Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 17
KYNN INGABLAÐ ALLT NÝRMIÐI!Þú getur unnið fjórum sinnum!Finndu féog vinndu fé! FIMMTUDAGUR 3. júní 2021 thordisg@frettabladid.is Þegar íslenskt sumar er hlýtt og blítt gefast tækifæri til létt- ari klæðnaðar, stuttbuxna og stuttra pilsa. Mínípilsið sást fyrst í enskum búðarglugga hinnar goðsagnakenndu tískuverslunar Bazaar í Lundúnum árið 1963. Það sló strax í gegn, ekki síst á meðal yngri kvenna og táningstelpna. Í kjölfarið og allan sjöunda ára- tuginn urðu mínípils hæstmóðins og allsráðandi í tískuheiminum, en þau þykja marka upphaf ensku götutískunnar. Breska fatahönnuðinum Mary Quant er jafnan þökkuð tilurð mínípilsins, sem og franska tísku- hönnuðinum André Courréges. Mínípils voru þó auðvitað til áður en Mary Quant sigraði tísku- heiminn með sínu örstutta pilsi og má til dæmis nefna dansarann Jósefínu Baker sem klæddist stuttu pilsi gerðu úr banönum á þriðja áratugnum. Konur á almannafæri sáust hins vegar ekki í mínípilsum fyrr en eftir 1963. Áður sáust konur klæðast þeim í íþróttum og dansi, svo sem í tenniskeppnum og á listskautum, en einnig klappstýrur. Mínípils kallast pils sem eru með fald fyrir ofan hné, yfirleitt um mitt læri og ekki síðara en tíu sentimetrum fyrir neðan rass. Eftir því sem árin liðu hækkaði faldurinn enn meir og árið 1966 höfðu sumir hönnuðir fært faldinn upp og enn ofar á lærið en þá var algengt að klæðast litríkum sokka- buxum við. n Tími mínípilsa Mínípils eru bæði falleg og kvenleg. Árni Rudolf fyrir framan Fish and Chips-vagninn. Þessi breski þjóðarréttur nýtur mikilla vinsælda jafnt hjá Íslendingum sem og erlendum ferðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á vinsældalista ferðamanna Árni Rudolf og kona hans, Ásdís Jónsdóttir, reka Fish and Chips-vagninn við Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn. Þar hefur vagninn fast aðsetur yfir sumarmánuðina og hefur notið mikilla vinsælda. Fish and Chips-vagninn er meðal fyrstu matsöluvagna í Reykjavík. 2 Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.