Fréttablaðið - 03.06.2021, Side 4

Fréttablaðið - 03.06.2021, Side 4
RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GERIÐ VERÐSAMANBURÐ  benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Kannski má halda því fram að það sé í lagi ef á að horfa á f lug sem hluta almenningssam- gangna, en þá er það spurning um hvort ekki sé réttara samkvæmt lögum að bjóða þjónustuna út. Allavega, það eru margar spurn- ingar í þessu,“ segir þingkonan Anna Kolbrún Árnadóttir sem lagði inn fyrirspurn til Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, um innan- landsflug, í síðustu viku. Samkvæmt lögum þingsins á Sigurður Ingi að svara innan 15 daga en Anna Kol- brún hefur litla trú á því. Segir að svartíminn á Alþingi sé alls ekki svo góður. Í þeim fimm spurningum sem Anna Kolbrún spyr er meðal annars spurt hverjar séu forsendur þess að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur sé ekki ríkisstyrkt eins og f lestir aðrir áfangastaðir. Ice- landair f lýgur til Reykjavíkur, Ísa- fjarðar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og Akureyrar og nýtur ríkisábyrgð- ar. „Það er nánast hægt að halda því fram að Icelandair sé að skapa sér yfirburðastöðu í samkeppni um innanlandsflug, hafa fengið ríkis- styrk og hafa ríkisábyrgð upp á 19 milljarða,“ segir hún. Rannsóknarþjónusta Alþingis tók saman nokkur svör fyrir hana þar sem kom fram að rúmlega 60 þúsund landsmenn, sem búa fjarri höfuðborginni, geta fengið innan- landsflug til Reykjavíkur niðurgreitt af ríkinu um 40 prósent, þrjár ferðir á ári. En svörin voru almenns eðlis og fjölluðu lítið um Húsavíkurflugvöll. „Upplýsingarnar gáfu mér ekki fullnægjandi svör vegna Húsavíkur. Þvert á móti, svo ég hafði samband við Framsýn stéttarfélag sem sagði vissulega loftbrúna gagnast öllum, en flug er samt sem áður ríkisstyrkt með útboðum til f lestra flugvalla á Íslandi nema Húsavíkur. Þess vegna hef ég áhyggjur af flugi þangað með Flugfélaginu Erni, þar sem enginn stuðningur er við þetta flug,“ segir Anna Kolbrún. ■ Spyr um ríkisstyrk til allra nema Húsvíkinga Anna Kolbrún hefur áhyggjur að flug- völlurinn á Húsavík drabbist niður og verði ónýtur fyrir sjúkraflug ef íbúum verði gert skylt að fara á Akureyri að fljúga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM  kristinnhaukur@frettabladid.is ATVINNUMÁL Atvinnustig fólks utan Evrópusambandssvæðisins er hátt hér á Íslandi, rúmlega 72 prósent. Þetta kemur fram hjá Eurostat, töl- fræðistofnun Evrópusambandsins. Svipar Íslandi til Austur-Evrópu- ríkja á borð við Pólland, Tékkland og Rúmeníu að því leyti en þar er hlutfall innflytjenda utan ESB afar lágt. Af Vestur-Evrópuríkjum er aðeins Malta fyrir ofan Ísland. Í Danmörku er hlutfallið 62 prósent, 60 í Nor- egi og rúmlega 50 í Svíþjóð. Þegar kemur að atvinnuþátttöku fólks frá öðrum ESB- eða EES-ríkjum er hlutfallið á Íslandi 78 prósent, sem er nokkuð undir hinum Norður- löndunum og mjög á pari við með- altal álfunnar. Eurostat reiknar út atvinnuþátttöku út frá hlutfalli 20 til 64 ára á vinnumarkaði. Að lokum er mæld atvinnuþátt- taka eigin þegna og þar er Ísland með tæplega 83 prósenta hlutfall og í þriðja sæti í álfunni, á eftir Sviss og Svíþjóð. ■ Hátt atvinnustig hjá fólki utan EES Atvinnuþátttaka er mikil á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ísland er í þriðja sæti í atvinnuþátttöku eigin þegna. Samkvæmt nýrri hvítbók um byggðamál á að dreifa ríkis- störfum með jafnari hætti en fyrr út fyrir suðvesturhorn landsins. Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu segir að slíkur flutningur eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér og að hugsa verði byggðamálin heildrænt fyrir landið.  kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Samtök sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu, SSH, telja að flutningur opinberra starfa út á landsbyggðina eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér. Einnig að hætta verði að líta á höfuðborgar- svæðið og landsbyggðina sem and- stæðar fylkingar. „Það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að dreifa störfum ef í því felst ekki hagkvæmni fyrir sam- félagið,“ segir Páll Björgvin Guð- mundsson, framkvæmdastjóri SSH. „Hvert tilfelli þarf því að meta hlut- lægt og faglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnaráðherra, birti í maí stefnumótandi byggða- áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára, svokallaða hvítbók um byggðamál til samráðs. Þar er meðal annars fjallað um staðarval ríkisstarfa, störf án staðsetningar og fjarvinnslustöðvar. Verði stuðl- að að því að dreifa ríkisstörfum með jafnari hætti, út fyrir hið svo- kallaða Hvítár-Hvítár-svæði. Það er frá Borgarnesi að Selfossi, sem sé vinnusóknarsvæði borgarinnar. Muni stofnanir fá framlag fyrir allt að 80 prósentum af kostnaði við hvert slíkt stöðugildi. Bent hefur verið á að halli á lands- byggðina þegar kemur að ríkis- störfum. Á höfuðborgarsvæðinu búi 64 prósent landsmanna, en þau hafi 71 prósent opinberra starfa. Ýmsar stofnanir hafa hins vegar verið færðar á landsbyggðina, svo sem Fæðingarorlofssjóður til Hvamms- tanga, Fiskistofa til Akureyrar og Greiðslustofa atvinnuleysistrygg- inga til Skagastrandar. Aðspurður um einstaka flutninga segir Páll að SSH hafi ekki skoðanir á þeim. „Það er skoðun SSH að andinn í byggðaáætlunum sé yfirleitt á þá leið að í megindráttum er ekki verið að horfa á þessa stefnumótun fyrir landið í heild,“ segir Páll. „Eðlilega, miðað við núverandi löggjöf, er áherslan á almennar og sértækar byggðaaðgerðir á landsbyggðinni, en það verður að horfa á verkefni byggðamála út frá öllu landinu, þar á meðal höfuðborgarsvæðinu.“ Bendir hann á að á höfuðborgar- svæðinu starfi öflug fyrirtæki sem geti stutt við landsbyggðina, svo sem í samgöngum og úrgangsmálum. Saknar hann þess að enn hafi ekki verið gerð höfuðborgaráætlun, eins og stefnt hafi verið að í fyrri byggða- áætlunum. Rétt eins og landsbyggðin verði höfuðborgarsvæðið að vera samkeppnishæft. „Eins og bent er á í hvítbók um byggðaáætlun þarf að bregðast við harðnandi, alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki,“ segir Páll. „Því þarf í byggðaáætlun að leggja áherslu á samkeppnishæfni landsins alls og þar verður höfuðborgarsvæðið ekki undanskilið.“ ■ Flutningur opinberra starfa út á land eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér Magnús Stefáns- son félagsmála- ráðherra og Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofs- sjóðs, við opnun stofnunarinnar á Hvammstanga árið 2007. MYND/ STJÓRNARRÁÐIÐ Hvert tilfelli þarf því að meta hlutlægt og faglega. Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmda- stjóri SSH. 4 Fréttir 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.