Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 11
ALLT
K Y N N I NG A R B L A Ð
MIÐVIKUDAGUR 5. maí 2021
Aukin orka fyrir þig, ástina og lífið
Orkuleysi, framtaksleysi, þreyta, slen, minnkaður áhugi og geta í kynlífi eru allt einkenni
sem mjög stór hópur fólks upplifir einhvern tíma á ævinni. Þessi einkenni eiga jafnt við um
karla sem konur, geta haft afar óæskileg áhrif á lífsgæði fólks og má alls ekki vanmeta. 2
Inga Kristjánsdóttir og Íris Gunnarsdóttir hjá Mulier Fortis ehf. kynna nýjar og spennandi vörur sem stuðla að aukinni orku og bættri heilsu. MYND/AÐSEND
Ásta gaf út plötuna Sykurbað árið
2018 og fékk fyrir hana Íslensku
tónlistarverðlaunin fyrir plötu
ársins. Nú kveður við nýjan tón.
Nýtt lag eftir Ástu Kristínu Pjet-
ursdóttur kemur út á morgun og
ber nafnið Kaffi hjá Salóme. Lagið
er það fyrsta af komandi plötu
tónlistarkonunnar sem verður
konseptplata. Lagið samdi Ásta
eftir að hafa farið heim til Salóme
í kaffi og pönnukökur, en Salóme
syngur með Ástu í laginu. Salóme
Katrín gaf út plötuna Water í fyrra,
sem að mati Ástu er ein besta plata
síðasta árs.
Kaffi hjá Salóme markar nýtt
upphaf hjá Ástu sem tónlistarkonu
og manneskju. „Sem listamaður
vill maður þróast og ekki festast í
sömu sporunum. Kaffi hjá Salóme
er rökrétt framhald og setur góðan
tón fyrir það sem koma skal,“ segir
Ásta.
Undirtónn
„... Svartur skjögtari, ósamstæð glös
framandleg glerstjörnugrös
tungusófinn ullar á mig ...“
Að sögn fjallar lagið að mestu
um vináttu og að eiga fallegar
stundir saman. „Þetta var svo
falleg og björt stund. En jú, það er
líka einhver dimmur undirtónn
í laginu sem ég get kannski ekki
alveg útskýrt.“
johannamaria@frettabladid.is
Enn dimmur
undirtónn