Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 75
MÁLSTOFA B - MENNTUN í LANDBÚNAÐI, TÆKIFÆRI OG FRAMTÍÐARSÝN | 73
niðurstöður rannsóknanna nægilega í stefnumörkun stjómvalda með það að leiðarljósi
að landsmenn njóti afrakstursins, til dæmis í betra umhverfí eða betri og öruggari
afurðum þegar landbúnaðarrannsóknir em annars vegar? A öðmm fagsviðum hefur
verið metið hversu vel vísindastarf skilar sér til helstu notendahópa, þ.e. í
stefnumótun, til atvinnuvegarins og til vísindasamfélagsins, og þá hefur gjaman
komið í ljós að niðurstöður rannsóknarstarfs komast oft seint eða illa út fyrir þröngan
hring vísinda- og háskólasamfélagsins (Ingibjörg Kaldalóns & Allyson Macdonald,
2005). Hvatinn í starfí háskólafólks er ekki endilega sá að koma niðurstöðum sínum
til framkvæmda eða stuðla að framfomm samfélagsins, þrátt fyrir fagran ásetning,
heldur fyrst og fremst að fá sem flestar rannsóknir og greinar birtar í virtum
vísindaritum. Framgangskerfí háskólamanna stuðlar að virku vísindastarfi, en það er
lítill beinn hvati til þess að niðurstöður komist til ráðamanna, að þær nýtist í
stefnumótun , að þær gagnist atvinnuveginum eða stuðli að þjóðarheill. Að sama skapi
er ekki endilega hvati fyrir vísindamenn að stofna til rannsókna á sviðum sem gætu
haft hagnýta þýðingu eða beint atvinnuvegum á nýjar brautir. Slíkt krefst að minnsta
kosti mikils átaks, samvinnu margra fræðasviða og mikilla fjármuna sem ekki er
auðvelt að afla. Aftur gegnir að einhverju leyti öðru máli með rannsóknir í
landbúnaði, sem standa á gömlum merg og tengjast atvinnuveginum mjög náið. Hins
vegar er full ástæða til að vera vakandi fyrir þróun á þessu sviði og kanna breytingar
bæði á viðfangsefnum og afdrif og áhrif rannsóknanna eftir að þær flytjast í
háskólaumhverfi úr rannsóknarstofnun atvinnuvegarins.
A undanfömum ámm hefur ný þróun verið áberandi innan íslenskra
rannsóknarháskóla, sem er stofnun rannsóknarsetra við háskólana. Setrunum er ætlað
að veita rannsóknarsviðinu meira vægi, vekja athygli á sviðinu og opna greiðari leið
til styrktaraðila og hugsanlegra notenda rannsóknanna. Landbúnaðarháskóli Islands
hefur þegar byrjað að feta þessa braut með stofnun Votlendisseturs árið 2008 og
stefnt er að stofnun rannsóknaseturs um íslenskar erfðaauðlindir í landbúnaði við
sama skóla.
Nýjar námsleiðir í samstarfi háskólastofnana
Innri þörf háskólanna sjálfra til að eflast og dafna og draga til sín fleiri nemendur,
m.a. með nýjum námsleiðum, hefur að sama skapi mikil áhrif á rannsóknarvirkni við
skólana. Nefna má dæmi af nýrri námsleið við Háskóla Islands sem er rannsóknarnám
í lýðheilsufræðum. Aðeins hálfu öðru ári eftir að það var sett á fót eru um 60
nemendur skráðir þar á meistarastigi og fimmtán í doktorsnám. Örfáum árum áður var
stofnað til meistaranáms í sömu fræðum við Háskólann í Reykjavík sem einnig telur
nú um 60 framhaldsnemendur. Það má rétt ímynda sér afrakstur þessara nýju
námsleiða, alla þá vísindastarfsemi og þróunarstarf á heilbrigðis- og lýðheilsusviði
sem er bein afleiðing námsins. Þessar námsbrautir voru hins vegar ekki skapaðar í
tómarúmi, heldur byggðust á starfi margra deilda og jafnvel erlendra háskóla.
Lýðheilsunám krefst aðkomu margra ólíkra fagsviða og að náminu koma öll fimm
fagsvið Háskóla íslands, auk erlendra háskóla. Þama er að mínu viti lykill að farsælli
þróun í rannsóknamámi og nýjum námsleiðum við háskóla, ekki síst lítilla eininga á
borð við landbúnaðarháskólana. Rétt eins og stór og öflug rannsóknarverkefni krefjast
samvinnu fagsviða, þá þarf samvinnu innlendra og jafnvel erlendra háskóla til að
koma á fót nýjum og öflugum námsleiðum.
Því möguleikar landbúnaðar eru síður en svo slakari en til dæmis lýðheilsunnar þegar
rannsóknamám er annars vegar. Fræðasvið landbúnaðar tengist fjölda greina vísinda,