Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 17
Hlutafjárútboð í Síldarvinnslunni hf. Auglýsing Opinn kynningarfundur fimmtudaginn 6. maí 2021 Síldarvinnslan hf. býður til kynningarfundar í tengslum við almennt útboð á þegar útgefnum hlutum í félaginu sem fer fram dagana 10., 11. og 12. maí 2021 og fyrirhugaðrar töku hluta til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu, fimmtudaginn 6. maí 2021 og hefst kl. 8:30. Boðið verður upp á vefstreymi af fundinum sem verður aðgengilegt á vefsíðu Síldarvinnslunnar hf. www.svn.is/fjarfestar, og Landsbankans hf., www.landsbankinn.is/sildarvinnslan. Vakin er athygli á því að upptaka af fundinum verður ekki aðgengileg eftir að honum lýkur. Fundurinn er öllum opinn en vegna samkomutakmarkana er nauðsynlegt að gestir skrái þátttöku á vefsíðu söluaðila: www.landsbankinn.is/sildarvinnslan. Nánar um fyrirhugað útboð Í útboðinu verða boðnir til sölu 447.626.880 þegar útgefnir hlutir í Síldar- vinnslunni hf. Gefi eftirspurn tilefni til hafa seljendur heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu um allt að 51.000.000 hluti þannig að þeir nemi samtals allt að 498.626.880. Markmið með útboðinu er að auka dreifingu hlutafjár, fjölga hluthöfum, fá virkari verðmyndun með hlutabréf útgefin af félaginu og gera upp- lýsingar um félagið aðgengilegar fyrir hluthafa félagsins, viðskiptavini og allan almenning. Tekið verður við áskriftum á útboðstímabilinu á eftirfarandi vefsíðu: www.landsbankinn.is/sildarvinnslan Hlekkur á áskriftarvefinn verður aðgengilegur í gegnum vefsíðu umsjónar- aðila, Landsbankinn hf., www.landsbankinn.is og á vefsíðu Síldarvinnslunnar hf., www.svn.is. Fjárfestar geta valið um tvær tilboðsbækur í útboðinu sem eru m.a. ólíkar hvað varðar stærð áskrifta og úthlutunarreglur. Hver hlutur í Síldarvinnslunni hf. er að nafnverði 1 króna. Áætlað er að niðurstaða útboðsins verði birt á vefsíðu Síldarvinnslunnar hf. eigi síðar en 14. maí 2021. Gjalddagi og eindagi áskrifta er áætlaður 20. maí 2021. Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að áskrift í útboðinu er skuldbindandi. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í Síldarvinnslunni hf. eru fjárfestar hvattir til að kynna sér upplýsingar um Síldarvinnsluna hf. og lýsingu félagsins sem dagsett er 3. maí 2021, og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsinguna má finna á vefsíðu Síldarvinnslunnar hf., www.svn.is/fjarfestar eða á vef umsjónar- aðila www.landsbankinn.is/sildarvinnslan. Upplýsingar og tæknileg aðstoð vegna tilboðsbókar A veitir Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans hf. Sími: +354 410-4040 Tölvupóstfang: vl@landsbankinn.is Frekari upplýsingar: www.landsbankinn.is/sildarvinnsla ²) Með áskriftum er átt við tilboð sem þátttakendur (áskrifendur) leggja fram í hlutafjárútboðinu. Upplýsingar og tæknileg aðstoð vegna tilboðsbókar B veitir Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hf. Sími: +354 410-4000 Tölvupóstfang: utbod@landsbankinn.is Frekari upplýsingar: www.landsbankinn.is/sildarvinnsla ³) Seljendur áskilja sér rétt til þess að víkja frá meginreglum varð- andi úthlutun og skerða áskriftir og úthluta hlutum með þeim hætti sem þeir telja æskilegt til að ná fram markmiðum útboðsins, þ.m.t. að hafna áskriftum í heild eða að hluta án sérstakrar tilkynningar eða rökstuðnings þar um. Landsbankinn hf. umsjónaraðili útboðsins, veitir upplýsingar og tæknilega aðstoð: ¹) Miðað við grunnstærð útboðs og verðbil í tilboðsbók A. Seljendur áskilja sér rétt til þess að breyta innbyrðis stærð tilboðsbóka reynist eftirspurn gefa tilefni til þess og að teknu tilliti til markmiða útboðsins. Tilboðsverð Stærð útboðs 24,6-26,0 ma.kr. að söluandvirði¹) Stærð áskrifta²) Meginreglur varðandi úthlutun³) Réttur til að stækka útboð í 27,4-28,9 ma.kr. að söluandvirði Tilboðsbók A Tilboðsbók B Tilboð gerð innan verðbilsins 55-58 kr./hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum (hollenskt útboð). Verð í tilboðsbók A verður ekki hærra en í tilboðsbók B. 90.909.091 hlutir (um 20% af útboði). Áskriftir að kaupverði 100 þ.kr. – 20 m.kr. Leitast verður við að skerða ekki áskriftir undir 1 m. kr. Seljendur hafa rétt til að stækka útboðið um allt að 51.000.000 hluti (eða sem nemur 3% af þegar útgefnu hlutafé). 356.717.789 hlutir (um 80% af útboði). Áskriftir að kaupverði yfir 20 m.kr. Tilboð ekki yfir stærð útboðs. Samþykki tilboða verður ákvarðað á grundvelli tilboðsverðs. Ef til umframeftirspurnar kemur verður skerðing hlutfallsleg. Tilboð gerð yfir lágmarksverði 55 kr./hlut. Salan fer fram á föstu verði, sem ákvarðast jafnt og það lægsta af samþykktum tilboðum (hollenskt útboð).

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.