Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 48
46 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
ríki eins og Bandaríkin, Kanada og Nýja Sjáland stjóma innflutningi á þessum
vörum.
3. Innflutningur á kjöt- og beinamjöli er óheimill
Innflutningur á kjöt og beinamjöli hefur verið bannaður í áratugi og í samningnum
við ESB frá október 2007 er sérstaklega tekið fram að Island geti áfram bannað
innflutning á þessari vöru. Aður fyrr var hætta á að fá miltisbrand með slíkri vöm,
en á síðari árum hefur það verið kúariðan. Óhætt er að fullyrða að þetta bann hafi
átt stærstan þátt í að koma í veg fyrir að þessi sjúkdómur bærist til landsins, en
eins og kunnugt er, þá hefur Island bestu stöðu allra Evrópulanda hvað þennan
sjúkdóm varðar og viðurkenningu OIE að vera laust við hann.
4. Áhætta vegna ferða fólks á milli landa
Nokkur dæmi em um að dýrasjúkdómar hafí að öllum líkindum borist til landsins
með fólki. Hér má nefna nautaberkla sem komu upp á skólabúi norðanlands fyrir
meira en 40 ámm, þar sem fullvíst var talið að erlendur starfsmaður hafi verið
berklaveikur og smitað nautgripi. Fyrir 10 ámm kom upp víms sjúkdómur í
hestum á höfuðborgarsvæðinu, sem talin var hafa borist með fólki frá Evrópu. Því
þarf að halda uppi stöðugum áróðri til hestamanna sem fara oft á milli landa að
gæta sín að bera ekki með sér sjúkdóma við kornuna til landsins, með því að fara
að settum reglum um fatnað og reiðtygi. Veiðimenn sem koma til landsins þurfa
einnig að lúta sérstökum reglum um sótthreinsun veiðibúnaðar, þar sem
sjúkdómastaðan vegna fisksjúkdóma er einstaklega góð. Hringskyrfi er
húðsjúkdómur í nautgripum sem hefur komið upp hér á landi með um það bil 20
ára millibili, nú síðast 2007 og jafnan er líklegasta skýringin sú að hann hafí borist
með fólki sem nýkomið var erlendis frá, þó það sé ekki alltaf hægt að sanna. Þess
má einnig geta að hér á landi starfa að jafnaði talsvert af erlendu verkafólki, t.d. í
landbúnaðinum og ef það kemur frá löndum ESB þá þarf það ekki að gangast
undir sérstaka heilsufarsskoðun hér á landi áður en það hefur vinnu.
5. Innflutningur með ferðamönnum og innflutningur í póstsendingum er undir
eftirliti
Vegna bannsins á innflutningi hrárra búijárafúrða, og ýmissa vörutegunda sem
hafa verið í snertingu við dýr, þá hafa verið í gildi sérstakar reglugerðir sem fjalla
nánar um þetta atriði og þá einnig með hvaða hætti hægt er að fá undanþágur frá
banninu, gegn framvísun ýmissa vottorða þ.a.l. sem sjá má nánar ákvæði um í
reglugerð 509/2004 um vamir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afúrðir geti
borist til landsins. í reglugerðinni er einnig fjallað um innflutning ferðamanna og
lengi hafa verið í gildi ákvæði um að ferðamenn geti einungis tekið með sér kjöt-
og mjólkurvörur séu þær greinilega merktar sem full soðnar eða gerilsneyddar.
Með samningum íslands við ESB vegna innleiðingar matvælalöggjafar ESB, sem
undirritaóir voru í október 2007 eru á þessu fyrirsjáanlegar breytingar og innleiða
þarf sérstaka reglugerð um innflutning á búfjárafurðum með ferðamönnum og í
póstsendingum. I aðalatriðum munu þessar breytingar felast i því að ferðamenn
sem eru að koma frá EES löndum mega taka með sér ótiltekið magn af
búfjárafurðum sem eru löglega framleiddar í EES löndum, þó þannig að aðeins 3
kg eru tollfrjáls. Innflutningur ferðamanna frá löndum utan EES er háður
sérstökum skilyrðum. Þarna er vissulega ákveðin áhætta á ferðinni, því ferðamenn
taka stundum með sér t.d. kjötvörur sem ekki eru framleiddar í fyrirtækjum undir
eftirliti, heldur eru heimaunnar svo sem ýmsar hrápylsur. Eftirlit með þessum