Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 58
56 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Friðlyst svæði. náttúruvemdarsvæði. svæði á náttúruminiaskrá: Umhverfisstofnun
(2006a,b, 2003) hefur umsjón með skráningu friðlýstra svæða, svæða á
náttúruminjaskrá og svæða sem eru á náttúruverndaráætlun. Ekki er gert ráð fyrir að
ræktað verði innan þessara svæða.
Niðurstöður
Flatarmál framtíðar ræktunarlands reyndist vera 615.000 ha (6.150 km2), eða 6,0% af
flatarmáli Islands eða 24,9% tlatarmáls neðan 200 m.y.s. Flatarmál núverandi
skógræktarlands var 45.700 ha (2. tafla) samkvæmt skóglendisgagnagrunninum, en ef
2. tafla. Núverandi flatarmál skógræktarlands.
Hlutfall af Hlutfall neðan
ha íslandi (%) 200m (%)
Flatarmál núverandi skógræktarlands 45.700 0,4 1,9
-Leiðrétt flatarmál vegna ofmats (25%) 34.300 0,3 1,4
tekið var tillit til reiknaðs ofmats var flatarmál núverandi skógræktarsvæða 34.300 ha.
Núverandi flatarmál skógræktar innan hins mögulega ræktunarlands var 27.400 ha,
eða 4,5% (3. tafla).
3. tafla. Flatarmál skógræktar af framtíðar ræktunarlandi.
ha Hlutfall af íslandi (%) Hlutf. neðan 200m (%) Hlutfall af framtíðar rækt- unarlandi (%)
Núverandi flatarmál skógræktar af framtíðar ræktunarlandi 27.400 0,3 1,1 4,5
Flatarmál skógræktar árið 2040 miðað við núverandi framkvæmdarhraða 68.000 0,7 2,8 11,1
Flatarmál skógræktar miðað við markmið um 5% þekju skóglendis neðan 400 m 159.000 1,5 6,4 25,9
í langtímaspá um kolefnisforða nýskógræktar (Amór Snorrason 2006) var umfang
skógræktar áætlað og m.a. miðað við árlega gróðursetningu síðustu ára sem er um 5
milljónir skógarplantna. Samkvæmt þeirri áætlun mun flatarmál ræktaðs skóglendis
verða um 85.000 ha árið 2040 (Arnór Snorrason, munnleg heimild). Þar af munu
68.000 ha (3. tafla) vera innan þess lands sem uppfyllti skilyrðin um mögulegt
ræktarland. Ef markmiðum um 5% skógarþekju neðan 400 m verður náð mun
flatarmál skógræktar verða 159.000 ha á framtíðar ræktunarlandi neðan 200 m hæðar
yfir sjó. Það nemur 25,9% af framtíðar ræktunarlandi á íslandi.
Þegar land hefur verið tekið frá sem fer undir skógrækt verður flatarmál mögulegs
ræktunarlands 547.000 ha árið 2040, miðað við sama framkvæmdarhraða gróður-
setninga og verið hefur. Miðað við 5% þekju skóglendis neðan 400 m verður stærð
framtíðar ræktunarlands 456.000 ha. Ef við lítum á hlutfallslega stærð þessa lands þá