Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 70
68 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Rannsóknanám
Fjöldi líffræðinema útskrifuðum frá HÍ árið 2003 var um 800, þar af höfðu um 170
lokið doktorsprófi samkvæmt athugunum prófessors Guðmundar Eggertssonar það ár,
sem er um 21% af heildarfjölda þeirra höfðu lokið BS námi á þeim tíma. Þegar slíkur
samanburður er gerður á búvísindamönnum með grunn háskólamenntun sína frá
Hvanneyri sést að aðeins um 6% þeirra hafa lokið doktorsprófi. Skýringamar á
þessum mun geta verið ýmsar, en ein nærtæk skýring kann að felast í því að ávallt
hefur verið mikil eftirspurn eftir búvísindamönnum til starfa strax eftir fyrstu
háskólagráðu sem hefur komið niður á frekara námi hjá þessum hópi og einnig að
innan líffræðigeirans hefur skapast hefð eða ríkjandi viðhorf sem hliðholl er
rannsóknanámi.
Rannsóknanám í náttúravísindum við Islenska háskóla hefst ekki að ráði fyrr en við
Háskóla Islands eftir 1990. Fyrsta meistaragráða í sjávarútvegsfræði við Háskólann á
Akureyri er veitt árið 2002 og við Lbhí í búvísindum 2005. Heildarfjöldi útskrifaðra
kandídata frá HI samanlagt i náttúravísindum (líffræði, jarðfræði og jarðeðlisfræði
samanlagt) árin 2005-2008 voru að meðaltali 51,3 með BS og 22,7 með MS gráðu á
ári, sem þýðir að hlutfall MS gráða er um 30%. Sambærilegar tölur fyrir Lbhl eru 7,5
BS útskriftir á ári úr búvísindum og öðrum náttúrfræðitengdum greinum og 2,5 MS
útskriftir sem gefur 25% hlutfall MS gráða. Hjá HA eru þessi síðustu ijögur ár að
meðaltali útskrifaðir á ári 19 kandídatar með BS gráðu á ári í líftækni, umhverfis- og
orkufræði, sjávarútvegsfræði og matvælaframleiðslubraut. A sama árabili eru að
meðaltali 1,75 kandídatar útskrifaðir með MS gráðu í sjávarútvegsfræðum eða
auðlindafræði. í þessu tilviki er hlutfall MS gráða 8,4%.
Nú er samanburður á milli skóla eins og hér er gerður umdeilanlegur og auðvitað
umdeilanlegt hvaða námsbrautir innan HI ættu hér heima og hverjar ekki og einnig er
hægt að gagnrýna að hér er ekki verið að bera saman eins námsbrautir milli skóla og
þetta era ólíkir skólar. En hér skal samt nefnt að af talnagreiningunni hér að ofan má
sjá að hlutdeild háskólanna þriggja í fjölda veittra BS og MS gráða á umræddum
fræðasviðum þegar litið er á þau saman í einni heild er mjög mismunandi. HI veitir
2005-2008 um 66% af veittum BS gráðum og 84% af veittum MS gráðum. Tölumar
fyrir HA era 24% BS og 6,5% MS gráða og Lbhí er með 9,6% BS gráða og 9,3% MS
gráða. Tölurnar sem hér eru raktar sýna ekki ýmis mikilvæg atriði eins og að
útskriftum nemenda fjölgar jafnt og þétt ár frá ári bæði BS og MS gráður, frá Lbhí og
sömuleiðis MS gráður frá HA enda nám sem er tiltölulega nýtt af nálinni. Tölur frá HI
eru ekki með skýra hneigð hvað þetta varðar.
Háskólalögin frá 2006, breyttir tímar
Með lögum um háskóla (nr.63/2006) var skólunum gert að sækja um starfsleyfi á
fræðasviðum sínum, Háskóli Islands og Landbúnaðarháskólinn sóttu um og fengu
viðurkenningu á fræðasviðum náttúruvísinda og Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli og
Landbúnaðarháskólinn á fræðasviði auðlinda- og búvísinda. í framhaldi sóttu svo
Háskóli íslands og Landbúnaðarháskólinn um leyfi til að reka doktorsnám á
fræðasviðum sínum, en þær umsóknir eru þegar þetta er ritað í vinnslu á vegum
alþjóðlegrar matsnefndar á vegum Rannís fyrir hönd menntamálaráðuneytisins.
Með háskólalögunum er einnig gert ráð fyrir að háskólarnir skilgreini aðfarakröfur að
því námi sem þeir bjóða með nákvæmari hætti en verið hefur. Þetta er liður í að efla