Fréttablaðið - 03.06.2021, Page 46

Fréttablaðið - 03.06.2021, Page 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Gestum og gangandi gefst tækifæri til að reyna að halda sér á baki skúlptúrs sem sveiflast fram og til baka líkt og tuddi á kúrekasýningu, á sýningunni Ride the Art, sem verður opnuð í Myndhöggv- aragarðinum á laugardaginn. kristlin@frettabladid.is Myndlistarkonurnar Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guð- laugsdóttir, opna á laugardaginn sýninguna Ride the Art. Þær sækja innblástur úr tveimur ólíkum áttum, annars vegar frá andrúms- lofti svokallaðra Rodeo- eða kúreka- sýninga og hins vegar til klassíska myndhöggvarans Auguste Rodin. „Skúlptúrinn sjálfur er eftirmynd af Hugsuðinum eftir Rodin, en hann er byggður utan um vélrænt naut,“ útskýrir Tara. Tækið sjálft líkir eftir nautgripareið, áhættuíþrótt sem löngum hefur notið mikilla vin- sælda meðal kúreka í Bandaríkj- unum. Hugsuðurinn er skúlptúr sem listamennirnir telja vera dæmi um hreina framsetningu og tákn listarinnar. „Þetta er fyrsti skúlptúr margra og hefur orðið að eins konar heimspekitákni.“ Klífa upp á tuddann Gestum er boðið að taka áhættu í listinni með því að stíga á bak og reyna að falla ekki úr hnakkinum. „Fyrir suma er sjálf tilhugsunin um að klífa upp á tuddann og sveiflast fram og aftur nógu mikil áskorun,“ segir Silfrún og ítrekar að enginn verði skikkaður á bak. „Okkur fannst mikilvægt að listin væri með sitt eigið óstjórnlega afl og að við værum ekki að hafa áhrif á það,“ segir Tara. „Listin hefur nátt- úrulega sitt eigið afl, maður sér það bara ekki alltaf svona skýrt,“ skýtur Silfrún inn í. Listamenn taki sífellt áhættu í list sinni og sköpun og telur tvíeykið það vera táknrænt að gestir geti mætt listinni á þennan hátt. Enginn þarf þó að hafa áhyggjur af því að slasa sig í gjörningnum. „Öryggi er búið að vera í forgangi hjá okkur og við erum með risa öryggis- dýnu undir skúlptúrnum.“ Mynd- listarkonurnar hafa þó hvorug stigið á bak sjálfar, en fullvissa blaðamann um að þetta virki. „Vélin verður ekki færð út í garð fyrr en á laugardaginn og þá prófum við þetta áður en sýningin byrjar. Við vitum samt að vélin virkar, skúlptúrinn virkar og dýnan virk- ar,“ segir Silfrún kokhraust. Leikgleðin í fyrsta sæti Listamannatvíeykið hefur starfað saman síðan 2017 og meðal annars haldið úti Vatnshelda galleríinu og skipulagt Stálsmiðjuna í Neskaup- stað. „Við kynntumst í Listaháskól- anum í myndlistarnámi og náðum einmitt saman í skúlptúráfanga, en skúlptúrar hafa fylgt okkar sam- starfi síðan,“ segir Silfrún. Tvíeykið er einnig þekkt fyrir vídeóverk, gjörninga og innsetningar, en fyrst og fremst fyrir þá leikgleði sem ein- kennir viðburði þeirra. „Okkur finnst svo gaman að hafa gaman en auðvitað getur uppsprett- an átt rætur sínar að rekja til alvar- legra og erfiðra hluta, þrátt fyrir að uppskeran valdi gleði og flissi,“ bendir Silfrún á. „Það góða við leikgleðina er líka að hún er svo aðgengileg, þannig að fólk veigrar sér síður við að taka þátt,“ segir Tara. Mikilvægt sé að gestum líði vel þar sem þeir séu hluti af heildarupplifuninni. Fagna myndlistinni Það sé einnig markmiðið á laugar- daginn. „Öll innsetningin bygg- ist á því að búa til einhvers konar fögnuð.“ Viðburðurinn sé þannig ætlaður fjölskyldum, vinum, list- unnendum og keppendum, sem geta komið saman og fagnað mynd- listinni. Áður en fyrsti gestur stígur á bak listgripsins mun hljómsveitin The Really Big Family Band syngja opnunarlagið Take a Chance on Art. „Bæði fjölskylda mín og fjöl- skylda Sillu mynda eina risastóra fjölskylduhljómsveit sem hefur æft stíft síðastliðna daga,“ segir Tara hlæjandi. Textinn er innblásinn af verkinu sjálfu og því að horfast í augu við listina, en laglínan var fengin að láni frá sænsku poppsveitinni ABBA og lagi þeirra Take a Chance on Me. „Við hvetjum alla til að kíkja í Central Park í Reykjavík, eins og við köllum Myndhöggvaragarðinn, á laugardaginn og taka áhættu á list- inni með okkur.“ n Lafað á baki listarinnar Myndlistakonurnar Tara Njála Ingvarsdóttir og Silfrún Una Guðlaugsdóttir ætla að skella gestum sýninarinnar Ride the Art á bak listatuddanum á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Listin hefur náttúru- lega sitt eigið afl, maður sér það bara ekki alltaf svona skýrt. Silfrún. TAKE AWAY Strandgata 34 220 Hafnafjörður kryddveitingahus.is takeaway_frettabladid.indd 1 22/02/2021 17:48:57 30 Lífið 3. júní 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.