Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 28
Óumdeilt er að
Ísland eigi óskor-
að heimsmet í fjölda
kjarasamninga
og stéttarfélaga
miðað við
höfðatölu.
Hannes G. Sigurðsson,
ráðgjafi Samtaka
atvinnulífsins
30.04.2021
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 5. maí 2021FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Helgi Vífill
Júlíusson
SKOÐUN
Vatnagörðum 14 104 Reykjavík
litrof@litrof.is 563 6000
Sterkari saman
í sátt við umhverfið LÆGSTA
VERÐIÐ
Stykkishólmur
Hafnarfjörður
Reykjanesbær
Hveragerði
Kópavogur
Egilsstaðir
Borgarnes
Ísafjörður
Reykjavík
Akureyri
Akranes
Selfoss
Vík
Ódýrt fyrir alla
Orkan býður lægsta eldsneytisverðið víða um land.
Finndu þína Orkustöð á orkan.is og fylltu á bílinn þar
sem þú færð meira fyrir peninginn. Sjáumst á Orkunni!
Líkja má íslensku hagkerfi, með mikilli einföldun, við ungan glaumgosa sem ólst upp hjá
vel stæðum foreldrum. Sonurinn
gat áhyggjulaust flosnað upp úr
menntaskóla og lifað í vellystingum
þökk sé traustu baklandi. Nema
hvað, það verða breytingar á
högum foreldranna. Þeir geta ekki
lengur framfleytt afkvæminu og nú
þarf hann að taka sig taki.
Þessi undarlega samlíking krefst
útskýringa: Það er bölvun og
blessun að Ísland búi að miklum
náttúruauðlindum. Þær hafa
fært okkur auðlegð en gert það að
verkum að við höfum getað komist
upp með að leggja ekki rækt við
hugvitsgreinar. Náttúruauðlindir
hafa sömuleiðis gert það að verkum
að útflutningsgreinarnar hafa verið
sneggri að sleikja sárin sem þrálát
verðbólga og gengisfall, sem rekja
má til launahækkana umfram svig-
rúm í hagkerfinu, valda rekstr-
inum.
Nú er komið að kaflaskilum.
Auðlindir, sem eru takmarkaðar,
munu ekki knýja áfram hagvöxt
á Íslandi á 21. öldinni. Þess vegna
verðum við að byggja upp hugvits-
drifinn iðnað til að draga vagninn.
Til að skapa frjóan jarðveg fyrir
nýsköpun er brýnt að koma á
gengisstöðugleika. Sprotafyrir-
tæki og þekkingariðnaður ráða illa
við rússíbanareið í gengismálum.
Mikilvægt skref í þá átt er að launa-
hækkanir miðist við svigrúm.
Þess vegna vekur það ugg að
Drífa Snædal, forseti ASÍ, skuli segja
að stöðugleiki sé ekki í boði eins og
sakir standa. Hún virðist reiðubúin
að endurtaka enn eitt höfrunga-
hlaupið. Verðbólguskot mun auka
á vanda þeirra sem minnst hafa á
milli handanna en launahækkanir
ef til vill auka hróður verkalýðsfor-
kólfa innan hreyfingarinnar fyrir
að gefa sig ekki. Heillavænlegra
væri að stuðla að aukinni hagsæld
með því að skapa jarðveg fyrir hug-
vitsiðnað.
Að sama skapi þykir Drífu mikil-
vægt að hækka fjármagnstekjuskatt
til jafns við tekjuskatt einstaklinga.
Launa- og skattahækkanir væru
slæmur kokteill fyrir frumkvöðla-
umhverfið. Fyrir utan að henni
virðist standa á sama um að fyrst
er greiddur tekjuskattur af hagnaði
fyrirtækja og því næst er hluthöf-
um gert að standa skil á fjármagns-
tekjuskatti. Stóra málið er að hærri
skattar draga úr nýsköpun og leiða
til þess að færri stofna til áhættu-
sams rekstrar. Það má ekki stinga
höfðinu í sandinn hvað það varðar.
Það hefur verið mikill upp-
gangur hjá hugvitsdrifnum
fyrirtækjum á undanförnum
árum. Í íþróttum er dauðafærum
oft klúðrað eftirminnilega. Við
megum ekki við því að klúðra
þessu dauðafæri. Jafnvel þótt for-
seti ASÍ reyni að þvælist fyrir.
Slæmur kokteill
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem stofnað var af íslenskum prófessorum, aflaði 57 milljóna Bandaríkjadala, jafnvirði sjö
milljarða króna, í fjármögnun þar sem var
umframeftirspurn. Fjármögnunin var leidd af
BVCF Management and Hyfinity Investments,
sem koma nýir í hluthafahópinn, eins og VI
Partn ers og Wille AG. Þetta kemur fram á
heimasíðu Oculis.
Oculis, sem hefur þróað tækni við með-
höndl un augnsjúkdóma, var stofnað 2003 af dr.
Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og
dr. Þorsteini Loftssyni, prófessor í lyfjafræði. Þeir
leiða enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins.
Á meðal hluthafa Oculis eru vísisjóður á
vegum Brunns Ventures og Silfurberg sem er
í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar
lyfjafræðings og Ingibjargar Jónsdóttur.
Riad Sherif, forstjóri Oculis, en fyrirtækið er
með höfuðstöðvar í Sviss, segir að það hilli undir
lok lyfjaþróunar og brátt verði hægt að bjóða lyf
félagsins til sölu. – hvj
Oculis fær sjö milljarða fjármögnun
Dr. Þorsteinn
Loftsson, einn
stofnenda
Oculis.