Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG „Það var algjör tilviljun að ég byrjaði að vinna hér,“ segir Benedikt Harðarson, sviðsstjóri tæknisviðs hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur unnið í slökkviliðinu í 42 ár en segist hafa byrjað þar fyrir algjöra tilviljun. Hann starfar nú sitt síðasta ár á vinnustaðnum og fer á eftirlaun í haust. „Ég hafði lært bæði kokk og bif- vélavirkjun og var á sjónum þarna en var orðinn leiður á því,“ segir Benedikt. Það kom upp einn daginn að sprengiefni fannst í höfninni og slökkviliðið var kallað á staðinn. „Þeir fara svo að spyrja mig hvort það væri ekki gaman að vera á sjón- um, ég segi þeim að það sé nú ekki skemmtilegra en það að ég væri búinn að segja upp,“ segir Benedikt. Upp úr þessu spruttu samræður milli Benedikts og slökkviliðs- mannanna um hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur og var honum bent á að bifvélavirkja vantaði í slökkviliðið. „Þeir sögðu mér að tala við karl- ana á stöðinni daginn eftir og ég var ráðinn eins og skot,“ segir Benedikt. Í starfi sínu sinnir Benedikt við- haldi bíla- og tækjaf lota slökkvi- liðsins. Hann segir margt hafa breyst á þessum rúmu fjörutíu árum sem hann hefur starfað þar, hann hafi til að mynda farið í f leiri útköll fyrr á árum. „Lengi vel var dótið ekki það merkilegt og þá fór maður alltaf með til að fylgjast með og passa að allt væri í lagi,“ segir hann. Benedikt segir vinnustaðinn þægilegan og að alla tíð hafi verið vel staðið við bakið á honum. Sér í lagi þegar hann missti eiginkonu sína árið 1988. „Ég þurfti aldrei að spyrja um leyfi ef ég þurfi að sækja Ásu Hlín [dóttur hans] eða ef eitthvað kom upp tengt henni,“ segir Benedikt sem þá var orðinn einstæður faðir með fjögurra ára gamalt barn. „Það fylgir þessu starfi líka stöð- ugleiki, því að laun bifvélavirkja eru góð í góðæri og aðeins lélegri í hallæri en hérna er þetta alltaf jafnt, kannski aðeins minna en bifvéla- virki í góðæri en aðeins meira en í hallæri,“ segir hann. Benedikt fer á milli slökkvistöðva í starfi sínu og hefur hann því stigið fæti inn á þær f lestar eða allar á höfuðborgarsvæðinu. Minnisstæð er honum stöðin í Árbæ, þar sem mara sé í einu herberginu. „Hún lagðist þó aldrei á mig,“ segir hann. Spurður hvort maran hafi valdið martröðum hjá öðrum liðsmönn- um slökkviliðsins segir Benedikt það á allra vitorði að maran sé á stöðinni. „Ég held að það leggi sig enginn í þessu herbergi lengur.“ Benedikt segist ekki hafa áhyggj- ur af því að honum muni leiðast á eftirlaununum, hann muni finna sér ýmislegt til dundurs. „Ég á til dæmis gamla druslu sem ég get gert upp.“ birnadrofn@frettabladid.is Það leggur sig enginn í þessu herbergi lengur Benedikt hóf fyrir tilviljun störf í slökkviliðinu fyrir 42 árum. Nýhafið sumar verður hans síðasta þar og fer hann á eftirlaun í haust. Hann á fjölda minn- inga úr starfinu og minnist hann meðal annars möru á stöðinni í Árbænum. Óvætturinn mara Mara er, samkvæmt þjóðtrú, óvættur sem ræðst á sofandi fólk. Það að fá martröð er að vera troðinn af möru. Oftast var talað um mörur sem kvenkyns verur en þó voru þær mörur sem ásóttu konur gjarnan taldar karlkyns. Benedikt Harðarson er lærður kokkur og bifvélavirki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIHalló. Við erum Wise. Tengjumst. wise.is COVID-19 Stærsti dagur bólusetn- ingar við kórónaveirunni var í gær en þá voru hátt í 10.000 einstakl- ingar bólusettir með bóluefni  frá Pfizer. „Dagurinn  gekk mjög vel og við kláruðum þær birgðir sem við  eigum af bóluefninu Pfizer,“ segir Ragn heiður Ósk Er lends dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsu gæslu höfuð borgar svæðisins, um gærdaginn. „Við munum svo halda áfram að bólusetja í dag en þá verður bóluefni frá Janssen notað í fyrsta skipti hér á landi. Það eru 6.000 sem hafa fengið boð um að mæta í Laugardalshöll- ina í dag,“ segir hún um framhald bólusetninga. Þessa viku er stefnt að því að bólusetja tæplega 40 þús- und einstaklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í gær að gildandi aðgerðir muni halda út þessa viku en staðan verði tekin í upphafi næstu viku. Vonandi verði þá hægt að fara í af léttingar á takmörk- unum. – hó Nota Janssen í fyrsta skipti Vel hefur gengið að bólusetja í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Talið í sumarið Þessi ungi trommari fann taktinn á Klambratúni þar sem borgarbúar hafa sleikt sólina undanfarna daga. Takturinn er léttari en sá sem sleginn var síðasta vor þegar harðar samkomutakmarkanir settu svip sinn á þjóðfélagið. Þótt faraldurinn hafi staðið lengur en f lestir bjuggust við er bjart fram undan að f lestra mati. Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta líka fagnað því að áfram er sól í kortunum á suðvesturhorni landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SINUELDAR „Ég er mjög áhyggju- fullur og hræddur um að þessi eldur muni skemma töluvert af trjám á svæðinu,“ segir Aðalsteinn Sigur- geirsson, skógfræðingur og varafor- maður í Skógræktarfélagi Reykja- víkur, um sinueldinn í Heiðmörk „Það hafa orðið sinubrunar á þessu svæði oft í gegnum tíðina og þeir eru ávallt af mannavöldum,“ segir Aðalsteinn. Ýmist sé um gáleysi að ræða og eldur kvikni af einnota gasgrilli eða sígarettum, eða að kveikt sé í af ásetningi. „Mér sýnist þetta hins vegar vera með stærra móti þar sem eldurinn hefur fært sig úr sinunni og yfir í gróðurinn. Eldurinn er mikið mun fljótari að að breiðast út í krónum trjáa en í sinu og erfiðara að ráða við hann,“ segir Aðalsteinn og bætir við: „Þá hafa lítil snjóalög verið í vetur og vorið verið þurrt. Því er skógurinn skrauf þurr sem gerir það að verkum að lítið þarf til þess að koma af stað miklum skógareldi. Sólskinið síðustu daga gerir það líka að verkum að hætt er við því að það muni taka töluverðan tíma að ráða niðurlögum eldsins,“ segir hann og harmar sólríka veðurspá næstu daga. „Það er huggun harmi gegn að það er ekki sterkur vindur, það væri hrikalegt ef vindurinn væri sterkari en hann er þessa stundina,“ segir Aðalsteinn. – hó Hræddur um fjölda trjáa Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.