Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. „Þegar ég opnaði bloggið fyrst fyrir akkúrat fjórum árum var aðal- áherslan hjá mér á að gefa góð ráð í framkvæmdum og sýna hvernig hægt væri að flippa húsi án þess að það kostaði of mikið, var meira í áttina að lífsstílsbloggi þar sem ég var líka með uppskrift og annan fróðleik,“ segir María aðspurð um tilkomu bloggsins. Uppskriftirnar fengu fljótt meiri athygli á blogginu og fann María sömuleiðis fyrir sterkari áhuga í matardeildinni þegar fram liðu stundir og ákvað því að breyta bloggsíðunni alfarið í heimilis- og matarblogg. Bloggið í höfuðið á ömmu María segir engan vafa leika á því hvaðan ástríða hennar fyrir mat komi. „Það er óhætt að segja að hún komi frá Spáni, en ég er hálfur Spánverji. Frænkur mínar og amma voru alltaf í eldhúsinu að elda þegar ég var sem barn úti hjá þeim, ef þær voru ekki að elda þá voru þær á matvörumarkaðnum að versla mat eða tala um hvað átti að vera í matinn daginn eftir og næstu daga. Ég lærði mest að elda af þeim, sérstaklega Paz, frænku minni, og ömmu Paz sem bloggið mitt er nefnt eftir.“ Fjölbreytni fyrir börnin María er móðir fjögurra barna; Gabríelu sem er fædd árið 1999 en hún á jafnframt von á sínu fyrsta barni svo Maríu bíður brátt ömmutitillinn og segist hún hlakka mikið til. „Svo kemur litla hrúgan eins og ég kalla hana sem fæddist 2013, 2014 og 2015 en það eru þau Reynir Leo, Mikael og Viktoría Alba,“ segir María og viðurkennir að það sé oft mikið fjör á heimilinu. Aðspurð hvað hún leggi helst áherslu á í mataræði barnanna segir hún fjöl- breytni. „Hér er allt leyfilegt í hófi. Ég held að ef maður banni of mikið eins og nammi sem dæmi þá verða börn bara enn sólgnari í það. Ég María útbýr hér ljúffengt pastasalat með bleikju og góðri ólífuolíu frá MUNA. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR Hvað þýðir að uppfæra sjálfan sig? „Ef við skoðum lífshætti okkar og umhverfi þá þykir ekkert nema sjálfsagt að laga það sem bilar, kaupa nýjustu útgáfurnar af tölvum, símum, úrum og þess háttar. Við viljum vera í takt við tímann og tíðarandann. En erum við það alltaf sjálf? Í amstri dagsins eigum við það mörg hver til og eflaust öll á ein- hverjum tímapunkti að gleyma því að taka stöðutékk á sjálfum okkur og tapa svolítið tengingunni við sjálfið. Skoða hvort það þurfi að laga eitthvað, athuga hvort allt sé í lagi hjá okkur sjálfum, andlega og líkamlega, og okkar nánustu sambönd jafnvel og hvar þau standa. Það að uppfæra sig þýðir meðal annars það að taka samtalið við sjálfan sig og skoða sig reglu- lega, finna þarfir sínar og skoða hvort þær hafi mögulega breyst og uppfæra drauma sína. Það fal- lega er nefnilega að það má breyta draumum, skipta um skoðanir og upplifa nýjar þarfir. Það er partur af andlegum vexti okkar.“ Hvernig byrjar maður að iðka aukna sjálfsást? „Með því að staldra aðeins við, skoða rútínuna sína, umhyggju til sjálfs sín, næringarinntökuna, hreyfinguna eða skortinn á henni, svefninn, samskipti sín við annað fólk og fleira sem spilar stóran þátt í daglega lífinu og skoða í hvaða ástandi þessir þættir eru og hvort þeir eru að hafa góð áhrif á lífið eður ei. Spyrja sig spurninga á borð við: „Hvernig hef ég það? Líður mér vel af þessum mat? Er þessi hreyfing góð fyrir minn líkama? Er ég að hvílast þegar ég er þreytt? Eru þessi samskipti góð fyrir mig?“ og svo framvegis. Sjálfsást er nefnilega beintengd við mörk, og ef maður setur sér ekki mörk í lífinu eru meiri líkur á að maður fjarlægist sjálfan sig og gildin sín og taki rangar ákvarðanir fyrir sig í alls kyns formum. Fyrstu skrefin að aukinni sjálfsást gætu til dæmis verið að pússa til rútínuna sína, bæta við dekurbaði fyrir svefninn, vakna aðeins fyrr en venjulega og undir- búa sig fyrir daginn í rólegheitum og skoða mataræðið.