Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 37
MÁLSTOFA A - MATVÆLAFRAMLEIÐSLA f BREYTTUM HEIMI | 35
•Xldbr Uppivni
FHánlrgar
FyrQ-d
RcfelJiwuppHJ'i r gar
Hráeíni
=|í
Vjnmsla
-N
V
P6K*;un
L.
THW,
fiUtðMinitt)
Tini ályrniMf.
OitMnir HJmiiIk;
NjÖftSi
V«*A
UmBagnr,
K-#i'HsnF
Fiulivnga
W»art^&jr
Tuh.
HImUKi
2. mynd. Dæmi um upplýsingar sem hægt er að hengja á mismunandi hlekki
virðiskeðjunnar. Með samstarfi og gagnamiðlun mismunandi aðila innan keðjunnar er
hægt að nýta upplýsingamar á markvissari hátt en ef samstarfíð vantar.
Matís ohf hefur unnið talsvert með Trackwell og fleiri hugbúnaðarfyrirtækjum, ásamt
sjávarútvegsfyrirtækjunum Samherja, FISK Seafood, Vísi og Guðmundi Runólfssyni
að ákvörðunartökukerfínu FisHmark, en það tekur saman gögn frá veiðum
(hráefnisöflun), vinnslu og markaðssetningu, greinir þau á ákveðinn hátt og kemur út
frá þeirri greiningu með tillögu um hagkvæmasta fyrirkomulag hráefnisöflunar og
vinnslu. A Islandi má segja að virðiskeðja landbúnaðarafurða hafí að nokkru leyti
setið eftir í þessari þróun ef borið er saman við virðiskeðju sjávarafurða. Verulegar
framfarir hafa þó orðið í kjötvinnslu á sl. árum, ekki hvað síst í meðhöndlun gagna og
varðandi rekjanleika. Sem dænti má nefna að fyrirtækið Norðlenska er í stakk búið að
halda utan um einstaka sláturgripi í kjötvinnslu sinni. Annað dæmi er rafrænt kjötmat
sem hefur verið þróað í sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga en við þá vinnu var
þekking m.a. sótt til Nýja-Sjálands.
Hverjir eru möguleikar íslensks landbúnaðar til hagnýtingar rekjanleika?
Islenskir bændur hafa á síðastliðnum árum tekið talsvert stór skref í átt til aukinnar
gæðastjórnunar í framleiðslu sinni. Byggð hafa verið upp gæðakerfí sem margir
bændur hafa innleitt og skráning upplýsinga um framleiðsluna aukist. Tölvukerfíð
MARK er aðgengilegt á netinu á www.bufe.is. I því tölvukerfi, sem allir bændur í
sauðfjár-, nautgripa- og svínarækt geta fengið aðgang að, er mögulegt að skrásetja
einstök dýr, skrá burð og flutningssögu gripa. I ljósi þess sem áður hefúr verið nefnt
um rafrænt kjötmat og möguleika íslenskra kjötvinnsla til að halda utan um
upplýsingar má því ljóst vera að verulegt magn upplýsinga er að finna í virðiskeðju
kjötafurða. Ætla má að hið sama gildi um mjólkurframleiðslu, t.a.m. skráningar á
frumutölu og prótínmagni í hrámjólk, nýting í ostagerð o.fl. Einhver miðlun
upplýsinga er á rnilli ólíkra hlekkja virðiskeðjunnar (bænda, sláturhúss, kjötvinnsla og
verslunar), t.a.m. eru upplýsingar úr slátrun nýttar til ráðlegginga við kynbætur á
sauðfé. Ef marka má stöðuna eins og hún var í sjávarútveginum fyrir nokkrum árum
og hvemig hún hefur þróast þar á sl. árum er hinsvegar líklegt að nýta megi enn betur
þær upplýsingar og gögn sem safnast saman í „upplýsingaeyjum” á ýmsum stöðum í
virðiskeðjunni. Þessi gögn er hægt að nýta til ýmiskonar stýringar á virðiskeðjunni,
t.a.m.
o Til greiningar og vottunar á því hvort um sjálfbæra framleiðslu er að ræða
o Til að merkja og votta uppruna
o Til kynbóta á ræktunardýrum
o Til vals á beitilandi
o Til bættrar meðferðar á sláturdýrum