Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 4
Það er eitthvað í loftinu og það er eins og eitthvað sé að breyt- ast varðandi viðhorf til þessara mála. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur HVAÐ VILTU LÆRA? Umsóknarfrestur til 5. júní. Skoðaðu nánar á endurmenntun.is Opið er fyrir umsóknir í nám samhliða starfi. Persónulegt og metnaðarfullt nám með framúrskarandi kennurum, góðum tengslum milli nemenda og raunhæfum verkefnum úr atvinnulífinu. DÓMSMÁL Hópferðabílafyrirtækið Teitur Jónasson hefur höfðað mál gegn Strætó vegna innheimtu skaðabóta vegna útboðs á akstri 15 leiða árið 2009. Málið fór í gegnum héraðsdóm og Hæstarétt, en árið 2017 var Strætó dæmt skaðabóta- skylt í Hæstareétti. „Nú er deilt um fjárhæð kröf- unnar,“ segir Þorsteinn Einarsson, lögmaður Teits Jónassonar. „Kröfur okkar eru liðlega 400 milljónir króna og byggja á undirmatsgerð.“ Ný matsgerð sé þó komin fram sem sé eitthvað lægri. Strætó var talið hafa brotið reglur um opinber innkaup með því að semja við fyrirtækið Hagvagna um aksturinn, þrátt fyrir að það hefði boðið fram strætisvagna sem ekki uppfylltu kröfur útboðsins og með því að af henda Hagvögnum nýja vagna eftir samningsgerð. Deilan um fjárhæð kröfunnar verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn kemur. – khg Krefur Strætó um skaðabætur UMFERÐ Í apríl á þessu ári voru nýskráð tæplega fimmtán hundruð ökutæki hjá Samgöngustofu. Það er töluverð fjölgun miðað við árið á undan, en þá voru nýskráningar ökutækja 857 í sama mánuði og árið 2019 voru þær 1.756. Þetta kemur fram á vef Samgöngustofu. Nýskráðar fólksbifreiðar voru 935 talsins í apríl á þessu ári, sem er rúmlega helmingi f leiri nýskrán- ingar slíkra ökutækja miðað við sama mánuð í fyrra. Árið 2019 voru nýskráðar fólksbifreiðar rúmlega þrettán hundruð. Vinsælasta bílategundin í nýliðn- um apríl var KIA en 151 slík bifreið var skráð í mánuðinum. KIA var einnig vinsælasti nýskráði bíll- inn í apríl árið 2019 en í fyrra var TOYOTA vinsælust í apríl. Nýskráningum hjólhýsa hefur farið fjölgandi frá árinu 2019, í apríl það ár voru þær 65 talsins. Ári síðar voru nýskráð 94 hjólhýsi í apríl og í ár voru þau 123. – bdj Fleiri nýskráð ökutæki í ár Kröfur okkar eru liðlega 400 millj- ónir króna og byggja á undirmatsgerð. Þorsteinn Einars- son lögmaður n Þú verið beðin af einhverjum öðrum að senda ögrandi mynd eða nektarmynd af þér. n Sent ögrandi mynd eða nektarmynd af þér til ein- hvers. n Þú beðið ein- hvern annan um að senda þér ögrandi mynd eða nektarmynd. n Þú sent ögrandi mynd eða nektar- mynd af þér til einhvers gegn greiðslu. 8. bekkur 31,6% 49,1% 57% 9,8% 13,5% 24% 4,6% 8,9% 15,1% 5,3% 9,9% 15,7% 9,6% 23,1% 31,6% 4,4% 10,8% 12,9% 1,4% 3,7% 0,9% 1,6% 2,2% 3,8% 8. bekkur9. bekkur Stelpur Strákar 9. bekkur10. bekkur 10. bekkur 0 20 40 60 80 100 ✿ Úr könnun Rannsókna og greiningar SAMFÉLAG Um 57 prósent stúlkna í 10. bekk á Íslandi hafa verið beðin um að senda af sér ögrandi myndir eða nektarmyndir í gegnum netið. Þriðjungur stúlkna hefur sent slíkar myndir. Strákar eru einn- ig beðnir um ögrandi myndir eða nektarmyndir í gegnum netið en þó í minna mæli. Alls hafa 24 pró- sent stráka í 10. bekk verið beðin um að senda slíka mynd og 15 pró- sent hafa gert slíkt. „Þetta eru sláandi tölur,“ segir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkef nast ý ra Ja f nrét t isskóla Reykjavíkur, en hún mun ásamt Margréti Lilju Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu, kynna þessar tölur á hádegisfyrirlestrinum Klám og „sexting“: Umfang kynferðislegra myndsendinga meðal barna. Fyrir- lesturinn fer fram á rannsokn.is og hefst í hádeginu. Kolbrún bendir á að í fyrirlestri Ólafar Ástu Farestveit, forstöðu- manns Barnahúss, á kynningar- fundi Ríkislögreglustjóra fyrir skemmstu hafi komið fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi 15 börn undir 15 ára aldri komið í Barnahús eftir að hafa sent kynferðislegar sjálfsmyndir. Þau voru innan við tíu allt árið í fyrra. „Það segir okkur að þetta er að aukast of boðslega hratt. Börn eru stundum þvinguð til að senda slík- ar myndir. Þau kynnast þá oft ger- endum á netinu og þetta er staða sem við höfum áhyggjur af. Það er eitthvað í loftinu og það er eins og eitthvað sé að breytast varðandi viðhorf til þessa mála,“ segir Kol- brún. Fram kemur í tölunum að ótrú- legur f jöldi hefur sent ögrandi my nd eða nek t ar my nd geg n greiðslu. Stelpur jafnt sem strákar. Alls segjast 2,2 prósent stráka í 10. bekk hafa sent slíka mynd gegn Börn beðin um nektarmyndir Um þrjátíu prósent stúlkna í 10. bekk hafa sent af sér ögrandi eða nektarmyndir. Um 6 prósent nemenda í 10. bekk hafa selt slíkar myndir. Þetta sýnir könnun Rannsókna og greiningar sem fjallað verður um í dag. Börn eru jafnvel þvinguð til að senda myndirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN greiðslu en 3,8 prósent stúlkna á sama aldri. „Þetta er orðið eitthvert nýtt norm. Þeim finnst þetta ekkert tiltökumál,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að börn séu ekkert endi- lega að átta sig á hættunni sem þau séu í og það sé komið að því að for- eldrar stígi inn í og veiti aðhald og smá viðspyrnu. „Þegar krakkar eru komnir með snjalltæki í hendurnar getur full- orðinn aðili haft aðgang að þeim. Við þurfum strax að setja reglur og venja þau við að fylgjast betur með. Það er til dæmis ástæða fyrir því að það eru aldurstakmörk á sam- félagsmiðlum. Forsjáraðilar verða að þora að fara eftir viðmiðunum og vera vakandi fyrir því sem börnin þeirra eru að gera á netinu og hverja þau eru að vingast við.“ Hún segir að það geti verið mikið áfall fyrir forsjáraðila að komast að því að kynferðislegar myndir af barninu þeirra séu komnar í sölu og dreifingu á netinu. „Það er einn- ig þungur baggi að bera fyrir unga manneskju þegar brotið er á henni á þennan hátt og því mikilvægt að veita bæði stuðning en einnig að sinna forvörnum eins og hægt er. Við þurfum að stíga niður fæti. Standa öll saman og vera leiðinlegu foreldrarnir. Stundum þarf að gera það.“ benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Alls fengu 73 konur styrk til náms frá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar í vetur. Frá stofnun sjóðsins hafa verið veittir rúmlega 300 styrkir. Í dag hefst árlegt fjáröflunarátak sjóðsins með sölu á Mæðrablóminu, sem er líkt og undanfarin ár í formi kertis. Guðríður Sigurðardóttir, for- maður sjóðsins, segir að á síðasta ári hafi safnast um tvær milljónir í átakinu. Sjóðurinn sé þó einnig rek- inn af styrkjum að miklu leyti. „Við styrktum konur fyrir um 9,5 millj- ónir í fyrra svo við reiðum okkur mikið á styrki frá stofnunum, félaga- samtökum og fyrirtækjum en þetta átak er kjarninn í okkar fjáröflun,“ segir hún. Markmið sjóðsins er að styrkja tekjulágar konur til náms og auka þannig möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjöl- skyldum þeirra öruggari framtíð. Konurnar sækja um styrk til sjóðsins og þurfa að skila framtali síðasta árs. „Þetta eru oft konur sem hafa eign- ast börn ungar eða dottið úr námi af ýmsum ástæðum og þurfa að koma sér af stað aftur,“ segir Guðríður. Hvatning til náms sé þessum konum einnig mikils virði. „Að upplifa að einhver hafi trú á þeim,“ segir hún. „Þegar maður er ágætlega staddur tekjulega séð getur verið erfitt að ímynda sér að 100 þúsund króna styrkur geti breytt því hvort maður fari í nám eða ekki en þetta skiptir öllu máli fyrir þær,“ segir Guðríður. – bdj Aldrei hafa fleiri tekjulágar konur hlotið námsstyrk Guðríður Sigurðardóttir, formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar. 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.