“ Hvað gerir þú til þess að iðka sjálfsást? „Ég er að æfa mig í að gefa mér meiri tíma daglega fyrir litlu hlut- ina sem vega samt svo stórt. Eins og að vakna snemma, taka öndunar- æfingu við kertaljós, elda hafra- graut og stilla mig inn í daginn. Eins er heilög regla að dekra aðeins við húðina með góðri hreinsun og kremum í lok dags sem og að hreyfa mig smá á hverjum degi. Þarna þurfti ég til dæmis að uppfæra mig því ég áttaði mig á því í þessum hugleiðingum að að það hentaði mér ekki lengur að hreyfa mig hratt og með látum. Núna eru göngutúr- ar til dæmis uppáhaldshreyfingin mín. Þegar maður byrjar að hlusta á sjálfan sig og heyra í sér kemur nefnilega ýmislegt í ljós. Ég gæti þess svo að umvefja mig góðu og skemmtilegu fólki sem gerir líf mitt ánægjulegt og innihaldsríkara.“ MUNA Lúxus hafragrautur Kolbrúnar 1 dl. MUNA hafrar 1 tsk. MUNA chia-fræ 2 dl vatn 1 tsk. MUNA kókosolía ½ tsk. MUNA kanill ¼ tsk. salt Toppaður með múslí, bláberjum, döðlum og hnetusmjöri. Fylgstu með Kolbrúnu Pálínu á Instragram@kolbrunpalina Hvernig hef ég það? Kolbrún Pálína mun fjalla um andlegt og líkamlegt heil- brigði á muna.is ásamt því að deila upp- skriftum. MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIR MUNA Lúxus hafragrauturinn hennar Kolbrúnar lítur mjög vel út. reyni líka alltaf að hafa grænmeti með hverri kvöldmáltíð.“ Pítsukvöldin heilög María mælir með því að leyfa litlum puttum að taka þátt í því að undirbúa matinn fyrir fjölskyld- una. „Ég leyfi þeim þegar hentar að skera niður grænmeti fyrir matinn, sem er sniðugt því þá eru þau líka að stinga því upp í sig í leiðinni og jafnvel búin að borða fullt af grænmeti fyrir matinn og svo meira með matnum,“ segir María. Spurð um uppáhaldsmat barnanna segir hún steiktar grísa- lundir með sætkartöflufrönskum og sveppasósu vinsælasta réttinn um þessar mundir. „Á föstudögum eigum við svo fast pítsukvöld eins og svo margir,“ segir María um hefð sem orðin er heilög hjá fjölskyldunni. Stundum bara grjónagrautur „Ég er alls ekki alltaf í stuði til að elda, sérstaklega ekki þegar ég hef verið í eldhúsinu við vinnu allan daginn að semja og prófa uppskriftir. Þá hef ég oft bara f latkökur og skyr, eða jafnvel bara tilbúinn grjónagraut í dollu og lifrarpylsu með, enda fá allir hvort eð er heita máltíð í hádeginu,“ segir hún spurð um vinsælasta skyndibitann á heimilinu. „Einnig spila f latkökurnar stórt hlutverk sem nesti hjá okkur þegar við förum út að leika og bralla ásamt speltsnúðum, hnetum og rúsínum,“ segir María að lokum. Muna – Bleikju pastasalat stútfullt af hollri fitu, prótíni og trefjum 250 g penne pasta frá Muna 1 box piccolo tómatar Hnefafylli af ferskri basilíku 1 bleikjuflak 10-14 ferskar litlar mozzarella- kúlur 1 stórt avókadó eða 2 lítil Lífræn sítrónuolía frá Muna Salt og pipar Byrjið á setja vatn í pott og saltið það vel, á að vera nánast eins og sjóvatn á bragðið. Þegar suðan er komin upp setjið þá pastað ofan í og sjóðið skv. leiðbeiningum. Hitið ofn í 200 °C og saltið og piprið bleikjuna. Setjið hana í heitan ofninn í 15-20 mínútur. Skerið næst avókadó í bita og tómatana og mozzarella kúlurnar í tvennt. Þegar pastað og bleikjan er til setjið þá pastað í fallega, grunna salatskál. Dreifið næst avókadó, tómötum og mozzarella-kúlum fallega yfir pastað. Skerið svo bleikjuna niður og dreifið inn á milli. Toppið svo með því að dreifa saxaðri, ferskri basilíku yfir, hellið vel af sítrónu- olíu yfir allt og saltið vel með grófu salti og pipar. Fylgstu með Maríu Gomez hér: paz.is og instagram.com/paz.is Kolbrún Pálína Helgadóttir, fjöl- miðlakona og markþjálfi, hefur alltaf lagt mikið upp úr líkam- legu og andlegu heilbrigði. Hún fjallaði á dögunum um mikil- vægi þess að stunda svokallaða sjálfsást og að uppfæra sjálfan sig reglulega, rétt eins og hvað annað. Fyrstu skrefin að aukinni sjálfsást gætu til dæmis verið að pússa til rútínuna sína. Frænkur mínar og amma voru alltaf í eldhúsinu að elda þegar ég var sem barn hjá þeim á Spáni. 2 kynningarblað 5. maí 2021 MIÐVIKUDAGURMUNA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.