Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 36
Melinda og Bill Gates tilkynntu á mánudaginn að hjónaband þeir ra t il 27 ára væri komið í þrot. Saman eiga þau gríðarleg auðæfi og fyrir liggur að hærri upp- hæðir hafa ekki verið til skiptanna í gervallri skilnaðarsögu hinna ofur- ríku en slegið er á að undir séu um 127 milljarðar dollara. Í skilnaðarpappírunum kemur fram að hjónin gerðu ekki kaup- mála og að Melinda fari ekki fram á framfærslulífeyri. Enda gerist þess vart þörf í ljósi hlutdeildar hennar í sameiginlegum auði þeirra. Verðmæti Bill Gates er metið einhvers staðar á milli 130,5 og 146 milljarðar dollara og hjónin eru fjórðu ríkustu einstaklingar heims á eftir Jeff Bezos, Elon Musk og franska viðskiptajöfrinum Bernard Arnault. Fjórða sætið breytir því þó ekki að verðmiðinn á skilnaðinum er mun hærri en þegar ríkasti maður heims, Jeff Bezos, og MacKenzie Bezos skildu 2019 og hlutur þeirra hjóna í Amazon.com var fleygaður. Einhleyp skaust MacKenzie þá strax upp listann yfir þá ríkustu og í framhaldinu stimplaði hún sig inn sem mannvinur mikill og hefur látið milljónir dollara renna til ýmissa góðgerðarmála. Ekki ósvipað þeim Melindu og Bill sem lengi hafa verið öflug á þessum vett- vangi. Útkoma skilnaðarins hjá Bill Gates getur hins vegar orðið þver- öfug miðað við MacKenzie þar sem hætt er við því að hann muni hrapa niður lista hinna ríkustu þegar Melinda hefur tekið sinn hlut auð- æfanna. toti@frettabladid.is Skilnaðir sem skekja efnahagsreikninginn Hjónaskilnaður Microsoft-stofnandans Bill Gates og Melindu, eig- inkonu hans til 27 ára, hefur að vonum hrist upp í heimi hátækni og fjármála enda ljóst að fram undan eru dýrustu sambúðarslit sögunnar en talið er að um 127 milljarðar dollara séu undir. Microsoft-hjónin Melinda og Bill Gates í góðum fíling eftir að Elísabet drottning sló Bill til riddara 2005. Nú er ævintýrið úti og konungsríki þeirra verður leyst upp í sögulega háu skilnaðaruppgjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Skjálfti fór um rafræna fjármála- heiminn þegar 38 milljarða dollara skilnaður Amazon-hjónanna varð að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þótt upphæðin sé dágóð hjá Rupert og Önnu þá bliknar hún í saman- burði við þær tölur sem eru undir við skilnað Melindu og Bill Gates. Þótt Tiger hafi verið ríkastur í sinni deild þegar hann klúðraði hjóna- bandi sínu og Elin með drama- tískum hætti er forgjöfin sem stórlaxarnir í internetbransanum hafa á hann umtalsverð. Kim og Kanye á meðan allt lék í lyndi en lítil hætta er á því að þau þurfi að hanga á horriminni eftir skilnaðinn þar sem það er nóg til. Frægir skilnaðir í milljón dollara flokki n Hjónabandi leikarans og leik- stjórans Mel Gibson og Robyn Moore Gibson til 26 ára lauk með skilnaði 2006 í kjölfar þess að Mel gekk eftirminnilega og ítrekað síðar af göflunum. Skilnaðurinn lagði sig fram- reiknað á 539 milljónir dollara. n Það kostaði rússneska auð- manninn Roman Abramovich 370 milljónir dollara á núvirði að skilja við eiginkonuna Irinu Abramovich eftir um sextán ára hjónaband. n Þegar um fimmtán ára hjóna- bandi Donalds Trump og Ivönu lauk 1992 kostaði skilnaðurinn 25 milljónir dollara sem eru um 46 milljónir í dag. n Hjónaband Paul McCartney og Heather Mills entist í á sjötta ár en kostaði bítilinn 58 millj- ónir á núvirði þegar þau skildu 2008. n Poppdrottningin Madonna og kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie skildu einnig 2008 eftir átta ára hjónaband