Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Björn Víglundsson Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Töluverðar verðhækkanir á timbri eru í kortunum innan-lands, en gríðarhröð verð- hækkun timburs á heimsmarkaði er ekki að fullu komin fram hér á landi. Konráð Vilhjálmsson, vöru- flokkastjóri hjá Byko, sem annast meðal annars innf lutning fyrir timbursölu Byko, segir að verð- hækkun erlendis frá því í september síðastliðnum og fram í apríl á þessu ári sé um 60 prósent, sé miðað við innkaupsverð Byko. Á sama tíma hafi söluverð timb- urs hjá Byko aðeins hækkað um 10 til 13 prósent. Því er einsýnt að verð muni hækka töluvert hér á landi yfir sumarmánuðina. Pétur Andrésson, framkvæmda- stjóri vörusviðs Húsasmiðjunnar, hefur svipaða sögu að segja og nefn- ir að Húsasmiðjan hafi þegar hækk- að verð á timbri um 20 prósent og í jafnvel meira fyrir ákveðnar vöru- tegundir. „Það sem við heyrum af markaðnum að utan er að verðið muni frekar halda áfram að hækka í sumar ef eitthvað er. Við höfum þegar þurft að hækka verð og ef heldur fram sem horfir þarf líklega að endurtaka leikinn í sumar eða haust,“ segir Pétur. Heimsmarkaðsverð á timbri er nú í sögulegu hámarki og er fimm til sex sinnum hærra en það hefur verið á undanförnum árum. „Hækkunin á heimsmarkaði er ekki næstum því að fullu komin fram, enda tekur einn til þrjá mán- uði að velta öllum lagernum,“ segir Konráð. Hann nefnir einnig að vanalega séu timburverð ákvörðuð á ársfjórðungsgrundvelli, en núna séu verðbreytingar kvikari og allar pantanir taki jafnan mið af stund- arverði (e. spot) timburs á hverjum tíma. Miklar verðhækkanir á timbri á heimsmarkaði megi rekja til bæði framboðs- og eftirspurnardrifinna þátta. Allnokkrar timburmyllur hafi hætt starfsemi í Evrópu um skeið á síðasta ári, sem gerði það að verkum að mjög gekk á birgðastöðu í álfunni. Á sama tíma hefur eftirspurn aukist mikið í Bandaríkjunum vegna mikils uppgangs á fasteigna- markaði þar í landi. Svo mikil er eftirspurnaraukningin í Banda- ríkjunum að fyrirtæki þar hafi leitað inn á Evrópumarkað í mjög auknum mæli. Konráð telur þó ekki að Íslend- ingar þurfi að líða timburskort á komandi mánuðum, þrátt fyrir að markaðurinn sé með heitasta móti. Íslenskir timburinnflytjendur njóti margra áratuga viðskiptasam- banda við erlendra birgja sem muni tryggja framboð. Þar að auki sé timburnotkun á Íslandi lítil í hinu stóra samhengi og því ekki meiri- háttar mál að finna nægilega mikið magn til að uppfylla eftirspurn á Íslandi. – thg Töluverð verðhækkun á timbri væntanleg í sumar Það sem við heyr- um af markaðnum að utan er að verðið muni frekar halda áfram að hækka í sumar ef eitthvað er. Pétur Andrésson, framkvæmda- stjóri vörusviðs Húsasmiðjunnar FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS ✿ Verðbólguþrýstingur 8,0% 7,5% 7,0% 6,5% 6,0% 5,5% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0,0% -0,5% -1,0% 1. 1. 12 1. 4. 12 1. 7. 12 1. 10 .1 2 1. 1. 13 1. 4. 13 1. 7. 13 1. 10 .1 3 1. 1. 14 1. 4. 14 1. 7. 14 1. 10 .1 4 1. 1. 15 1. 4. 15 1. 7. 15 1. 10 .1 5 1. 1. 16 1. 4. 16 1. 7. 16 1. 10 .1 6 1. 1. 17 1. 4. 17 1. 7. 17 1. 10 .1 7 1. 1. 18 1. 4. 18 1. 7. 18 1. 10 .1 8 1. 1. 19 1. 4. 19 1. 7. 19 1. 10 .1 9 1. 1. 20 1. 4. 20 1. 7. 20 1. 10 .2 0 1. 1. 21 1. 4. 21 n Innlent verðlag fyrir utan húsnæði – Árstaktur % n Verðbólgumarkmið 2,5% Unnið er að því að leggja skýrslubeiðni fyrir Alþingi sem felur í sér að Ríkisend- urskoðun geri stjórnsýsluúttekt á starfsemi Samkeppniseftirlitsins. