Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 42
40 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Staðlar fyrir lífræna fiskeldisframleiðslu
Staðlar fyrir lífrænt fiskeldi hafa verið til á íslandi síðan 2001, en nýlega voru þeir
teknir til endurskoðunar af Vottunarstofunni Túni og Háskólanum á Hólum. Hinir
nýju staðlar eru nú til umljöllunar og lokaafgreiðslu hjá ráðgjafanefnd Túns.
Skilgreiningar á lífrænni framleiðslu og útfærslur á stöðlum hafa verið nokkuð á reiki
og ekki er endilega samræmi í stöðlum frá mismunandi löndum og vottunaraðilum.
Nú er unnið að gerð nýrra staðla fyrir Evrópusambandið og gert er ráð fyrir að þeir
verði tilbúnir fyrir lok þessa árs. Þar sem helstu markaðir fyrir lífræna framleiðslu á
eldisfíski eru í Evrópu, var tekið mið af þessum tillögum frá Evrópusambandinu við
gerð íslensku staðlanna. Einnig voru hafðir til hliðsjónar staðlar frá Þýskalandi
(Naturland), Bretlandi (Soil Association) og Noregi (Debio) auk ábendinga frá
Evrópudeild Intemational Federation of Organic Agriculture Movements (IFOAM).
Staðlar fyrir lífrænt fiskeldi byggjast á sömu forsendum og staðlar fyrir aðra lífræna
framleiðslu. Sérstök áhersla er þó lögð á vemdun og sjálfbærra nýtingu á vistkerfun
ferskvatns og sjávar, vemdun líffræðilegs fjölbreytileika og velferð lagarlífvera í eldi.
Inntak reglugerðar
íslensku staðlarnir taka til eldis á laxi (Salmo salar), regnbogasilungi (Oncorhynchus
mykiss), bleikju (Salvelinus alpinus), þorski (Gadus morhua), lúðu (Hippoglossus
hippoglossus), sandhverfu (Scophthalmus maximus) og kræklingi (Mytilus edulis).
Lífræn vottun getur einnig tekið til villtra stofna, sem halda sig eingöngu á
afmörkuðum svæðum - þetta getur átt við t.d. um skeldýr og staðbundna stofna fiska.
Hér að neðan er gerð grein fyrir helstu þáttum í reglum um lífrænt fiskeldi, en
reglumar í heild verða aðgengilegar hjá vottunarstofunni innan skamms.
Stjórnun og eftirlit. Stjómendur fískeldisstöðva, sem vilja fá lífræna vottun, em hvattir
til að koma á innra gæðakerfí sem tekur til umhverfismála, meðferð eldisdýra,
náttúmvemdar, rekjanleika framleiðslu og þjálfunar starfsfólks. Stöðvunum er gert að
halda nákvæmt bókhald um alla þætti eldisins, sem er nægilega gegnsætt til þess að
skoðunarmenn geti, hvenær sem er, tekið út starfsemi fyrirtækisins og staðfest að hún
sé í samræmi við staðla fyrir lífrænt eldi.
Skipti yfir í lífrœna framleiðslu. Nokkum undirbúning þarf áður en eldisstöð getur
fengið vottun fyrir lífrænt fiskeldi. Sá tími sem ætla þarf í skipti úr hefðbundinni
framleiðslu í lífræna nemur í flestum tilfellum eldistíma fisksins í stöðinni. Á
undirbúningstímanum er stöðinni ætlað að koma á nákvæmu bókhaldi yfír alla þætti
starfseminnar.
Stofnar í lífrœnt eldi. Meginreglan er, að lífverur í lífrænu eldi komi úr lífrænni
ræktun. Undantekningu má gera frá þessari reglu, að fengnu samþykki
vottunarstofunnar, sé sannarlega ekki völ á eldisdýrum frá lífrænt vottuðum
klakstöðvum. Þessi undantekning er mjög mikilvæg fyrir fiskeldismenn sem vilja
helja lífrænt fiskeldi á Islandi þar sem ekki er völ á lífrænt vottuðum hrognum eða
seiðum.
Aðstæður við hrygningu eiga að vera svipaðar náttúrulegum aðstæðum tegundarinnar
og ekki er heimilt að nota inngrip eins og hormónagjöf til þess að koma af stað
hrygningu eða hafa áhrif á kyn eða erfðafræðilegt upplag dýranna. Þannig er bannað
að gelda fiska með hormónagjöf eða með s.k. þrýstigeldingu.