Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 24.04.2021, Qupperneq 76
Listaverkið Þessi tilkomumikla mynd er eftir Ungé Skyriute sem sér eldgosið í Geld-ingadölum og umhverfi þess svona fyrir sér í huganum. Vilborg Halla Jóhannsdóttir er níu ára og verður tíu ára í haust. Hún á heima í Lynghóli í Aðaldal og er í Þingeyjarskóla sem hét áður Hafra- lækjarskóli. Labbarðu í skólann, Vilborg Halla, eða ertu keyrð? Það kemur skóla- bíll að sækja mig. Við erum svona fimm mínútur á leiðinni. Er gaman í skólanum þínum? Já, sérstaklega í verkgreinum eins og smíði, textíl og heimilisfræði. Það er líka hægt að velja um ýmislegt þar eins og tæknimennt og björg- unarstörf, ég er núna í tæknimennt og var áður í hjálparsveit. Hvoru tveggja er skemmtilegt. Ertu í kór? Já, í skólanum. Við vorum með vorgleði á sumardag- inn fyrsta og æfðum leikrit og lög fyrir hana. Þemað var Latibær. Út af COVID var vorgleðin bara sýnd á netinu. Stundar þú íþróttir utan skól- ans? Ég æfi blak. Við erum þrjár af fjórum stelpum í mínum bekk sem æfum það og förum til Húsavíkur á æfingar. Stundarðu vetraríþróttir líka? Ég er ekki beint að æfa en ég fer alveg á skauta og skíði. Er skíðalyfta í grennd við þig? Já, aðeins lengra frá en Húsavík. Ég fór um síðustu helgi. Stundum fer ég til Akureyrar og skíða í Hlíðarfjalli. Áttu systkini? Ég á tvö systkini, þau eru yngri en ég, annað er byrjað í skólanum. Eruð þið með búskap í Lynghóli? Nei, við eigum bara einn kött. Það er læða sem heitir Salka. Hefur þú veitt fisk? Við veiðum stundum í Laxánni en veiðitíma- bilið er ekki alveg byrjað núna. Svo hef ég farið á sjó með afa og fengið að veiða með honum, hann á bát með mótor en fer ekkert mjög oft á sjó núorðið. Ég hef líka róið árabát. Áttu önnur áhugamál en blakið? Já, já, að keyra snjósleða og svo á ég líka mótorhjól, mér finnst það reyndar fara alltof hægt svo ég vil fara á stórt hjól. Ég æfi líka á píanó. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða bóndi. Á mótorhjól sem fer alltof hægt Vilborg Halla Jóhannsdóttir býr í ævintýralegu umhverfi. MYND/AÐSEND „Jæja, á þetta að vera þraut,“ sagði Kata byrst. „Þetta er sko engin þraut, það er augljóst, þetta er hringavitleysa.“ Kannski hafði hún eitthvað til síns máls, að minnsta kosti voru þetta óskaplega margir hringir og allt mjög ruglingslegt. „Eru ekki líka einhverjir punktar þarna?“ spurði Konráð. „Hringavitleysa með punktum.“ Kata var augljóslega mjög pirruð þennan daginn. „Svona, svona, Kata,“ sagði Lísaloppa. „Víst er þetta þraut og hún er þannig að við eigum að finna út hvað margir þessara hringja innihaldi punkt.“ „Hvað margir punktar eru í þessari hringavitleysu?“ spurði Kata. „Nei,“ sagði Lísaloppa. „Ekki hvað það eru margir punktar heldur hversu margir hringir innihalda punkt.“ Kata var orðin aðeins rórri og virti fyrir sér þrautina. „En sumir Konráð á ferð og flugi og félagar 451 Getur þú talið hvað margir hringir innihalda svartan punkt? ?? ? yfir sig. „Látiði Konráð fá þraut og hann byrjar, alveg sama þótt það sé hringavitleysa,“ bætti hún við vonleysislega. „En þú?“ spurði Lísaloppa. „Hvar er keppnisskapið?“ bætti hún við glottandi. Kata horfði brúnaþung á hana dágóða stund og sagði svo: „Allt í lagi, telja, en þið verðið samt að viðurkenna að þetta er algjör hringavitleysa.“ punktarnir eru í fleiri en einum hring,“ hrópaði hún og fórnaði höndum. „Já,“ sagði Lísaloppa. „En við erum bara að telja hringina sem innihalda punkt, það skiptir ekki máli hvort það séu fleiri en einn hringur sem inniheldur sama punktinn.“ Kata leit hvasst á Konráð. „Þetta er alger hringavitleysa, við tökum ekki þátt í svona.“ Konráð horfði á myndina og hljóðlaust hreyfðust á honum varirnar. „Byrjaður að telja,“ hrópaði Kata upp Lausn á gátunni Tólf hringir innihalda svartan punkt? 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.