Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Það má segja að í heiminum hafi
skapast ástand sem á sér enga
hliðstæðu og afleiðingarnar
eru einmitt þessar fyrrtöldu hjá
mörgum. Langtímastreita og álag
kallar fram þessi einkenni og þetta
er líðan sem öll heimsbyggðin
stendur frammi fyrir núna. Allir
aldurshópar geta fundið fyrir
þessu, ungir jafnt sem eldri. Það að
hafa orku til að gera skemmtilega
hluti, hreyfa sig, sinna vinnunni,
fjölskyldunni, vinum og tóm-
stundunum eru svo sannarlega
lífsgæði og allt of margir njóta
þeirra ekki. Einnig það að hafa
löngun og getu til njóta kynlífs
eru mikil lífsgæði, sem alls ekki
má vanmeta. Inga Kristjánsdóttir
og Íris Gunnarsdóttir hjá Mulier
Fortis ehf. kynna nýjar og spenn-
andi vörur sem stuðla að aukinni
orku og bættri heilsu.
Þín heilsa er okkar ástríða
L-Argiplex bætiefnið er þróað af
sænskum vísindamönnum með
það að markmiði að aðstoða fólk
á öllum aldri. Innihaldsefnin eru
vandlega valin og saman stuðla
þau að því að auka orku, þrek,
úthald, löngun og getu til þess að
stunda kynlíf.
L-Argiplex kemur í tveimur
tegundum, annað ætlað konum en
hitt körlum. Innihaldið er að hluta
ólíkt, þar sem líkamskerfi karla og
kvenna eru nokkuð ólík eins og
flestir ættu að vita. Í karla-bæti-
efninu eru þá meðal annars efni til
að stuðla að eðlilegu testósterón-
magni og auka virkni sæðis, en í
kvenna-vörunni er að finna efni
til að styrkja slímhúð kynfæra og
stuðla að betra jafnvægi kynhorm-
óna.
Lykilinnihaldsefnin eru nokkur
og má þar nefna þrjár amínósýrur
sem saman vinna að því að auka
magn nauðsynlegs efnis í líkam-
anum sem heitir nituroxíð. Þær eru
L-Arginín, L-Sítrulín og L-Ornitín.
Sitthvað um nituroxíð
Nituroxíð er efni sem líkaminn
framleiðir sjálfur en með hækkuð-
um aldri minnkar framleiðslan á
þessu mikilvæga efni. Einnig getur
lífsstíll haft áhrif á framleiðsluna,
svo sem slæmt mataræði, reyk-
ingar og fleira. Langtímastreita og
álag eru einnig stórir þættir sem
hafa neikvæð áhrif á framleiðslu
nituroxíðs í líkamanum.
Í stuttu máli sagt er nituroxíð
nauðsynlegt fyrir eðlilegt og öflugt
blóðflæði, þar með talið til kyn-
færa og vöðva. Með því að auka
magn þessa efnis í líkamanum,
eykst líkamleg geta til hreyfingar,
átaka og kynlífs. Einnig verður
endurheimt eftir erfiðar líkams-
æfingar auðveldari fyrir líkamann
ef hann hefur nægilegar birgðir
nituroxíðs til að vinna með.
Nituroxíð er einnig mikilvægt
fyrir heilbrigt æðakerfi, þar sem
það hefur góð áhrif á æðaveggina
og getur unnið gegn of háum blóð-
þrýstingi. Einnig er talað um að
nituroxíð „tali“ við nautnasvæðin
(e. pleasure centers) í heilanum og
ýti þannig undir kynlöngun.
Það skiptir því ekki máli
hvort vandinn liggi í kynlífinu
eða getunni til líkamsræktar og
hreyfingar. Það að auka magn
nituroxíðs í líkamanum hefur góð
áhrif á hvort tveggja. Það skiptir
eiginlega ekki máli á hvaða aldri
við erum, flestir hafa gott af því
að auka magn þessa nauðsynlega
efnis í líkamanum.
Önnur innihaldsefni í L-Argiplex
L-Argiplex bætiefnin eru úthugsuð
með sérvöldum innihaldsefnum.
Til viðbótar við amínósýrurnar
innihalda bætiefnin ýmis vítamín,
steinefni og jurtir til að auka enn
frekar á virknina. Bætiefnin eru
eins og áður sagði tvö, eitt hugsað
fyrir konur og annað fyrir karla,
með ólíkum innihaldsefnum að
hluta.
