Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 66
64 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
í grófum dráttum má segja að hlutverk háskóla sé annars vegar að afla þekkingar og
miðla henni til nærsamfélags hvers skóla og til alþjóðlega ífæðasamfélagsins, og hins
vegar að hlúa að menntun og menningu þess samfélags sem hann er staðsettur í. Ef til
vill er það víxlverkun þessara tveggja hlutverka sem gefur háskólastarfi þann
sköpunarmátt sem það þarf. Þó þessi hlutverk virðist nokkuð ólík geta þau vel náð
saman í þeim viðfangsefnum sem háskólar taka sér fyrir hendur. Þannig geta þarfir
nærsamfélagsins fyrir menntun haft víðtæka skírskotun, en ekki síður geta sérhæf
rannsóknaviðfangsefni, t.d. tengd aðgengilegum auðlindum í heimabyggð, skapað
mikilvæga alþjóðlega þekkingu sem jafnframt nýtist í atvinnu- og menningarlífí í
heimabyggð. Island býr einmitt yfir margvíslegri sérstöðu hvað snertir auðlindir
menningar og náttúru, t.d. tengt landbúnaði, sjávarútvegi, ferðaþjónustu,
matvælaframleiðslu, jarðvísindum, sögu og tungu. Aðgengi að slíkum auðlindum er
einmitt oft í túngarðinum. Að þessu ber að hyggja þegar mótuð er stefna og
framtíðarsýn háskólastarfs á landsbyggðinni. Slík nálgun endurspeglar sjónarmið
sjálfbærrar þróunar.
Háskólar geta ýmist verið almennir eða sérhæfir. Flestir hljóta þó að sérhæfa sig að
vissu merki. Hvað snertir uppbyggingu háskólastarfs á landsbyggðinni hefur
Háskólinn á Akureyri leitast við að sinna almennri menntaþörf á háskólastigi, líkt og
Háskóli íslands, en skólinn hefur jafnframt einbeitt sér að ákveðinni sérhæfmgu. Aðrir
skólar og setur hafa aftur á móti alfarið sinnt sérhæfum viðfangsefnum. Fyrir alla
háskóla, sérstaklega smærri skóla, er ákveðin sérhæfmg leið til að byggja upp öflugt
mennta- og rannsóknastarf. Með þessu geta skólamir öðlast alþjóðlegan sess, laðað að
sér enn hæfara starfsfólk og nemendur og því náð að þjóna nærsamfélaginu á öflugan
hátt. Skólamir á Hvanneyri og á Hólum em gott dæmi um þetta. Auðvelt er að mynda
gróskumikið samstarf við íyrirtæki og stofnanir nærsamfélagsins. Til að tryggja
gæðin enn frekar er hvers kyns samstarf milli skóla og þekkingarsetra afar mikilvægt.
Þetta tryggir að sjálfsögðu betri nýtingu mannauðs í fræða- og kennslustörfum, og
ekki síður aukið aðgengi að víðtækri háskólamenntun í landinu. Þannig hafa
Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli Islands (nú hluti af Háskóla íslands) og fleiri
skólar um árabil boðið uppá öflugt fjamám í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar á
landsbyggðinni. Það er mín trú að á næstu ámm muni formlegt samstarf íslenskra
háskóla og þekkingarsetra stóraukast líkt og gerst hefur víða erlendis. Kröfur um gæði
í háskólastarfi vaxa jafnt og þétt og lykilorðin hér em kröftugt sambland sérhæfmgar
og samstarfs. Hér má ekki gleyma því að alþjóðlega hæft háskólastarf laðar að erlenda
nemendur og fræðimenn og gerir skapandi íslenskt menntafólk, og um leið íslenska
menningu og atvinnustarfsemi, alþjóðlega gildandi.
En hvemig ná háskólar og þekkingarsetur árangri? Eftirfarandi forsendur em mér
ofarlega í huga:
1) Sjálfstæði í stjómun, rekstri og stefnumótun er afar mikilvægt. I þeirri öru þróun
sem nú er þarf einbeittan og sjálfstæðan vilja og skýra sýn til uppbyggingar. Þróun
hvers kyns samstarfs eða jafnvel sammna stofnana þarf að taka tillit til þessa.
2) Skólar þurfa að setja sér ákveðin markmið,hafa trausta mælikvarða á gæði og vinna
sífellt að endurbótum.
3) Tengsl við nærsamfélagið þarf stöðugt að rækta og þau þurfa að vera öllum ljós;
hér hafa sveitarfélög og fyrirtæki mikilvægt hlutverk.