og þá voru á milli 90-109 milljónir dollara undir. n Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan og Juanita Jordan skildu 2006 eftir að hafa átt saman rúmlega sextán ár. Jordan var og er vitaskuld einn af þeim stóru og framreiknað kostaði skilnaðurinn hann 213 milljónir dollara. Jeff Bezos og MacKenzie Bezos 38 milljarðar dollara Hinn heldur illa þokkaði Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com, og eiginkona hans til næstum 26 ára sóttu um skilnað 2019. Verðmið- inn á þeim sambúðarslitum var í hærri kantinum enda var Bezos ríkasti maður heims með slík auðæfi að hann hélt efsta sætinu á þeim lista þrátt fyrir að drjúgur hluti rynni til MacKenzie þegar hjónabandið var gert upp. Hún fékk 4% eignarhlut í Ama- z on, sem metinn er á ríflega 36 milljarða dollara og hefur síðan þá einbeitt sér að mannúðarstarfi sem verður þó varla fært til bókar á karmareikning eiginmannsins fyrrverandi úr því sem komið er. Rupert Murdoch og Anna Murdoch Mann 1,7 milljarðar dollara Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murd- och og Anna Murdoch Mann skildu 1999 eftir 32 ára hjónaband og þótt Murdoch sé annálaður fyrir mikil auðæfi hljómar hlutur Önnu við skilnaðinn eins og skiptimynt í hinu stóra samhengi netverslunar- og hugbúnaðarkónganna Bezos og Gates. Samkvæmt skilnaðarsamningi fékk Anna 1,7 milljarða af auði Murdochs í sinn hlut og þar af voru litlar 110 milljónir dollara í reiðufé. Tiger Woods og Elin Nordegren 710 milljónir dollara Hjónaband Tiger Woods og Elin Nordegren, sænskrar eiginkonu hans, hrundi til grunna 2010 í kjöl- far eldfims kynlífshneykslis og sögum um raðframhjáhald golf- goðsagnarinnar. Þótt hann hafi þá verið ríkasti íþróttamaður heims, metinn á rúman milljarð dollara, sýnir skilnaðaruppgjörið svart á hvítu að hann var ekki að keppa á sama velli, ekki einu sinni í sömu deild, og internetauðkýfingarnir. Elin fékk 710 milljónir dollara en skilnaðarorsökin og hneykslið kostuðu Tiger einnig drjúgan skilding enda um þungt högg á feril hans að ræða og hann missti 35 milljónir þegar verðmætum styrktar- og kostunarsamningum var rift. Kim Kardashian og Kanye West ??? milljónir dollara Lokatölur úr yfirstandandi skilnaði Kim Kardashian og Kanye West liggja ekki fyrir en fyrir liggur að þrátt fyrir mikinn auð komast þau hvergi í námunda við Gates- hjónin. Hvorugt þeirra mun þó enda á flæðiskeri eftir skilnaðinn þar sem þó nokkru er til að dreifa og þau samanlagt metin á ríflega 2 milljarða dollara. Forbes hefur metið Kanye á um það bil 1,8 milljarða og í fyrra var slegið á að í það heila væru auður og eignir Kim í kringum 780 millj- ónir dollara. Sögur um kaupmála hafa verið nokkuð á reiki en þó er talið víst að þau hafi gert einn slíkan tveimur mánuðum fyrir brúð- kaupið 2014 og að þar sé gert ráð fyrir að Kim fái eina milljón dollara frá Kanye fyrir hvert ár sem þau hafa verið gift. Einnig er hermt að Kim fái að halda öllum gjöfum sem hún fékk á meðan samband þeirra stóð en verðmæti þeirra mun vera í kringum 12 milljónir dollara. Þá verður Kim áfram eini rétthafi 20 milljóna dollara líftryggingar Kanye. Ýmis smáatriði eru síðan ófrá- gengin eins og hvort þeirra muni halda 60 milljóna dollara stórhýsi þeirra í Calabasas í Kaliforníu og 6,3 milljóna heimili þeirra í Palm Springs svo eitthvað sé nefnt auk giftingarhrings Kim sem metinn er á 1,3 milljónir dollara. 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R16 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.