Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 47
MÁLSTOFA A - MATVÆLAFRAMLEIÐSLA í BREYTTUM HEIMI | 45
Hætta á að búfjársjúkdómar berist til landsins
Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir
Matvælastofnun, Austurvegi 64, 800 Selfoss
1. Innflutningur lifandi dýra og erfðaefnis dýra er óheimill
Ein aðal hætta á að búQársjúkdómar berist til landsins er með innflutningi lifandi
dýra og erfðaefnis þeirra. I lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra er sérstaklega
tekið fram að óheimilt sé að flytja til landsins hvers konar dýr, vilt eða tamin svo
og erfðaefni þeirra. Landbúnaðarráðherra getur, að fengum meðmælum
yfirdýralækis, vikið frá þessu banni. Eina undantekningin er varðandi físka og
erfðaefni þeirra, en gera varð þessa breytingu á lögunum árið 2003 til að uppfylla
samninga okkar við Evrópusambandið (ESB), sem gerðir voru við inngöngu
íslands í Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1994.
í samningum íslands við ESB vegna innleiðingar matvælalöggjafar ESB, sem
undirritaðir voru í október 2007, var skýrt tekið fram að Island hefði undanþágur
ffá þeim köflum EES samningsins sem vörðuðu lifandi dýr og erfðaefni þeirra.
Ekki voru sett nein ákvæði um tímalengd þessarar undanþágu og má því túlka
hana sem varanlega.
2. Innflutningur á hráum búfjárafurðum og vörum sem hafa verið í snertingu
við dýr er óheimill
Samkvæmt lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og vamir gegn þeim er óheimilt
að flytja til landsins ýmsar vörutegundir, þar á ineðal hráar og lítt saltaðar
sláturafúrðir, ógerilsneydda mjólk eða vörar unnar úr henni og hrá egg. Undir
þetta falla einnig alls konar vörar sem hafa komið í snertingu við dýr, t.d.
reiðfatnaður, veiðibúnaður og notuð landbúnaðartæki. Landbúnaðarráðherra getur,
að fengum meðmælum yfirdýralækis, vikið frá þessu banni.
í samningum íslands við ESB vegna innleiðingar matvælalöggjafar ESB, sem
undirritaðir vora í október 2007 fylgir kvöð um að heimila frjálst flæði á
búfjárafurðum frá löndum á EES. Þessi ákvæði koma ekki til framkvæmda fyrr en
18 mánuðum eftir að Alþingi hefúr samþykkt samninginn. Þeir sjúkdómar sem
geta borist með hráu kjöti og mjólk eru fyrst og fremst ýmsir víras sjúkdómar, svo
sem gin- og klaufaveiki, svínapest og fuglaflensa. Sem betur fer eru þessir
sjúkdómar ekki landlægir í ESB löndum og þegar þeir koma upp, þá fara í gang
trúverðugar aðgerðir til útrýmingar þeim og stöðvun á útflutningi á búfjárafurðum
frá viðkontandi svæðum, meðan á útrýmingu stendur og í ákveðin tíma eftir að
aðgerðum þ.a.l. er lokið. Framkvæmdastjóm ESB rekur sérstaka stofnun - Food
and Veterinary Offíce - sem heldur úti eftirliti með því að aðildarlönd ESB
uppfylli öll skilyrði um stjórnun á búfjársjúkdómum. Mörg aðildarríkjanna, t.d.
Danmörk og Irland hafa mikilla hagsmuna að gæta vegna útflutnings á
búfjárafúrðum og era því mjög vakandi yfir því að önnur aðildarriki séu ekki að
setja þessa hagsmuni í hættu, því sum stór innflutningslönd svo sem USA,
Rússland og Japan eru fljót að loka á innflutning frá öllum ESB löndum ef að
tilteknir sjúkdómar koma upp í einu þeirra, vegna frjálsa flæðisins á milli þeirra.
Þess má einnig geta að ESB heimilar aðeins innflutning á hráum búfjárafurðum
frá löndum og vinnslustöðvum sem hafa hlotið til þess sérstakar viðurkenningar,
sem eru endumýjaðar reglulega með effirliti, en þetta er með sama hætti og önnur