Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 92

Fréttablaðið - 24.04.2021, Síða 92
Lífið í vikunni 18.04.21- 24.04.21 ÉG VISSI ALLTAF AÐ MIG LANGAÐI AÐ GERA EITTHVAÐ TIL AÐ HJÁLPA FÓLKI OG SEINNA MEIR KOMST ÉG AÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER HÆGT BÆÐI Í LÆKNISFRÆÐINNI OG TÓNLISTINNI. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ALLT FRÁ TEMPUR MEÐ 20% AFSLÆTTI TEMPUR-DAGAR VEFVERSLUN www.betrabak.is TEMPUR® Cloud línan Hönnuð fyrir meiri mýkt TEMPUR® Original línan Hönnuð fyrir meiri stuðning TEMPUR® Hybrid Línan Hönnuð fyrir sneggra viðbagð TEMPUR® Firm línan Hönnuð fyir enn meiri stuðning Nýtt Mjúk Stíf Mjúk Stíf Mjúk Stíf Mjúk Stíf FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Nýjar gerðir og fjölbreytt úrval heilsukodda LÝKUR Í DAG 24. APRÍL AÐGENGILEGRI KONUNGSBÓK Leikarinn og höfundurinn Ólafur Egill Egilsson opnar Konungsbók fyrir grunnskóla- krökkum með myndasögum og bíómyndum. Þannig geti þau haft gagn og gaman af þessum dýrgrip sem þjóðin hefur haft til varð- veislu í hálfa öld, allt frá því að Danir skiluðu þeim heim þann 21. apríl 1972. PERSÓNULEGRI SIGURÐUR Á næstu mánuðum er von á fyrstu sólóplötu Sigurðar Guðmunds- sonar, sem oft hefur verið kenndur við Hjálma og GÓSS. Síðasta fimmtudag kom út fyrsta lagið af plötunni og ber það heitið Kappróður. Sigurður segir það óskandi að geta fylgt plötunni eftir með tónleikum þegar heims- faraldurinn er í rénum. GERA TÖSKUR ÚR GERVIFELDI Helga Guðrún, Brynja, Tanja Kristín og Ylfa Margrét lærðu að sauma sérstaklega til þess að koma frumkvöðla- verkefni sínu í Verzló, tösku úr gervifeldi, á markað undir merkinu Meyatöskur. „Við ákváðum að við vildum ekki gera þetta úr alvöru feldi og að ekkert lifandi væri skaðað við framleiðsl- una,“ segir Helga Guðrún. TÍMAMÓTAVERK Gagnvirka upp- lifunin Veldu núna hefur vakið mikla athygli í vikunni. Síðan var opinberað að samtökin UNICEF stæðu að baki herferðinni. Ævar Þór Benediktsson, einn- ig þekktur sem Ævar vísinda- maður, skrifaði handritið ásamt leikstjóra verksins, Arnóri Pálma Arnarssyni. Ævar fer einnig með lítið hlutverk í verkinu. Victor Guðmundsson er ný út sk r i f aðu r læknir frá lækna-skólanum Jessenius Faculty of Medicine í Slóvakíu, en er mögu- lega betur þekktur sem tónlistar- maðurinn Doctor Victor. Í gær gaf hann út lagið Gírinn, með bræðr- unum Ingó Veðurguði og Guðmundi Þórarinssyni, einnig þekktum sem Gumma Tóta. Victor segist hafa verið í tónlistinni frá því hann man eftir sér. „Pabbi minn Guðmundur Rafn var píanóleikari og var duglegur að fá mig til að æfa. Ég fór svo í Tón- listarskóla Kópavogs þegar ég var 10 ára í klassískan píanóleik og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég var byrjaður að leika mér að gera mína eigin tónlist þegar ég flutti út til að læra læknisfræðina, en þar færðist áhuginn yfir í dansvæna tónlist.“ Alltaf langað að hjálpa fólki Áhuginn á læknisfræðinni kom ögn síðar. „Ég var reyndar ekki mikið í læknaleikjum sem barn en ég hef samt alltaf haft áhuga á manns- líkamanum, hvernig hann virkar og hvernig er hægt að laga hann. Ég vissi alltaf að mig langaði að gera eitthvað til að hjálpa fólki og seinna meir komst ég að því að það er hægt bæði í læknisfræðinni og tónlist- inni,“ segir hann Victor viðurkennir að það sé ekki alltaf einfalt að blanda þessum ólíku störfum saman. „En þegar þú hefur ástríðu fyrir einhverju þá er allt hægt. Það er í rauninni mjög skemmtilegt eftir langan dag á spítalanum að koma heim og semja tónlist, gera eitthvað skapandi. Sérstaklega þegar maður fær að spila og skemmta fólki, það er mjög gefandi.“ Meiri tími til að semja Victor viðurkennir að faraldurinn hafi stundum tekið á, enda sé mun meira álag á heilsugæslunni og spít- ölunum. „En það hefur verið magnað að fylgjast með hvað fólk hefur upp til hópa verið duglegt að fylgja sótt- varnareglum og taka tillit til þess- ara tíma sem við lifum á. Fólk er minna að hittast, þannig að maður fær meiri tíma til að semja. Það má eiginlega segja að faraldurinn hafi verið manni innblástur til að gera lag til þess að peppa þjóðina í gang.“ Victor lagði stund á læknisfræð- ina í Slóvakíu, en raf- og hústónlist er mjög vinsæl þarlendis og í lönd- unum í kring. Victor var orðin vin- sæll plötusnúður á meðan á náminu stóð og spilaði víða í Slóvakíu og nágannalandinu Ungverjalandi. „Ég hef alltaf haft gaman af dans- tónlist en það ýtti klárlega undir það hvað Slóvakía, Ungverjaland og löndin þar í kring eru mikið í dans- tónlistinni,“ segir hann Nýja lagið, Gírinn, segir hann gert til að gíra íslensku þjóðina í gang. Lagið samdi hann með vini sínum Elvari Páli Sigurðssyni ásamt þeim bræðrum Ingó Veðurguði og Gumma Tóta. „Það gekk mjög vel, þeir eru algjörir fagmenn og það er virki- lega gaman að vinna með þeim. Það er svo mikil gleði í stúdíóinu þegar við hittumst og það er mjög mikil- vægt þegar maður gerir tónlist að hafa gaman af því. Þá koma bestu hugmyndirnar.“ Skellir Gírnum í gang Það er skemmtileg saga að segja frá hvernig samstarf Rúriks Gíslasonar, fótboltakappa, og Victors kom til. „Það var nú þannig að ég heyrði hann syngja í lauf léttu innslagi í sjónvarpsþætti og hugsaði með mér að það væri mjög áhugavert að gera eitthvað með honum. Við ákváðum að gera eitthvað aðeins rólegra en ég var vanur, en samt í mínum elektr- óníska stíl,“ segir Victor. Victor er bjartsýnn á framtíðina. „Já, það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Það er bara mikil- vægt að fólk haldi í vonina og þá er gott að skella Gírnum í gang,“ segir hann sposkur. Lagið Gírinn er hægt að finna á öllum helstu streymisveitum. steingerdur@frettabladid.is Með ástríðuna að vopni er allt hægt Áhugi Victors Guðmundssonar, einnig þekkts sem Doctor Victor, á danstónlist jókst eftir að hann fór í læknanám til Slóvakíu. Hann gaf út lagið Gírinn í gær, með Ingó Veðurguði og Gumma Tóta. Það er búið að vera í nógu að snúast hjá tónlistarmanninum eftir að hann útskrifaðist úr læknanámi, í miðjum heimsfaraldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 4 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R52 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.