Fréttablaðið - 03.06.2021, Page 13
Kjósi VG að hefja
samstarf við einhverja
af stjórnarandstöðu-
flokkunum, að Mið-
flokknum fráskildum,
þarf hreyfingin að taka
upp fyrri stefnu um
tímabundinn einka-
rétt, því að það er
sennilega stærsta prin-
sippmál kosninganna.
Ólafur Harðarson prófessor í stjórn-
málafræði sagði eftir umræður leið-
toga stjórnmálaflokka í Silfrinu í
byrjun vikunnar að Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra réði því
hvernig ríkisstjórn yrði mynduð að
kosningum loknum.
Þetta var eðlilega sagt með fyrir-
vara um úrslit kosninga. En margt
bendir til þess að prófessorinn hafi
þarna hitt naglann á höfuðið eins og
sakir standa.
Kosningarnar geta vitaskuld
breytt þessari mynd.
Nýtt flokkakerfi
Segja má að þessi nýja staða á tafl-
borði stjórnmálanna marki enda-
lok f lokkakerfis tuttugustu aldar.
Framsókn hafði álíka lykilstöðu
lengst af á síðustu öld. Alþýðu-
flokkurinn og Sjálfstæðisf lokkur-
inn gátu þó við réttar aðstæður
losað sig úr þeirri pólitísku bónda-
beygju.
Að þessu leyti er staða VG senni-
lega sterkari nú en Framsóknar á
sínum tíma. Orsakirnar eru marg-
víslegar og eiga rætur í innri og ytri
aðstæðum.
Landsliðseinvaldur
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli Ástæðurnar
Helsta ástæðan er sú að VG hefur
smám saman þróast úr róttækum
flokki yfir í praktískan valdaflokk.
Hann er ekki beinlínis á miðjunni
en verður þar að meðaltali með því
að vinna ýmist til hægri eða vinstri.
Forysta Sjálfstæðisflokksins bjó
til aðra helstu ástæðuna með þeirri
staðhæfingu að pólitískur stöðug-
leiki væri ómöguleiki án VG. Þetta
er enn þungamiðjan í málflutningi
hennar fyrir komandi kosningar.
Í þriðja lagi hefur Samfylkingin
styrkt þessa stöðu VG með því að
útiloka samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn.
Loks eiga persónulegar vinsældir
Katrínar Jakobsdóttur hlut að máli.
Einar og sér hefðu þær þó ekki dugað
til að koma flokknum í þessa ein-
stöku stöðu.
Í umræðum leiðtoganna kom
fram að efnahagsmálin og auð-
lindamálin verða fyrirferðarmikil í
komandi kosningum. Fróðlegt er að
skoða þau í ljósi þeirrar kenningar að
formaður VG verði eins konar lands-
liðseinvaldur við val í næstu stjórn.
Efnahagsmálin
Stöðugleiki krónunnar er stærsta
viðfangsefnið á sviði efnahagsmála.
Um markmiðið er ekki ágreiningur.
En tekist er á um tvær leiðir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fall-
ist á þá almennt viðurkenndu hag-
fræðikenningu að gjaldeyrishöft
séu nauðsynleg til að styðja við
krónuna. Frumvarp um það efni
liggur nú fyrir Alþingi.
Viðreisn vill halda krónunni en
í stað hafta leita eftir stöðugleika-
samstarfi við Evrópusambandið
líkt og Danir gera. Þingsályktun um
það efni liggur líka fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn er á móti
öllu frekara samstarfi við Evrópu,
mest af ótta við að missa atkvæði
til Miðflokksins. Hann vill fremur
fórna viðskiptafrelsinu. Forysta VG
getur lifað með því, þó að í baklandi
VG séu frjálslyndari viðhorf til Evr-
ópusamstarfs.
Líkurnar á að viðhalda megi sams
konar viðskiptafrelsi í gjaldeyris-
málum og grannlöndin njóta eru
því heldur meiri ef VG kýs að hætta
samstarfinu við Sjálfstæðisf lokk-
inn. Það er ein birtingarmynd nýs
flokkakerfis.
Auðlindamálin
Í auðlindamálum snýst ágreining-
urinn um það hvort einkaréttur til
nýtingar á auðlindum í þjóðareign
eigi að vera tímabundinn.
Sjálfstæðisf lokkurinn og Mið-
flokkurinn vilja að einkarétturinn
verði áfram ótímabundinn í sjávar-
útvegi en tímabundinn varðandi
allar aðrar auðlindir.
VG og Framsókn fylgja þeirri
afstöðu, þvert á stefnu sína, til að
rugga ekki stjórnarsamstarfinu og
halda opnum möguleika á fram-
haldi þess.
Afsökunarbeiðni Samherja um
helgina þjónaði aðallega þeim
tilgangi að auðvelda Sjálfstæðis-
flokknum að halda samstarfsflokk-
unum í þessari klemmu.
Kjósi VG að hefja samstarf við
einhverja af stjórnarandstöðuflokk-
unum, að Miðflokknum fráskildum,
þarf hreyfingin að taka upp fyrri
stefnu um tímabundinn einkarétt,
því að það er sennilega stærsta prin-
sippmál kosninganna.
Þverstæðan
Í þessum tveimur stóru málum
birtist málefnaleg þverstæða miðað
við fyrri tíma. Í báðum tilvikum eru
frjálslynd viðhorf líklegri til þess að
verða ofan á ef VG kýs að vinna með
öðrum en Sjálfstæðisflokknum.
Samtök atvinnulífsins veita Sjálf-
stæðisflokknum skjól til að velja
höft fremur en samstarf innan EES-
samningsins um viðskiptafrelsi og
stöðugan gjaldmiðil. Eigi að síður
hlýtur það að vera afar erfið pólitísk
ákvörðun.
Stærstu útvegsfyrirtækin njóta
einnig stuðnings Samtaka atvinnu-
lífsins til að verja ótímabundinn
einkarétt á nýtingu fiskveiðiauðlind-
arinnar þvert á meginregluna, sem
gildir um aðrar auðlindir. Það er líka
mikið áhættumál fyrir pólitíkina.
Að öllu virtu er auðlindamálið lík-
legast til þess að veikja stöðu lands-
liðseinvaldsins á kjördag. n
Hildur
Sverris
dóttir
3.– 4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Stjórnmál
skipta máli
„Stjórnmál eiga að standa vörð um
frelsi fólks og láta yfirvegun og heildar-
hagsmuni ráða ferðinni.“
Skoðun 13FIMMTUDAGUR 3. júní 2021