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Markaðarins. Frumkvæðið áttu Óli Björn Kára- son og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisf lokksins og nefndar- menn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, en væntingar standa til þess að þingmenn fleiri flokka komi að skýrslubeiðninni. Níu þingmenn þarf til þess að leggja fram slíka beiðni. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst mun stjórnsýsluúttektin bein- ast að þeirri starfsemi Samkeppnis- eftirlitsins sem snýr að samrunum fyrirtækja. Þannig verður lagt mat á eftirlitshlutverk stofnunarinnar, árangur samrunamála og hvernig þeim hefur verið háttað á síðustu árum. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir stjórnsýsluúttekt á Samkeppn- iseftirlitinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði í samtali í mars í Frétta- blaðinu að samskipti Festar og Samkeppniseftirlitsins, vektu upp áleitnar spurningar. Vísaði hann þar til mikils kostn- aðar Festar af óháðum kunnáttu- manni, sem var skipaður í kjölfar sáttar við Samkeppniseftirlitið, og örðugleika í samskiptum smásölu- félagsins og eftirlitsstofnunarinnar. Þá var í lok mars haft eftir Óla Birni að skynsamlegt væri, jafnt f y rir Samkeppniseftirlitið og atvinnulífið, að óskað yrði eftir því við Ríkisendurskoðun að vinna stjórnsýsluúttekt á stofnuninni. „Fyrir þingið er mikilvægt að ítarlegar og góðar upplýsingar um starfsemi, frammistöðu stjórn- valda, ekki síst eftirlitsstofnana, liggi fyrir á hverjum tíma. Stjórn- sýsluúttekt er eitt mikilvægasta og öflugasta verkfærið sem löggjafinn hefur í eftirliti með framkvæmdar- valdinu,“ sagði Óli Björn. Hann tók fram að tilefnið ein- skorðaðist ekki við ágreining Festar og eftirlitsstofnunarinnar. Ræða þyrfti almennt um störf stofnunar- innar, rammann sem hún starfaði eftir og traust í hennar garð. – þfh Biðja um úttekt á Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heimsmarkaðsverð á timbri er þessa dagana í sögulegu hámarki. Verðbólguþrýstingur-inn kann að vera margþættari en apríl-mæling Hagstofunnar gefur til kynna. Enn er skrið á þrengri mæli- kvörðum sem undanskilja húsnæðis- liðinn á sama tíma og efnahagshorfur fara batnandi víða um heim og skarp- ar hækkanir hrávöruverðs draga úr þeim hjaðnandi áhrifum sem gengis- styrkingu er ætlað að hafa. Hagstofan greindi frá því í síðustu viku að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,71 prósent í apríl. Tólf mánaða verðbólga hækkaði því úr 4,3 prósentum í 4,6 prósent. Verð- bólgumælingin var langt umfram væntingar greinenda. „Ef við skoðum aprílmánuð einan og sér þá var framlag húsnæðisliðarins töluvert. En verðbólguþrýstingurinn er margþættur,“ segir Birgir Haralds- son, sjóðsstjóri hjá Akta sjóðum. Hækkandi fasteignaverð er megin- drifkraftur verðbólgunnar í apríl, en reiknuð húsaleiga hækkaði um 2,5 prósent í mánuðinum sem hafði áhrif til 0,4 prósent hækkunar á vísitölu neysluverðs. Birgir varar við að einblína um of á þróun fasteignaverðs. Innlent verðlag án húsnæðis, sem hefur 45 prósent vægi í vísitölu neysluverðs, hafi sem dæmi farið úr 1,8 prósenta árshækkun í júlí og upp í 3,4 prósent í apríl. Þessi liður er því kominn vel yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans og hefur árshækkunin á innlendu verðlagi ekki verið meiri síðan í byrjun árs 2015. Þá bendir hann á að kjarnaverð- bólga