Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 43
MÁLSTOFA A - MATVÆLAFRAMLEIÐSLA í BREYTTUM HEIMI | 41
Eldisbúnaður Ijós og vatnsgœði. Við staðsetningu fískeldisstöðva skal tekið mið af
því að þær hafi sem minnst umhverfísáhrif og að vottaðar stöðvar séu í hæfilegri
ljarlægð frá hefðbundnum eldisstöðvum. Eldisbúnaður má ekki valda mengun í
nærliggjandi vistkerfum. Ymis skilyrði eru sett um gerð og staðsetningu eldistjama og
kvía. Notkun ljósa er takmörkuð og þau má einungis nota til þess að koma í veg fyrir
ótímabæran kynþroska og bæta velferð fískanna. Sérstakar kröfur em gerðar um
hreinsun og hitastig frárennslisvatns. Fylgjast skal vandlega með vatnsgæðum í
stöðvum með því að mæla og skrá reglulega hitastig, súrefnismettun, seltu og fleiri
mælikvarða á vatnsgæði.
Þéttleiki lífmassa og fjöleldi Þéttleiki lífmassa í lífrænu eldi takmarkast bæði af
lífeðlisfræðilegum og atferlislegum þörfum dýranna. Hámarksþéttleiki miðast við það
að halda vatnsgæðum innan ásættanlegra marka. Sé vatnsgæðunum haldið innan
skilgreindra marka, er leyfílegt að hafa bleikju í allt að 80 kg-m3 og þorsk í kvíum í
allt að 25 kg-m3. Þessi þéttleiki er í samræmi við viðmiðunarmörk í hefðbundnu
fiskeldi. í nýjastu drögum Evrópusambandsins að reglugerð um lífrænt fiskeldi er gert
ráð fyrir því að hámarks þéttleiki fyrir bleikju sé 50-nr’ og fyrir þorsk í kvíum er
hámarksþéttleiki 10-m’ en 15-m3 í kerjum. Einstök lönd mega þó heimila meiri
þéttleika þorsks ef aðstæður leyfa, en ekki er getið um undantekningar varðandi
bleikju. Ástæða er til að fylgjast vel með þróun þessarar reglugerðar og breyta
íslenskum stöðlum til samræmis.
Fóður og nœring. Fóður fyrir lífræn eldisdýr á að vera lífrænt vottað. Fóðrið ætti helst
að vera framleitt úr hráefni eins og afskurði, sem ekki nýtist beint til manneldis.
Hráefni í lífrænt fóður, sem aflað er með veiðum, þarf að hafa fengið vottun unr að
veiðamar séu sjálfbærar. Þó má gera tímabundna undantekningu frá þessari reglu,
með leyfi Túns, ef ekki er völ á vottuðu hráefni. Þá er gerð krafa um það að minnst
helmingur af dýrapróteini í fóðrinu komi úr afskurði eða fiski sem ekki er notaður til
manneldis. Notkun á bætiefnum í fóður er háð samþykki vottunarstofnunnar.
Leyfilegt er að nota í lífrænt fóður plöntuhráefni, afurðir úr örverum og aukaafurðir úr
matvælaframleiðslu. Taknrörkuð er notkun á tilbúnum og ónáttúrulegunr efnum t.d.
rotvamarefnum og náttúrulegum amínósýrum. Bannað er að nota vaxtarhvetjandi-,
örvandi- eða lystaukandi efni í fóðri. Jafnframt er bannað að nota hráefni úr
erfðabreyttum lífvemm, tilbúnar amínósýmr, tilbúin andoxunarefni og tilbúin
litarefni. Fáist vottun á því að veiðar úr íslenskum loðnu- og síldarstofnum séu
sjálfbærar ætti að vera mögulegt að framleiða lífrænt vottað fóður hér á landi úr
loðnu- og síldarmjöli án verulegs aukakostnaðar. Leyfilegt er að nota litarefni úr
þömngum og það gæti verið raunhæfur kostur í fóðri fyrir laxfiska.
Heilsa, hreinlœti og sjúkdómavarnir. Vamir gegn sjúkdómum í lífrænt vottuðum
eldisstöðvum felast einkum í forvömum. Stjómun og rekstur stöðvanna skal miðast að
því að dregið sé sem mest úr sjúkdómahættu. Þetta er gert m.a. með því að ijarlægja
strax dauðar lífvemr, fjarlægja óétið fóður og skít svo fljótt sem auðið, tæma og
hreinsa ker og tjamir milli kynslóða og hvíla kvíastæði í fjóra mánuði milli kynslóða.
Lyljagjöf skal haldið í algjöm lágmarki og altaf í samráði við dýralækni. Velferð
fiskanna og mannúðarsjónarmið skulu höfð í fyrirrúmi þegar ákveðið er hvort beitt
skuli lyfjagjöf. í lífrænu fiskeldi þarf að gefa helmingi lengri tíma fyrir útskilnað lyfja
áður en fiski er slátrað en í hefðbundnu eldi. Það er leyfilegt að bólusetja fiska fyrir
sjúkdómum sem vænta má úr umhverfinu og ekki er önnur leið til þess að meðhöndla.
Þess skal gætt að lyfjagjöf hafi sem minnst umhverfisáhrif. Bannað er að nota tilbúin
hormón, vaxtarhvetjandi efni og erfðabreytt bóluefni gegn vímsum. Einnig er bannað
að nota lyf til forvama.