Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 69
MÁLSTOFA B - MENNTUN í LANDBÚNAÐI, TÆKIFÆRI OG FRAMTÍÐARSÝN | 67
Þróun háskólamenntunar í náttúrufræði og búvísindum á íslandi
Bjöm Þorsteinsson
Landbúnaðarháskóla Islands
Inngangur
í þessari samantekt er fjallað um háskólamenntun í náttúrufræði og búvísindum á
íslandi í þeim tilgangi að rifja upp meginlínur í sögu háskólamenntunar á þessu sviði,
skoða stöðu þessara greina í samtímanum og ræða um þróun þeirra og framtíð. Þar
sem höfundur starfar við Landbúnaðarháskóla Islands verður sjónarhom
umljöllunarinnar merkt þeim skóla og þeim hugmyndum sem þar hafa verið uppi að
undanfömu.
Sagan
Háskóli verður fyrst til hér á landi með stofnun Háskóla Islands 1911. Þá í byrjun
skólans er náttúmfræði ekki á dagskrá sem sérstakt nám. Aðeins Læknadeild,
Guðfræðideild, Lagadeild og Heimspekideild eru með frá byrjun. Menn byrja að orða
stofnun atvinnudeildar háskólans fyrst 1929 en hún verður að vemleika 1935 með
stofnun Rannsóknastofnunar Háskóla Islands með fiskideild, iðnaðardeild og
landbúnaðardeild. Rætur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sem síðar varð lágu í
þessari landbúnaðardeild. Ekki var stofnað til sérstaks náms í náttúrufræði eða
búvísindum við HÍ í tengslum við þessar rannsóknadeildir í byrjun, en stoíhað var til
háskólanáms í búvísindum við Bændaskólann á Hvanneyri 1947, í upphafi tveggja ára
nám, sem breytt var í þriggja ára BS gráðu 1967. Það er svo 1972 sem byrjað er að
útskrifa fólk með BS gráðu í jarðfræði og líffræði frá Háskóla Islands. Saga
Háskólans á Akureyri er mun skemmri eða frá árinu 1987, en 1994 útskrifast fyrstu
nemendur í sjávarútvegsfræði og seinna í auðlindafræði, líftækni og umhverfisfræði
með fyrstu útskriftir 2004 og 2005. Hólaskóli fær síðan leyfí til að kalla sig háskóla
2006 og býður þá aðeins skemmri gráður þ.e. diplómagráður á fagsviðum sínum.
Frá 1949 hafa útskrifast 276 nemendur með kandídats eða BS gráðu í búvísindum frá
Hvanneyri, og 8 með MS gráðu frá 2005 þegar fyrsti nemandinn útskrifaðist með
slíka gráðu frá Lbhí. í þessi 60 ár eru því rétt tæplega fimm nemendur útskrifaðir að
meðaltali á ári í búvísindum, en aðeins var útskrifað annað hvert ár fram til 2003, en
eftir það á hverju ári. í náttúrufræðitengdum greinum (landnýtingu, náttúrufræði,
landgræðslu og skógrækt) eru nú (2008) um 22 útskrifaðir með BS gráðu og 4 með
MS gráðu frá Lbhí.
Hólaskóli eða háskólinn á Hólum, hefur útskrifað fyrstu tvö starfsár sín sem háskóli
alls 5 nemendur með diplómapróf í fiskeldi - og fiskalíffræði og 61 í hestafræðum.
Háskólinn á Akureyri hefur útskrifað alls 137 með BS gráðu í sjávarútvegsfræði, 22 í
líftækni og 13 í umhverfis og orkufræði. í auðlindafræði hafa 6 lokið MS námi og 2 í
sjávarútvegsfræðum.
Um 1005 nemendur hafa útskrifast með BS próf í líffræði við HÍ frá upphafi og 103
með MS gráðu. í jarðfræði hafa 296 lokið BS og 30 MS gráðu. Af þessum tölum má
sjá að líffræðinámið hefur sérstöðu meðal þeirra námsbrauta sem hér eru til
umfjöllunar, bæði hvað varðar ijölda nemenda og þess hlutfalls útskrifaðra nemenda
sem lokið hafa æðstu prófgráðu.