Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 24
Skráning til að koma til móts við kröfur fjárfesta
Play vinnur núna, ásamt ráð-
gjöfum félagsins, að hlutafjárút-
boði og skráningu á First North-
markaðinn í Kauphöllinni sem er
áformað í næsta mánuði.
Birgir segir óvíst á þessari
stundu hversu há fjárhæð verður
sótt í útboðinu en það mun að
lokum ráðast af eftirspurninni.
„Það er áformað að halda
almennt hlutafjárútboð og að
sjálfsögðu horfum við líka til
þess að fá inn ákveðna fagfjár-
festa sem vilja koma inn í skráð
félag. Það er hins vegar mikilvægt
að undirstrika að við erum ekki
að fara í hlutafjárútboð og skrán-
ingu vegna þess að félagið þurfi
endilega frekara fjármagn til að
standa straum af rekstrinum
heldur er þetta gert til að koma
til móts við kröfur fjárfesta um
reglulega upplýsingagjöf og það
aðhald sem slíkt skapar gagnvart
stjórnendum félagsins.
Ég held að mjög margir muni
sýna því áhuga að koma með
beinum hætti að uppbygging-
unni sem er í vændum í íslenskri
ferðaþjónustu og sjái styrk-
leikana hjá Play sem felast í
hagstæðum kostnaðargrunni og
ekki með neinar eftirlegukindur í
farteskinu,“ segir hann.
Ég get ekki skrifað undir yfirlýsingar um að það sé eitthvað fullreynt að reka annað flugfélag frá Íslandi. Ég byggi það meðal annars á því að ég
tel að önnur lággjaldaflugfélög sem
hafa verið starfrækt hér á landi hafi
í raun farið út af sporinu í sínum
rekstri. Það er hins vegar ekkert
náttúrulögmál þar að baki heldur
einungis sú staðreynd að það voru
teknar rangar ákvarðanir,“ segir
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri
flugfélagsins Play sem mun hefja sig
á loft í lok næsta mánaðar, í viðtali
við Markaðinn.
Birgir, sem starfaði áður sem for-
stjóri Íslandspósts á árunum 2019 til
2020, telur að það sé langt í að Ísland
muni sjá aftur þann massatúrisma
sem einkenndi ferðaþjónustuna
fyrir fáeinum árum – 2,3 milljónir
ferðamanna komu til landsins 2018
– þrátt fyrir innkomu Play á mark-
aðinn. Play hafi engin áform um að
vaxa hratt heldur muni einblína á
að vera sveigjanlegt, lítið f lugfélag,
sem ætli sér að skila arðsemi fyrir
hluthafa þess með því að finna
„matarholur“ til hliðar við stóru
f lugfélögin á þessum erfiða sam-
keppnismarkaði.
Birgir var fenginn í forstjóra-
stól Play, sem hefur verið í start-
holunum að hefja f lugrekstur frá
því félagið var fyrst kynnt til leiks
í nóvember 2019, samhliða því að
breiður hópur fjárfesta – lífeyris-
sjóðir, tryggingafélag, verðbréfa-
sjóðir og öf lug fjárfestingafélög
– lögðu félaginu til um 50 milljónir
Bandaríkjadala, jafnvirði yfir sex
milljarða króna, í nýtt hlutafé í
liðnum mánuði.
Það var upphaf lega stefnt að því
að sækja um 35-40 milljónir dala í
lokuðu hlutafjárútboði í apríl en á
síðustu metrunum, í reynd eftir því
var formlega lokið, er það stækkað.
Var einhver ástæða fyrir því?
„Það reyndist bara vera gríðar-
legur áhugi og það eru enn fjárfestar
sem eru að hafa samband og reyna
að komast inn í hluthafahópinn.
