Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 65
MÁLSTOFA B - MENNTUN í LANDBÚNAÐI, TÆKIFÆRI OG FRAMTÍÐARSÝN | 63
Sérhæfing og nýsköpun í háskólamenntun á landsbyggðinni
Skúli Skúlason
Hólaskóla - Háskólanum á Hólum
Undanfarin ár höfum við orðið vitni að sannkallaðri menntabyltingu á íslandi. Þetta
lýsir sér ekki síst í mikilli fjölgun nemenda á háskólastigi. Samhliða því hefur áhersla
á rannsóknir og nýsköpun í samfélaginu aukist mikið. Þetta tengist ýmsum
menningarlegum þáttum, svo sem aukinni tæknivæðingu í lifnaðarháttum og
stórauknum alþjóðlegum tengslum. Ef litið er til sögunnar er fullljóst að menntun og
þekking hafa verið drifkraftar farsællrar menningar, forsenda sjálfstæðis og sterkrar
sjálfsmyndar fólks og þjóða. Þess vegna er þróun þessara mála núna afar mikilvæg
fyrir stöðu og framtíð íslenskrar þjóðar. Þetta varðar landsmenn alla, jafnt í þéttbýli
sem á landsbyggð. I erindi mínu mun ég reifa stöðu þessara mála, með sérstakri
áherslu á háskólastarf á landsbyggðinni.
Menntasaga Islands á sér rætur í miðaldaskólunum á Hólum og í Skálholti. Fræðastarf
á þessum stöðum lagði grunn að íslenskri menningu síðari tíma. Stór skref voru stigin
á seinni hluta 19. aldar við eflingu menntasamfélagsins. Þá var stofnað til
búnaðamáms á Hólum (1882) og á Hvanneyri (1889) og síðan hefur verið þar samfellt
skólastarf. Landbúnaður hefur um aldir endurspeglað íslenska lífshætti og menningu
og ljóst er að þessir skólar hafa frá upphafi verið mikilvægir fyrir eflingu þekkingar
og nýsköpunar um landið allt.
Stofnun Háskóla Islands árið 1911 markaði vissulega tímamót. Hann hefur verið
leiðandi í hvers kyns háskólastarfi hérlendis í nánast 100 ár, en einnig hafa Islendingar
verið duglegir að leita sér menntunar erlendis og útlendir fræðimenn að leita fanga á
Islandi. Lengi vel var búvísindanám Bændaskólans á Hvanneyri, sem stofnað var til
1947, eina formlega háskólanámið sem var í boði utan Reykjavíkur. Tímamót urðu
þegar Háskólinn á Akureyri var stofnaður 1987. Eftir það jókst háskólamenntun á
landsbyggðinni hröðum skrefum. Samvinnuháskólinn á Bifröst (síðar Háskólinn á
Bifröst) er stofnaður í lok áttunda áratugarins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri
(síðar Landbúnaðarháskóli Islands) er stofnaður 1999 og Hólaskóli - Háskólinn á
Hólum verður háskóli með lögum árið 2007 (hafði þá starfað á háskólastigi í nokkur
ár). Undanfarinn áratug hafa enn fremur byggst upp rannsókna- og fræðasetur
Háskóla Islands víða á landsbyggðinni, sem og sjálfstæð háskólasetur á ísafirði og
Egilsstöðum. Samhliða þessu hafa einnig sprottið upp margvísleg þekkingarsetur sem
tengst hafa háskólastarfi, svo sem náttúrustofur, söfn og setur, m.a. tengd sérhæfðum
viðfangsefnum t.d. Selasetur, Textílsetur og Þórbergssetur. Einnig hafa fyrirtæki á
landsbyggðinni, t.d. í matvælaframleiðslu, lagt síaukna áherslu á rannsóknir og
nýsköpun. Með öðrum orðum uppbygging þekkingar- og háskólastarfs á
landsbyggðinni heftir verið geysilega hröð undanfarin ár sem staðfestir að íslenska
menntabyltingin nær svo sannarlega til landsins alls.
Uppbygging þekkingarstarfs á landsbyggðinni er augljóst samfélagsmál og greinilegt
er að íbúar, sveitarfélög og fyrirtæki setja slíkt starf í forgang núna. Fyrir áratug var
mikið rætt um mikilvægi þekkingarstarfsemi fyrir dreifðar byggðir, en núna er málið
augljóslega komið af umræðustigi á framkvæmdastig. Því er áhugavert að skoða
hvemig atburðaráðin er. Ahrif háskóla á heimabyggð em margvísleg og fjölmörg
dæmi sýna hvemig slík starfsemi hefur stuðlað að eflingu samfélaga og aukið
fjölbreytni og arðsemi atvinnulífs. Þetta er sá kraftur sem núna er í óðaönn verið að
virkja á Islandi.