Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 30
Falafel er vinsæll skyndibiti í Miðausturlöndum. Falafel inniheldur blöndu af kjúklinga- baunum, ferskum kryddjurtum og kryddi. Falafel er mótað í bollur sem settar eru í flatbrauð eða pítubrauð. elin@frettabladid.is Talið er að falafel eigi uppruna sinn í Egyptalandi en breiddist síðan hratt út um Miðausturlönd. Hægt er að kaupa falafel á hverju götuhorni á þessum slóðum og gjarnan hjá götusölum. Falafel er upplagður kvöldmatur ef enginn er í stuði fyrir kjöt eða fisk. Hér er uppskrift sem er mjög bragðmikil og góð. Hún miðast við fjóra. 500 g niðursoðnar kjúklingabaunir 1 laukur, fínt skorinn 3 stór hvítlauksrif, fínt skorin eða pressuð 2 msk. kartöflumjöl 2 tsk. cumin 2 msk. kóríanderfræ, ristuð og möluð í mortéli ½ tsk. chilli-pipar ¼ tsk. kardimommur ½ dl hökkuð steinselja ½ dl ferskt kóríander, smátt skorið ½ tsk. salt Nýmalaður pipar Olía til að steikja Meðlæti: Flatbrauð Hummus Salat Agúrka Tómatar Rauðlaukur Söxuð blaðsteinselja Dressing 2 msk. tahini 2 msk. sítrónusafi 2 dl grísk jógúrt 1 hvítlauksrif, pressað Hellið vökvanum af baununum. Skolið þær í köldu vatni og þerrið. Setjið í matvinnsluvél með lauk og hvítlauk og maukið. Bætið við kart- öflumjöli (má vera hveiti), cumin, kóríanderfræjum, chilli og kardi- mommum. Maukið allt saman í gott deig og bragðbætið með salti og pipar. Mótið deigið í bollur, litlu stærri en sænskar kjötbollur. Steikið upp úr olíu. Hrærið öllu saman sem á að fara í dressinguna og berið fram með bollunum ásamt brauðinu, salati, hummus, gúrkum, tómötum, rauð- lauk og chilli-pipar. Gott flatbrauð Þetta brauð passar einstaklega vel með falafel og grænmeti. Upp- skriftin á að duga í sex brauð. 25 g pressuger 3,5 dl volgt vatn 1 msk. sykur 500 g hveiti ½ msk. vatn 2 msk. olía Látið gerið í volgt vatnið og látið leysast upp með sykrinum. Setjið hveiti, salt og olíu í hrærivél og notið hnoðara. Bætið gerinu og vatninu saman við og hnoðið. Látið hefast undir plastfilmu þar til deigið hefur tvöfaldast. Deilið deiginu í sex jafnstóra bolta og látið standa í tíu mínútur undir rökum klút. Fletjið hvern og einn út eins og pitsu. Deigið á að vera ½ til 1 cm á þykkt. Steikið brauðið á báðum hliðum á þurri heitri pönnu. Geymið það undir viskustykki þar til öll eru bökuð. Best er að bera þau fram glæný. Falafel í flatbrauði Falafel í brauði er góður grænmetisréttur sem á ættir að rekja til Miðausturlanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Falafel er vinsæll matur hjá götu- sölum og í matarvögn- um í Miðausturlöndum en rétturinn var fundinn upp í Egyptalandi. Tómatsúpa sem bragð er af og hollustan í fyrirrúmi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tómatsúpa er alltaf góð. Það er auðvelt að útbúa hana og frábært að taka með sér afgang í nesti. Súpan er stútfull af vítamínum og hollustu. Uppskriftin miðast við fjóra. Það er hægt að nota smá- tómata ef fólk vill frekar. 1 laukur 2 stór hvítlauksrif 1-2 msk. tómatpuré 500 g tómatar 1 dós niðursoðnir tómatar í bitum 5 dl kjúklingakraftur 2 tsk. sykur 1 msk. þurrkaðar chilli-flögur Salt og pipar eftir smekk Meðlæti: Sýrður eða þeyttur rjómi Fersk basilíka Parmesanostur Brauðteningar Skerið lauk og hvítlauk smátt. Skolið tómatana og skerið til helminga. Fjarlægið fræin og stilka. Hakkið tómatana. Hitið olíu í potti og steikið lauk og hvít- lauk yfir miðlungshita þar til þeir mýkjast. Bætið við tómatpuré og hrærið. Því næst eru ferskir tómatar og tómatar úr dós settir út í, kjúklingakraftur, sykur, chilli, salt og pipar. Þá er smátt skorin basilíka sett úti. Hrærið og látið súpuna malla í 20-25 mínútur með lokið hálfa leið yfir. Notið töfrasprota til að mauka súpuna og bragðbætið með salti og pipar eða sykri eftir því sem þarf. Setjið súpuna á diska og stráið basilíku ofan á ásamt rjóma og parmesanosti. Steikið dagsgamalt brauð í ólífuolíu eða bakið í ofni við 200°C, skerið í bita og hafið með súpunni. Klassísk tómatsúpa Vinsælustu Mandarina Duck töskurnar komnar aftur! KÍKTU VIÐ HJÁ OKKUR Á ÓÐINSGÖTU 1, 101 REYKJAVÍK Sími 8341809 BOEL boelisland Opið virka daga 12-18 laugardaga 12-16 www.boel.is Crossover, tau svört kr. 21.500 Crossover, tau mosagræn kr. 21.500 Leður crossover svört kr. 32.000- Leður crossover indian tan kr. 32.000- Leður bumbag svört kr. 25.900- Leður bumbag indian tan kr. 25.900- Mandarina Duck er ítalskt töskumerki þekkt fyrir gæði, gott skipulag og alltaf smart. NÝTT NÝTT 4 kynningarblað A L LT 5. maí 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.