Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.06.2021, Qupperneq 24
Hjá Kópavogsbæ hefur lengi verið vilji til að gera snemm- tækan stuðning að forgangsmáli í þjónustu við börn og fjölskyldur. Verklag hefur þar verið mótað í samstarfi mennta- og velferðar- sviðs til að auka samvinnu, meðal annars á milli leik- og grunnskóla, frístunda úrræða og velferðarsviðs með hagsmuni barna og fjöl- skyldna að leiðarljósi. „Við vitum að árangur af stuðningi og úrræð- um er meiri og betri ef brugðist er við markvisst um leið og vandi birtist og bið eftir þjónustu er lág- mörkuð,“ segir Jóhanna Lilja Ólafs- dóttir, verkefnastjóri snemmtæks stuðnings og samfelldrar þjónustu hjá Kópavogsbæ. Snemmtækur stuðningur er margvíslegur hjá Kópavogsbæ og nær yfir úrræði sem veita börnum og fjölskyldum stuðning um leið og þörf vaknar. Þannig berst réttur stuðningur á réttum tíma. „Við leggjum áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir ásamt árangursríkum stuðningi sem miðar að því að bregðast snemma við erfiðleikum til að koma í veg fyrir að þeir aukist. Snemmtækur stuðningur Snemmtækur stuðningur er ekki eingöngu veittur á vegum velferð- arsviðs. Þvert á móti taka margir mismunandi þjónustuaðilar þátt í að veita hann. Hjá Kópavogsbæ er í gangi fjöldi mismunandi úrræða og verkefna inni í leik- og grunnskólum og annars staðar í nærumhverfi barna, sem öll miða að snemm- tækum stuðningi eða inngripum í aðstæður barna og fjölskyldna,“ segir Jóhanna. Nýjar reglur bæta þjónustu Velferðarsvið Kópavogs er að þróa áfram þjónustu til að mæta þörfum íbúa bæjarins betur. „Fyrr á árinu voru samþykktar nýjar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur, í bæjarstjórn Kópavogs. Þar er fjallað um þann stuðning sem veittur er foreldrum, forsjáraðilum og eftir atvikum Við leggjum áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir ásamt árangursríkum stuðningi sem miðar að því að bregðast snemma við erfiðleikum til að koma í veg fyrir að þeir aukist. Réttur stuðningur á réttum tíma Jóhanna Lilja segir að það sé lykilatriði að foreldrar og fólk sem starfi náið með börnum viti um þau stuðningsúr- ræði sem standi til boða á vegum sveitar- félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Víða hafa sveitarfélög leitað leiða til að auka snemm- tækan stuðning og samfellu í þjónustu þvert á mála- flokka. Markmiðið er að lág- marka bið eftir þjónustu og leita bestu mögulegu lausna fyrir börn og fjölskyldur sem glíma við vanda. þjónustu í þágu farsældar barna og styðja einnig við hugmyndir um barnvæn sveitarfélög, innleiðingu Barnasáttmálans og ríkjandi hug- myndafræði um sjálfstætt líf í mál- efnum fatlaðs fólks,“ segir Jóhanna. Þegar umsókn um ráðgjöf eða stuðning fyrir börn og fjölskyldur berst fer fram mat á stuðnings- þörfum fjölskyldu, sem er gert í samvinnu við umsækjanda og ráð- gjafa og tekur mið af þörfum fjöl- skyldunnar. Við mat á stuðnings- þörf er horft til heildaraðstæðna fjölskyldunnar og skipulags daglegs lífs. Ákvörðun um hvaða stuðningur verður veittur byggir á mati á stuðningsþörfum. Mikilvægt að ná til sem flestra Jóhanna var ráðin 1. desember 2020 inn í nýtt stöðugildi á vel- ferðarsviði Kópavogs sem verk- efnastjóri snemmtæks stuðnings. „Mitt hlutverk er meðal annars að annast fræðslu um stuðning velferðarsviðs og starfsemi barna- verndar Kópavogs fyrir foreldra leikskólabarna og foreldra barna sem eru að hefja grunnskóla- göngu,“ segir Jóhanna. Nýrri stöðu fylgir fræðsla til starfsmanna leikskóla og yngsta stigs grunnskóla um stuðning velferðarsviðs, starfsemi barna- verndar og mikilvægi tilkynninga til barnaverndar. Samstarf við heilsugæslu verður eflt og áhersla lögð á skipulagða samvinnu við mæðra- og ungbarnavernd. Kynningar um starfið „Í vor byrjaði ég að halda kynn- ingar fyrir dagmæður starfandi í Kópavogi, leikskólastjóra og sér- kennslustjóra í öllum leikskólum bæjarins. Einnig held ég kynningar á starfsmannafundum eða starfs- dögum hvers leikskóla, í samráði við stjórnendur. Þá stefni ég á að fara á fundi fyrir foreldra barna sem eru að hefja leikskólagöngu. Kynningar fyrir starfsmenn á yngsta stigi grunn- skóla og fræðsla til foreldra barna sem eru að hefja grunnskólagöngu eru enn í mótun og stefni ég á að hitta skólastjórnendur grunnskóla Kópavogs í haust. Með aukinni fræðslu og sam- tali við foreldra og starfsfólk sem vinnur náið með börnum, viljum við stuðla að því að fleiri hafi upp- lýsingar um þann stuðning sem stendur til boða og að auðveldara verði fyrir fjölskyldur að leita til velferðarsviðs eftir stuðningi. Þá verður hægara fyrir þau sem starfa í nærumhverfi barna og fjöl- skyldna að leiðbeina fjölskyldum sem þurfa stuðning, á réttan stað. Samvinna verður líka vonandi farsælli þegar við þekkjum betur hvernig mismunandi þjónustu- aðilar og stofnanir sem koma að börnum og fjölskyldum starfa. Einnig vonum við að aukin fræðsla um starfsemi barna- verndar og tilkynningarskylduna auki líkur á því að aðkoma barna- verndar að málefnum barna verði tryggð um leið og áhyggjur vakna hjá starfsmönnum í nærumhverfi þeirra,“ segir Jóhanna. Hægt er að nálgast upplýsingar um stuðning við börn og fjöl- skyldur á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is eða með því að hafa samband við þjónustuver Kópavogs í síma 441-0000. vistunaraðilum, við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldis- hlutverki sínu svo þeir geti búið börnum sínum örugg og þroska- vænleg uppeldisskilyrði. Einnig er stuðningurinn til handa börnum og fjölskyldum þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og eða vegna félagslegra aðstæðna. Þessar nýju reglur eru í takti við nýjar hugmyndir stjórnvalda um samþættingu Við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er einkum horft til fjögurra greina í Barnasáttmálanum. 2. greinin: Stjórnvöld eiga að tryggja að öll börn njóti réttinda Barnasáttmálans. 3. greinin: Stjórnvöld eiga ávallt að gera það sem barni er fyrir bestu og huga að því hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa á börn. 6. greinin: Stjórnvöld eiga að tryggja að öll börn fái að lifa og þroskast og efla styrkleika sína. 12. greinin: Stjórnvöld eiga að hlusta eftir hugmyndum barna, bera virðingu fyrir skoðunum þeirra og taka tillit til þeirra við ákvarðanatöku. Þessar fjórar greinar hafa verið hafðar að leiðarljósi við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi. Grunnstoðir Barnasáttmálans 4 3. júní 2021 FIMMTUDAGURKÓPAVOGUR BARNVÆNT SVEITARFÉLAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.