Fólk sér hvaða fagfjárfestar eru
komnir að félaginu og það verður
til ákveðin stemning með útboðinu
sem er auðvitað bara afskaplega
jákvætt.“
Eftir hlutafjáraukningu félagsins
eru stærstu hluthafar Play eignar-
haldsfélagið FEA, sem Elías Skúli
Skúlason fer fyrir, lífeyrissjóðurinn
Birta og fjárfestingafélagið Fiski-
sund, sem Einar Örn Ólafsson, nýr
stjórnarformaður Play, leiðir. Aðrir
helstu fjárfestar félagsins eru meðal
annars Stoðir, Akta sjóðir, Brim-
garðar, Íslandssjóðir, Lífsverk líf-
eyrissjóður og tryggingafélagið VÍS.
Þarf aga og skýra stefnu
Hvaða borga áformar Play að f ljúga
til núna í sumar?
„Þetta verða þessir helstu staðir
sem Íslendingar þekkja orðið vel til
eins og London, Kaupmannahöfn,
Berlín, París, Barcelona, Alicante og
Tenerife. Það er ekki von á neinum
bombum hvað áfangastaðina varð-
ar, heldur verður þetta allt saman
frekar hefðbundið,“ segir Birgir.
Áætlanir Play gera ráð fyrir að
byrja með þrjár Airbus A321 Neo
vélar í rekstri í sumar en á næsta ári,
þegar stefnt er að því að hefja f lug
einnig til Bandaríkjanna, er áform-
að að f lugflotinn verði stækkaður
í sex til átta vélar og að hann verði
kominn í um tíu vélar árið 2023.
„Ég held að heppilegasta stærðin
að flugflota fyrir félag eins og Play,“
útskýrir Birgir, „sé um 15 vélar.
Þegar þú ert kominn með mikið
fleiri vélar en það verður til freistni
til að fara í seinni tengibankann í
þessu viðskiptamódeli sem byggir
á f lugi yfir Atlantshafið. Þá ferðu
að missa sveigjanleikann, sem er
svo mikilvægur, vegna þess að þú
ert með of mikið af f lugvélum sem
skapar þrýsting á að f ljúga til of
margra áfangastaða. Ef okkur ætlar
að takast að halda niðri kostnaði
sem lággjaldafélag þá verðum við
að gæta að því að vera með fram-
boð sem endurspeglar raunveru-
lega eftirspurn. Ef hún er ekki fyrir
hendi þá er miklu betra að leyfa vél-
unum bara að standa óhreyfðum.“
Birgir undirstrikar hins vegar
að um leið og Play verður komið
með 10 til 15 vélar í reglulegt áætl-
unarflug verði þetta orðin starfsemi
sem veltir tugum milljarða og með
hundruð starfsmanna í vinnu.
„Það er auðvitað ofsalega stórt
fyrirtæki í öllum íslenskum saman-
burði,“ segir hann.
En af hverju ákvaðstu að fara
aftur í f lugið hafandi sagt áður að þú
myndir aldrei snúa aftur í þennan
bransa?
„Ég hef tvisvar komið að f lug-
rekstri áður – fyrst sem forstjóri
Iceland Express 2004 til 2006 og
síðan sem aðstoðarforstjóri WOW
air 2014 til 2015 – og það sem ég hef
aldrei skilið við þennan bransa, eða
fengið til að ganga upp varðandi
Ætlum okkur ekki að sigra heiminn
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Play, segir að nálgun Play verði ekki að vaxa hratt heldur að vera lítið flugfélag sem geti skilað góðri afkomu.
Pláss fyrir tvö innlend flugfélög sem fljúga yfir hafið. Heppileg stærð á flota um 15 vélar. Aldrei betri aðstæður til að stofna flugfélag.
Þegar þú starfar í
svona kviku rekstr-
arumhverfi, sem flugið
sannarlega er, þá þarftu að
vera varfærnari og fastari
fyrir.
„Ég er líklega einn af þeim fáu sem hafa komið að flugrekstri og ekki fengið bakteríuna – af því að mér hefur oft ekkert litist á það hvernig staðið hefur verið málum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN