Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 16
Fjárfestingafélagið Silfurberg, í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, hagnaðist um 2,48 millj­ arða króna í fyrra. Stærstur hluti hagnaðar Silfurbergs skýrist af hlut sem félagið átti í þýska lyfjafyrir­ tækinu Neurax pharm Arzneimittel í gegnum sjóði Apax Partners. Neu­ raxpharm var selt undir lok árs til fjárfestingafélagsins Permira fyrir jafnvirði 240 milljarða króna. Í svari Silfurbergs til Markaðarins segir að fjárfestingin hafi komið til við endurfjárfestingu á hlut sínum við sölu á lyfjafyrirtækinu Invent Farma til Apax Partners 2016 en kaupverðið nam um 30 milljörðum. Með aðkomu Apax að Invent Farma hófst vinna við að búa til leið­ andi fyrirtæki á sviði samheitalyfja í Evrópu sem einbeitir sér að meðferð miðtaugakerfisins (CNS). Á meðal félaga í eignasafni Silfur­ bergs eru Lyfjaver, Oculis, Vaxa Tec­ hnologies, Crowberry Capital og Orf Líftækni. Eigið fé Silfurbergs var um 11,8 milljarðar í árslok 2020. – hae Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Frumtak Ventures er á lokametrunum að loka sjö milljarða vísisjóði. Horft er til þess að Kría, f jár festingarsjóður á veg um r ík isins sem fjárfestir í vísisjóðum, muni leggja sjóðnum til aukið fé til frekari stækkunar. Þetta segir Ásthildur Otharsdóttir, meðeigandi og fjár­ festingastjóri hjá Frumtaki Vent­ ures. „Þetta verður í fyrsta skipti á Íslandi sem rekstrarfélag vísisjóða stofnar sinn þriðja sjóð,“ segir hún. Sjóðir Frumtaks hafa meðal ann­ ars fjárfest í Controlant, Sidekick Health og Meniga. „Fjárfestarnir í nýja sjóðnum eru að stórum hluta sömu lífeyrissjóðir og lögðu fé í okkar fyrri sjóði,“ segir Ásthildur. Að hennar sögn mun sjóðurinn fjárfesta í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og hyggja á mik­ inn vöxt alþjóðlega. Horft sé til þess að fjárfesta í átta til tíu fyrirtækjum. Í upphafi verði lagðar 150 til 200 milljónir króna í fyrirtækin og fyrirtækjum fylgt eftir með frekari fjárfestingum samhliða vexti eða öðrum áfangasigrum. Brunnur Ventures hleypti nýverið af stokkunum sínum öðrum sjóði sem er 8,3 milljarðar að stærð. Kvika eignastýring kom á fót vísisjóðnum Iðunni sem leggja mun áherslu á líf­ vísindi og heilsutækni. Áskriftarlof­ orð námu 6,7 milljörðum króna eftir fyrstu umferð söfnunar en síðari umferð söfnunar lýkur í september. Fram hefur komið í Markaðinum að Eyrir Venture Management og Crowberry Capital vinni að því að safna í nýja vísisjóði og að Bala Kamallakharan, sem rekur Iceland Venture Studio, vilji stofna vísisjóð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það muni skorta fjárfestingartæki­ færi jafnvel þótt f leiri vísisjóðum verði hleypt af stokkunum um svip­ að leyti. Aukið aðgengi að fjármagni hvetur jú til meiri nýsköpunar. Það er mikil gróska í frumkvöðla­ umhverfinu um þessar mundir og mörg fyrirtæki hafa þegar knúið dyra hjá okkur þótt sjóðnum hafi ekki enn verið ýtt úr vör. Jafnframt ber að hafa í huga að vísisjóðir á Íslandi hafa ólíkar áherslur. Það er mikilvægt fyrir frumkvöðla að standa frammi fyrir valkostum. Jafnvel þótt tiltekið sprotafyrirtækið höfði ekki til ein­ hverra fjárfesta, kann það vera spennandi í huga annarra,“ segir Ásthildur. Hún segir að Frumtak leggi áherslu á að fá erlenda fjárfesta til liðs við sig við uppbyggingu á nýsköpunarfyrirtækjum. „Fyrir­ tækin þurfa nefnilega ekki einungis fjármagn til að ná árangri heldur einnig stuðning frá þeim sem hafa þekkingu á atvinnugreininni. Réttu erlendu fjárfestarnir geta opnað dyr og tengt saman fólk sem er afar mikilvægt fyrir framgang fyrirtækj­ anna. Ísland er lítið land og því er takmarkað svigrúm til sérhæfingar hjá fjárfestum. Íslenskir vísisjóðir hafa mikla þekkingu á að koma fyrirtækjum af stað en eftir því sem starfseminni vex fiskur um hrygg er gott að fá djúpa þekkingu á mála­ flokknum að borði.“ Ásthildur segir að við sem þjóð eigum ekki að hræðast það að erlent fé leiti til Íslands heldur fagna því. „Að sjálfsögðu eigum við að tryggja yfirráð yfir auðlindum okkar en við verðum að hafa hugfast að erlend fjárfesting er afar mikilvæg fyrir hagsæld á Íslandi. Aukin fjárfesting leiðir til betri samkeppnishæfni og meiri áhættudreifingar. Þess vegna þurfum við að róa öllum árum að því að skapa þannig aðstæður að áhuga­ vert sé að reka fyrirtæki hér á landi. Jafnvel þótt tiltekið fyrirtæki væri alfarið í eigu erlendra fjárfesta en rekið hér á landi þá hefði það í för með sér að rekstrarkostnaður væri innlendur, fyrirtækið myndi greiða hér laun, skatta og önnur opinber gjöld, kaupa aðföng frá íslenskum birgjum og svo framvegis. Við bætist aukin þekking, reynsla og tengsl við alþjóðlegan markað sem er fyrir­ tækjum til hagsbóta og eykur líkur á árangri.“ Á undanförnum árum hafa erlendir vísisjóðir fjárfest umtalsvert í íslenskum vaxtarfyrirtækjum. Það þekktist varla fyrir áratug. „Íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa verið að standa sig betur og það hefur vakið athygli erlendra vísisjóða. Íslenskir vísisjóðir hafa líka unnið ötullega að því að mynda tengsl við erlenda fjárfesta og taka þátt í norrænu sam­ starfi. Á sama tíma hafa fyrirtækin lagt kapp á að koma sér á framfæri erlendis og ræða við fjárfesta. Þessi samvinna er vel til þess fallin að vekja athygli fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum,“ segir hún. Ásthildur bendir á að gott aðgengi að fjármagni sé mikilvægt til að frumkvöðlar geti einbeitt sér í rík­ ari mæli að uppbyggingu fyrirtækj­ anna. Að sama skapi sé skynsamt að fyrirtækin afli nægs fjármagns í fjár­ mögnunarlotum til að stjórnendur þeirra hafi svigrúm til að ná þeim áföngum sem stefnt sé að. Annars fari of mikil orka í að sækja nýtt fé til fjárfesta ótt og títt. Samtalið berst að sjálfbærni. „Á Íslandi eru mikil tækifæri til að gera betur í sjálf bærni. Þær risa­ vöxnu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í umhverfis­ málum verða ekki leystar nema með aukinni nýsköpun, bættri tækni og breyttu neyslumynstri. Ég sit í stjórn Íslandsstofu og sam­ nefnarinn í stefnumótun okkar um tækifæri í útflutningi hér á landi var sjálfbærni. Þar eigum við að vera í fararbroddi.“ Við að loka sjö milljarða vísisjóði Í fyrsta sinn sem rekstrarfélag vísisjóða stofnar sinn þriðja sjóð. Fjárfestarnir eru að stórum hluta sömu lífeyrissjóðir og lögðu fé í fyrri sjóði Frumtaks Ventures. Leggja áherslu á að fá erlenda fjárfesta til liðs við sig við uppbyggingu á nýsköpunarfyrirtækjum. Ásthildur Otharsdóttir segir að við sem þjóð eigum að fagna erlendri fjárfestingu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Frá Marel til Frumtaks Ásthildur, sem sat í stjórn Marels í ellefu ár og var í rúm sjö ár stjórnarformaður fyrirtækisins þar til í mars, réði sig nýverið til Frumtaks Ventures. Hún gegnir starfi fjárfestingastjóra og er á meðal hluthafa. Ásthildur þekkir vel til á nýjum vettvangi því hún var stjórnarformaður Frumtaks Ventures frá árinu 2015 þar til fyrir skemmstu. Blaðamaður spyr hvers vegna hún hafi ákveðið að ráða sig til Frumtaks Ventures og helga sig uppbyggingu sprotafyrirtækja eftir að hafa starfað lengi hjá stórum fyrirtækjum á borð við Marel og Össur. „Það er hollt að staldra við og leiða hugann að því hvert förinni sé heitið. Ég verð ævarandi þakk- lát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í vegferð Marel. Á þeim tíma sem ég starfaði í stjórninni voru keypt átta fyrir- tæki, markaðsvirðið 15-faldaðist og félagið var skráð í kauphöll í Amsterdam. Þegar þeirri hugmynd var gaukað að mér að ganga til liðs við Frumtak Ventures ýtti ég henni satt best að segja til hliðar. Ég var afar sátt við að sitja í stjórn fyrirtækisins og þótti það skemmtilegt. Þegar ég áttaði mig á að komið væri að kaflaskilum fékk ég ráð- gjafa til að aðstoða mig við að teikna upp nokkrar sviðsmyndir fyrir starfsferil minn. Eftir þá vinnu fannst mér blasa við hvað starfið hjá Frumtaki Ventures félli vel að áhugasviði mínu og að þar gæti reynsla mín nýst vel. Ég hef lengi brunnið fyrir mikilvægi þess að efla hugvitsdrifinn iðnað til að tryggja hagsæld á Íslandi. Þegar ég vann við rekstrarráð- gjöf, meðal annars hjá Accenture í Danmörku og á eigin vegum í Bandaríkjunum, og síðar sem lánastjóri hjá Kaupþingi, kom það oft fyrir að mér þótti viðskipta- vinurinn áhugaverðari en fyrir- tækið sem ég starfaði sjálf hjá. Þegar ég starfaði hjá Kaupþingi var Össur uppáhaldsviðskipta- vinur minn og mér tókst að sann- færa stjórnendur fyrirtækisins um að ráða mig til að stýra viðskipta- þróun, taka þátt í kaupum á fyrir- tækjum og fjármagna vöxtinn. Hjá Össuri fékk ég verðmæta innsýn í nýsköpunarumhverfið. Þar áttaði ég mig á því að ég vildi starfa við nýsköpun í alþjóðlegu umhverfi. Eftir fjögur ár hjá Össuri settist ég í stjórn Marels,“ segir hún. Ásthildur situr í stjórn Íslands- stofu og háskólaráði Háskóla Íslands. „Controlant, sem Frumtak 2 á í og sér um dreifingu á COVID-19 bóluefni Pfizer á heimsvísu, og Marel spruttu bæði úr hugmyndum sem urðu til í Háskóla Íslands. Vel menntað fólk er hluti af ástæðunni fyrir frjóum jarðvegi í nýsköpun. Við þurfum að hlúa enn frekar að menntun til að skara fram úr á þessu sviði,“ segir hún. Ásthildur situr jafnframt í ráð- gjafarráði Boards Impact Forum, sem eru samtök stjórnarmanna á Norðurlöndum sem einbeita sér að því