Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 20
 Það var frábært að vinna með Lond- ynn og hanna fyrir Grammy verðlauna- hátíðina árið 2020 og er það eitt af mínum uppá- halds mómentum sem ég hef upplifað. Karen Kice Sjöfn Þórðardóttir sjofn@ frettabladid.is Karen Kice er efnilegur, sjálf- lærður fatahönnuður sem hefur þegar látið til sín taka í Bandaríkjunum og vakið athygli fyrir sína glæsilegu og frumlegu hönnun, þar sem hennar listrænu hæfi- leikar skína í gegn. Hún hefur hannað kjóla og flíkur á fjölda stjarna vestanhafs og fengið lof fyrir. „Eftir grunnskóla lá leið mín í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti þar sem ég tók nokkrar annir en ég fann mig ekki í skólanum. Ég var ekki með áhuga á neinu sem ég var að læra þar, það virtist ekkert fag né áfangi heilla mig svo ég fór aðrar leiðir.“ Karen hætti í náminu og fór út á vinnumarkaðinn og vann fullt starf á kaffihúsum ásamt öðrum hlutastörfum. „Ég leiði stundum hugann að því í dag hvort ég hefði fundið mig í fatahönnun í fjölbraut en á þessum tíma datt mér aldrei í hug að prófa það fag né önnur listræn fög. Eina sem ég saumaði í grunnskóla var klassískur koddi, það var allt og sumt,“ segir Karen og bætir því við að hún hafi engu að síður alltaf haft áhuga á list. Fór að leika í Bandaríkjunum Árið 2013 flutti Karen til Banda- ríkjanna, nánar tiltekið til Atlanta í Georgíu. „Ég byrjaði að leika í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og var jafnframt módel á nokkrum tískusýningum. Sumir myndu halda að því fylgdi frægðarljómi og gleði, en það var bara ekkert eins gaman og ég hélt. Ég var ekkert hrifin af því að láta fólk ráðsk- ast með mig, til að mynda segja mér hvernig ég átti að haga mér og hvernig ég ætti að líta út. Ég fylgdist með hönnuðunum sem sáu um að klæða okkur og fannst það mjög áhugavert. Þeir voru í þægilegum fötum og gátu gert það sem þeir vildu. Svo var það sem heillaði mig mest. Ég elskaði að sjá fötin sem hönnuðirnir hönnuðu og hugsaði, ef þeir geta þetta af hverju ætti ég ekki að geta þetta?“ Karen fann sig þá loksins í því fagi sem hún nýtur sín best í og hefur ástríðu fyrir. „Ég fór og keypti mér saumavél og lærði sjálf að hanna og sauma með því að horfa á myndbönd og æfa mig. Um það bil ári síðar byrjuðu fjöl- skyldumeðlimir mínir og vinir að sýna f líkunum áhuga sem ég var að hanna og sauma. Fólk var farið að kaupa kjóla og f leiri f líkur hannaðar af mér og eftir þetta kviknaði neisti í mér sem logar enn.“ Hannar kjóla á stjörnurnar í tónlistarheiminum Glæsilegur klæðnaður sem Londynn klæðist hér á Grammy-verð- launahátíðinni. MYNDIR/AÐSENDAR Hannar á stjörnurnar vestanhafs Í dag er Karen að hanna stórglæsi- lega glamúr- og galakjóla sem fanga augað og hafa vakið verð- skuldaða athygli. „Ég trúi stundum ekki sjálf að ég hafi hannað og saumað þá sjálf. Kjólarnir mínir eru stoltið mitt, svolítið eins og börnin mín. Það er ólýsanleg tilfinning og mikill heiður að sjá hönnun mína á Grammy verð- launahátíðinni, Netflix, BET verðlaunahátíðinni, tónlistar- myndböndum, á New York tísku- vikunni og hreinlega út um allt á samfélagsmiðlum.“ Karen er meðal annars hönnuður- inn hennar Londynn b., rappara sem vann 3. sætið fyrir Netflix þættina Rhythm N. Flow með Cardi B.T.I. og Chance The rapper. „Það var frábært að vinna með Londynn og hanna fyrir Grammy verðlaunahátíðina árið 2020 og er það eitt af mínum uppáhalds mómentum sem ég hef upplifað.“ Karen hefur hannað fyrir fleiri þekktar stjörnur eins og Derez Des- hon, sem er mjög frægur rappari, Kissie Lee, söngkonu sem syngur oft með Keke Wyatt, sem er ein af þeim stóru í stjörnuheiminum, og loks má líka nefna Renni Rucci. Karen hannaði þennan fallega brúðarkjól en það þykir henni mjög gaman. Það er ákveðin áskorun að vera frumlegur og skapa listaverk, segir Karen meðal annars . ekki tískustraumum, ég bý til mína tískulínu sjálf og það má með sanni segja að fatahönnunin sé mitt draumastarf, ég lifi fyrir það.“ Karen stefnir að því að opna sína eigin verslun á næstu árum og langar mikið til að gera meira á þessu sviði. „Mig langar mikið til að vera með mína eigin tísku- sýningu á Íslandi einn daginn. Það væri æðislegt að sýna fólkinu heima hönnunina mína. Svo er stefnan að halda áfram að hanna fleiri kjóla á stjörnurnar. Ballið er bara rétt að byrja,“ segir Karen og er spennt fyrir framtíðinni. n Öðruvísi hönnunarstíll – glamúr með keim af götutísku Karen hefur ávallt haft áhuga á list og elskar hún að vera öðruvísi, skera sig úr og vekja athygli. „Ég hef ávallt verið skapandi og frumleg, það sem var í tísku hverju sinni náði aldrei athygli minni. Það má segja að ég hanni og búi til mína eigin tískulínu.“ Þegar Karen er beðin um að lýsa hönnunarstíl sínum segir hún að það sé glamúr með keim af götu- tískunni. Innblástur sinn sækir Karen víða og segir að hann komi frá mörgum stöðum. „Stundum vakna ég með hugmyndir og stundum kemur innblásturinn yfir mig þegar ég byrja að sauma.“ Áttu þér þína uppáhaldsf lík eða f líkur sem þú hefur hannað? „Já, það er hellingur sem er uppáhalds hjá mér. Prom og brúðarkjólarnir, auk þess sem ég elska að hanna flíkur og kjóla fyrir tónlistarfólk, það er ákveðin áskorun og í lagi að vera frumlegur. Að hanna listaverk fyrir listamenn er eitt af mínum uppáhaldsverk- efnum.“ Eigið tískuvörumerki Karenar heitir KICE Collection Sjálf á Karen líka sína uppáhalds- hönnuði. „Ég er mjög hrifin af Rachael Mills, Zigman og Valdrin Sahiti. En þegar kemur að tísku- vörumerki þá er KICE Collection uppáhalds. Ég er ekki mikið fyrir merkjavöru, ef mér finnst eitthvað flott skiptir það mig engu máli hvaða merki það er.“ Þegar kemur að litavali, fylgir þú tískustraumunum hverju sinni eða áttu þér þína uppáhaldsliti sem þér finnst skemmtilegast að vinna með? „Í sannleika sagt þá fylgi ég Karen Kice er að gera góða hluti í Bandaríkj- unum. 4 kynningarblað A L LT 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.