Vítamín
L-Argiplex inniheldur C-vítamín
(Ester C, sem fer vel í maga), E-
vítamín, D-vítamín, B12-vítamín,
fólinsýru, biotin og B6-vítamín.
Þessi vítamín eru öll nauðsynleg
öflugu ónæmiskerfi og vinna gegn
þreytu og orkuleysi.
Steinefni
Í L-Argiplex eru sérvalin steinefni,
magnesíum, sink og selen, sem
vinna saman að betri orku, vöðva-
virkni og kyngetu.
Jurtir
Jurtirnar burnirót og ginseng
þekkja flestir og þær eru þekktar
fyrir að auka orku, jafnvægi og
úthald, bæði líkamlega og and-
lega. Til að auka virkni þeirra enn
frekar hefur verið bætt í blönduna
svörtum pipar sem gefur jurtunum
meiri kraft og betra frásog.
L-Argiplex er fyrir:
■ Alla sem vilja meiri orku og
kraft í daglegu lífi
■ Þá sem vilja meira andlegt
jafnvægi og úthald
■ Alla sem vilja meiri löngun og
getu í kynlífi
■ Þá sem vilja meiri kraft, út-
hald og endurheimt í líkams-
rækt og hreyfingu
L- Argiplex hefur verið á markaði
í Svíþjóð í áraraðir og er langsölu-
hæsta bætiefnið þar í sínum flokki.
Bætiefnið er þróað í Svíþjóð og
byggir á rannsóknum sem unnu til
Nóbelsverðlauna árið 1998.
Sölustaðir L- Argiplex: Flest
apótek, Hagkaup, Fjarðarkaup og
Heilsuhúsið
Nánari upplýsingar um sölustaði
og vörurnar á www.numereitt.is
Í karla-bætiefninu eru meðal annars efni til að stuðla
að eðlilegu testósterónmagni og auka virkni sæðis.
Í kvenna-vörunni er að finna efni til að styrkja slímhúð
kynfæra og stuðla að betra jafnvægi kynhormóna.
Nordaid munnúðar
Bragðgóðir munnúðar – miklu betra verð – meira
magn
■ D-vítamín 4000 IU – einn úði á dag – 200
skammtar
■ D-vítamín fyrir börn 400 IU – einn úði á dag –
200 skammtar
■ Járn – tveir úðar á dag – 100 skammtar
■ B12 – þrír úðar á dag – 67 skammtar
■ B Complex – þrír úðar á dag – 67 skammtar
Sölustaðir Nordaid: Lyf og Heilsa, Apótekarinn,
Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfsalinn, Lyfjaval, Lyfjaver,
Apótek Suðurlands.
Trace Minerals freyðitöflur
Hreinar, öflugar og einstaklega bragðgóðar – sykur-
lausar og án gervisætu.
■ Þrjár tegundir af Max Hydrate, fyrir þá sem vilja
betra vökvajafnvægi orku og úthald. Með og án
koffíns. Max Hydrate Immunity inniheldur að
auki C-vítamín fyrir sterkt og öflugt ónæmis-
kerfi.
■ Magnesíum, fyrir miklu betri svefn og slökun.
■ Kollagen með C-vítamíni og sínki, fyrir fallegri
og unglegri húð.
Sölustaðir Trace Minerals: Langflest apótek, Nettó,
Hagkaup, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Iceland, Kjör-
búðin.
Vegan
Hreinar, öflugar og einstaklega bragðgóðar freyðitöflur
frá Trace Minerals fyrir orkuna, svefninn eða húðina.
Bætiefni í formi munnúða frásogast og nýtast líkam-
anum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki.
Að hafa orku til að
gera skemmtilega
hluti, hreyfa sig, sinna
vinnunni, fjölskyldu,
vinum og tómstundum
eru lífsgæði og allt of
margir njóta þeirra ekki.
Að sögn Ingu
(til hægri)
næringarþerap-
ista og Írisar
(til vinstri) er
L-Argiplex lang-
söluhæsta bæti-
efnið í Svíþjóð
í sínum flokki,
en bætiefnið
kemur í tveimur
útgáfum.
Annars vegar
fyrir konur og
hins vegar fyrir
karla.
MYND/AÐSEND
2 kynningarblað A L LT 5. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR