur smitað þau síðar og orðið til þess að þau velja fag sem tengir þau enn dýpra við það efni.“ Eva María kveðst hafa reynt að vera í nútímanum langt fram eftir starfs- ferli sínum. „Svo þegar maður er búinn að vera lengi í argaþrasi nútímans og öllum þeim hraða sem því fylgir og jafnvel þjarkstemningu á köf lum, þá er að gott að geta fengið meiri fjarlægð á umfjöllunarefnin og auðvitað finnst hún í því sem gerðist í fjarlægri fortíð. Í öllu er þessi sammannlegi undir- straumur og það gefur manni mikið að koma niður á hann reglulega. Ég er bara eins og gullgrafari. Við erum öll með sál og það er svo fallegt þegar glittir í sálina í manneskjunni, þá verður maður svo bjartsýnn. Það þarf að vera hið varan- lega ástand.“ Hin línulega dagskrá Maður Evu Maríu er Sigurpáll Scheving hjartalæknir, þau eiga samanlagt sjö börn. Eva María segir þau öll í námi og búandi í foreldrahúsum. „Flest þeirra eiga aðra foreldra þannig að þau eru ekki alltaf hjá okkur en þetta er stórt mengi sem er tengt tilfinninga- og blóðböndum,“ segir hún og bætir við: „Ég er heppin að hafa margt gott fólk í kringum mig og nóg af viðfangsefnum í samskiptum og nánd.“ Ekki kveðst hún geta haldið upp á afmælisdaginn eins og hún hefði kannski ímyndað sér fyrir COVID-19. „En ég mun geta haldið upp á hann á minn hátt. Ég ætla að reyna að upplifa sólarupprásina og sólsetrið á þessum degi. Það er hin línulega dagskrá sem náttúran er að bjóða upp á.“ gun@frettabladid.is Bara eins og gullgrafari Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur hélt upp á komu handritanna frá Kaupmanna- höfn 21. apríl 1971 með því að fæðast fimm dögum seinna. Nú er hún í Árnastofnun. Eva María ætlar að reyna að upplifa sólarupprásina og sólsetrið á afmælisdaginn. MYND/SIGURÐUR STEFÁN JÓNSSON SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, var við eftirlitsstörf við Suðvesturlandið þennan mánaðardag árið 1967 þegar hún kom að hópi togara suðvestur af Eldey. Einn þeirra var Brandur EY sem var 3,5 sjómílum innan fiskveiði- markanna. Honum var gefið merki um að sigla tafarlaust til Reykjavíkur til að skipstjórinn gæti staðið þar fyrir máli sínu, en því var ekkert sinnt. Þá var kallað í varðskipið Þór til að fylgja togaranum til hafnar í Reykjavík. Fimm dögum síðar laumaðist Brandur úr Reykjavíkurhöfn með tvo íslenska lögreglumenn innanborðs en varðskip fann togarann síðar sama dag út af Snæfellsnesi og var honum enn snúið til Reykjavíkur. Skipstjórinn var dæmdur í þriggja mánaða varðhald, fjársekt og til að sæta upptöku afla og veiðarfæra. Þ E T TA G E R Ð I S T: 24 . A P R Í L 19 67 Hasar varð á fiskimiðum Íslands Herskip Breta siglir á varðskip. 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R30 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.