hafi hækkað enn meira í apríl og árstakturinn sé nú 5,3 prósent. Kjarnaverðbólga er þrengri mæli- kvarði á almennar verðlagsbreytingar. Hún undanskilur þannig áhrif þátta sem Seðlabankinn hefur enga stjórn á, til dæmis verðum á innfluttum mat- vælum og bensíni sem ráðast á heims- markaði, auk þeirra þátta sem hann hefur bein áhrif á með vaxtaákvörð- unum sínum. „Krónan hefur verið að styrkjast en ef við skoðum hrávöruvísitölur þá hafa verðin samt hækkað í krónum þrátt fyrir þessa gengisstyrkingu því afurðaverð heldur áfram að hækka. Nýjustu kannanir á iðnfyrirtækjum á heimsvísu sýna einnig að verð á full- unnum afurðum þeirra hefur aldrei hækkað eins skarpt í einum mánuði Margt leggst á eitt við að þrýsta upp verðlagi Verðbólguþrýstingurinn kann að vera margþættari en síðasta mæling gefur til kynna. Sjóðsstjóri hjá Akta varar við því að einblína um of á húsnæðis- liðinn. Kjölfesta verðbólguvæntinga sé ekki eins traust og hún var fyrr í vetur. og í apríl frá því að mælingar hófust 2009. Styrking krónunnar,“ bætir Birgir við, „hefur því ekki endilega haft jafn hjaðnandi áhrif á innflutta verðbólgu og ætla mætti.“ „Þessar tölur bera með sér að verðbólgan verði þrálátari en áður var búist við,“ segir Ingólfur Snorri Kristjánsson, forstöðumaður skulda- bréfastýringar hjá Íslandssjóðum. „Styrking krónunnar gæti togað hana eitthvað niður en ég er ekki viss um að það dugi eitt og sér.“ Birgir nefnir að erlendir seðlabank- ar, til dæmis Seðlabanki Svíþjóðar í síðustu viku, hafi hækkað hagvaxt- arspár fyrir heimsbúskapinn fyrir þetta og næsta ár. „Það er ekki ólík- legt að spárnar frá Seðlabankanum sýni svipaða þróun eftir tvær vikur. Ef hagvaxtarspár batna hérlendis þá gæti framleiðsluslakinn sem spáð er 2022 horfið að fullu. Þá verður erfitt að horfa fram hjá því að kjarnaverðbólga sitji í 5,3 prósentum,“ segir Birgir. Þegar Seðlabankinn lækkaði vexti í nóvember var vísað til þess að kjöl- festa verðbólguvæntinga væri traust. Síðan þá hafa verðbólguvæntingar, á markaði og samkvæmt könnunum á heimilum og fyrirtækjum, hækkað. „Það virðast vera meiri líkur en minni á því að þær hækki enn frekar á næstu vikum. Kjölfesta verðbólgu- væntinga er því alls ekki eins traust og hún var fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Birgir. „Það verður skýrara með hverjum degi hvað þarf að gera og það er ekki endilega vinsæl ákvörðun,“ segir Birgir og á þar við vaxtahækkun. „Bankinn má ekki við því að fólk missi trú á verðbólgumarkmiðinu.“ Þjóðhagsráð, sem er skipað for- ystumönnum ríkisstjórnarinnar og stéttarfélaganna, seðlabankastjóra og framkvæmdastjóra SA, mun koma saman til fundar á morgun samkvæmt heimildum Markaðarins. Þjóðhagsráð fjallar um samhengi opinberra fjár- mála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Spurður hvort Seðlabankinn sé lík- legri til að hækka vexti heldur en að herða veðsetningarhlutföll fasteigna- lána til að kæla fasteignamarkaðinn bendir Birgir á að það virðist alls ekki vera mikil bólumyndun á fasteigna- markaðinum. „Nærtækara væri að hækka vexti ef Seðlabankinn vill vinna á verðbólgunni og halda verð- bólguvæntingum í skefjum.“ Ingólfur Snorri segir að bankinn muni örugglega  grípa til þjóðhags- varúðartækja. „Hann getur hækkað vexti en atvinnuleysi er hátt og fyrir- tæki þurfa enn á lágum vöxtum að halda til að koma fjárfestingu af stað.“ thorsteinn@frettabladid.is 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.