að efla sjálfbærni í gegnum stjórnarsetu í fyrirtækjum. Hún sat í stjórn Icelandair Group á árunum 2012 til 2019 og stjórn Marorku 2010 til 2016. Högnuðust hvor um sinn milljarðinn Vísisjóðurinn Frumtak 1 hagnaðist um 1.170 milljónir króna á árinu 2020 samanborið við 45 milljónir árið 2019. Vísi- sjóðurinn Frumtak 2 hagnaðist um 1.023 milljónir króna á liðnu ári samanborið við 34 milljónir króna árið 2019. Hagnaðinn má meðal annars rekja til þess að Frumtak 1 seldi ellefu prósenta hlut í Contr ol- ant, íslensku upplýsingatækni- fyrirtæki sem þróað hefur hugbúnaðarlausnir með sér- staka áherslu á lyfjaiðnaðinn, fyrir nærri tvo milljarða króna. Frumtak 2-sjóðurinn á einnig í Controlant og við það hækkaði bókfært virði eignarhlutarins. Frumtak 2 á jafnframt hlut í heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health sem tryggði sér í lok síðasta árs 20 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, jafnvirði 2,5 milljarða íslenskra króna, til þess að styðja við vöxt félagsins í Evrópu og Bandaríkj- unum. Meniga, sem er sömuleiðis í eignasafni Frumtaks 2, tryggði sér 1,3 milljarða fjárfestingu í fyrra, einkum frá erlendum bönkum. Frumtak 1, sem var stofnaður árið 2008 og á eitt ár eftir af starfstíma sínum, hefur þegar selt fimm af eignum sínum með góðri ávöxtun og eru nú tvö fyrirtæki eftir í eignasafninu. Sjóðurinn seldi 23 prósenta hlut sinn í hugbúnaðarfyrirtækinu MainManager til hins norska View Software við lok árs 2020. Félagið heitir nú Ørn Software og var fyrir skömmu skráð í kauphöll í heimalandi sínu. Hluthafar Opinna kerfa undir­búa sölu á fyrirtækinu. Fjárfestingasjóðurinn MF1 á ríf lega 79 prósenta hlut, Eignar­ haldsfélag Frosta Bergssonar, sem er einn af stofnendum Opinna kerfa og stjórnarmaður, á um 16 prósent og starfsfólk fer með um fimm prósenta hlut. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka annast söluferlið. Mikill viðsnúningur varð á rekstri fyrirtækisins í fyrra eftir breytingar sem ráðist var í fyrir tveimur árum, meðal annars á innra skipulagi félagsins og áherslum í vöruúrvali. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir jókst úr fimm milljón­ um 2019 í 215 milljónir árið 2020. Þá lækkaði rekstrarkostnaður félags­ ins um 100 milljónir á milli ára. Tekjurnar jukust um fimm prósent á milli ára og námu 3,9 milljörðum. Aðspurður hvers vegna MF1 kjósi að selja í Opnum kerfum eftir að hafa átt hlutinn í tæp tvö ár segir Gísli Valur Guðjónsson, framkvæmdastjóri MF1, að megin­ hlutverk sjóðsins sé að veita lán en ekki koma að félögum sem ráðandi hluthafi. Sjóðurinn hafi gripið til þess ráðs að fylgja lánveitingu eftir með því að ganga inn í hluthafa­ hópinn, endurskipuleggja fjárhag­ inn og snúa rekstrinum við. Það hafi gengið eftir og því sé nú góður tími til að kanna sölu á eignarhlutnum. „Það er rökrétt að fá nýja eigendur að félaginu,“ segir hann í samtali við Markaðinn. – hvj Setja Opin kerfi í söluferli Hagnast um 2,5 milljarða  EBITDA Opinna kerfa jókst úr 15 milljónum árið 2019 í 215 milljónir í fyrra. 5 . M A Í 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.