Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 82

Fréttablaðið - 24.04.2021, Side 82
ÞEGAR KENNARI GERÐI ATHUGA- SEMDIR VIÐ VERK SEM ÉG VAR AÐ GERA ÞÁ BÖLVAÐI ÉG, REIF VERKIÐ, STRUNSAÐI ÚT OG KOM ALDREI AFTUR. Í Gallerí Fold stendur yfir sýning á olíumálverkum listamannsins Harry Bilson, en 25 ár eru liðin frá því hann hélt þar fyrst sýningu. Sam-starf hans og gallerísins hefur verið einkar farsælt. Á sýningunni, sem stendur til 2. maí, eru ný verk og úrval verka listamannsins frá fyrri árum. Bilson fæddist á Íslandi árið 1948 í húsi ömmu sinnar á Laugavegi. Móðir hans var íslensk en faðirinn breskur. Hann flutti með foreldrum sínum til Englands fimm ára gam- all. „Þá talaði ég bara íslensku, sem skapaði vandamál því strákarnir í skólanum vildu endilega lumbra á mér vegna þess að ég var öðruvísi. Þeir umkringdu mig, spörkuðu í mig, börðu mig og hentu hlutum í mig. Ástandið varð svo slæmt að mér var haldið inni í frímínútum, settur inn í herbergi og fyrir framan mig voru settir litir og pappír. Ég byrjaði að mála.“ Hann segir að vegna eineltisins og of beldisins sem hann varð fyrir í skóla hafi hann glatað íslensku- kunnáttunni. „Það að tala íslensku jafngilti í mínum huga því að ég yrði laminn. Í dag tala ég íslensku en málfræðin þvælist fyrir mér, það má segja að ég skilji meira en ég tala.“ Sex ára gamall var hann sigurveg- ari á alþjóðlegri sýningu á barnalist í Prag. „Kennararnir vildu áfram halda mér frá hinum krökkunum í frímínútum. Svo kom að því að ég sagðist ég ekki vilja mála lengur. Ég vildi leika við hin börnin, jafnvel þótt ég ætti á hættu að verða lam- inn. Eftir nokkurn tíma vaknaði áhuginn á myndlist að nýju og það eina sem mig langaði að gera var að mála.“ Strunsaði út Hann var nítján ára gamall þegar hann seldi fyrstu mynd sína fyrir 19 pund. „Á þessum árum vann ég ýmis störf eldsnemma á morgnana til að geta málað síðdegis. Eitt starf- anna var að skríða milli bíósæt- anna klukkan fjögur á morgnana og hreinsa upp það sem fólk hafði skilið eftir. Þetta var á þeim tímum þegar reykingar voru leyfðar í kvik- myndahúsum og þarna fann ég furðulegustu hluti. Ég var tuttugu og þriggja ára þegar ég fór að selja verk mín í nokkrum mæli og hef verið listmálari upp frá því.“ Í myndlistinni er hann að mestu sjálfmenntaður. „Ég stundaði nám í mjög stuttan tíma í Saint Martin’s School of Art. Ég var og er með stórt egó. Þegar kennari gerði athuga- semdir við verk sem ég var að gera þá bölvaði ég, reif verkið, strunsaði út og kom aldrei aftur.“ Sér hann eftir því að hafa ekki menntast meira? „Bæði og,“ segir hann. „Ég sé eftir því að því leyti að ég hefði getað lært meira um tækni en um leið var ég heppinn því mér var ekki beint í neina ákveðna átt og lærði af reynslunni og verkum lista- manna sem ég dáðist að. Ég gerði fullt af mistökum og fór í alls konar áttir og kannaði alls kyns svæði sem leiddu til þess að ég er þar sem ég er í dag.“ Eastwood keypti verk Hann segist fá stöðugan innblástur af umhverfinu. „Að mála er eins og að vera í hugleiðsluástandi. Eftir tuttugu mínútna vinnu er ég allur útataður í málningu og gólfið sömu- leiðis. Ég ranka við mér forviða og hugsa: Hvað í ósköpunum gekk á!“ Hann hefur selt myndir um allan heim. Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, Bob Hawke, var meðal vina hans og átti myndir eftir hann. Zsa Zsa Gabor keypti sömuleiðis verk af honum. Clint Eastwood keypti verk eftir hann í gegnum gallerí í Carmel þar sem hann var bæjarstjóri. Leikarinn Jack Palance keypti einnig nokkur málverk eftir hann. „Palance var skemmtilegur náungi. Ég fór nokkrum sinnum út að borða með honum og þá var stöðugt verið að truf la hann og biðja hann um eiginhandaráritanir. Hann tók því alltaf vel vegna þess að hann vissi að hann ætti velgengni sína aðdáendunum að þakka.“ Bilson segist engan áhuga hafa á sviðsljósinu. „Það fræga fólk sem ég þekki nýtur einskis frelsis,“ segir hann. Hann segist ætla að mála fram í andlátið. Hann á sér áhuga- mál sem færri vita af en hann hefur skemmt sér við að semja smásögur, sem hann segist eiga eftir að fín- pússa. Að mála er eins og að vera í hugleiðsluástandi Harry Bilson sýnir olíumálverk í Gallerí Fold en 25 ár eru síðan hann sýndi þar fyrst. Varð fyrir ofbeldi í skóla vegna þess að hann talaði íslensku. Selur málverk um allan heim. Clint Eastwood á verk eftir hann. Harry Bilson hefur selt myndir sínar um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Myndir á sýningu Bilsons í Gallerí Fold. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.