Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 86
84 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Nýsköpun og fjölþætting tekjustofna á býlum
Anna Karlsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Inga Elísabet Vésteinsdóttir
Land- ogferðamálafrœðistofa, Háskóla Islands
Inngangur
I fræðilegri umræðu og opinberri stefnumótun hefúr hugtakið „fjölþættur
landbúnaður“ (e. multifunctional agriculture) orðið miðlægara í umræðu um þróun
landbúnaðar og byggða í Evrópu, frá því að hugtakið var notað í Staðardagskrá 21 á
Rio-ráðstefnunni um umhverfismál og þróun árið 1992. Hugtakið er því nátengt
umræðunni um sjálfbærra þróun samfélaga, með áherslu á samþættingu hagrænna-,
umhverfis- og félagslegra þátta. I samningaviðræðum um opnun heimsmarkaðar með
búvörur á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hefur Evrópusambandið beitt
hugtakinu í röksemdum fyrir áframhaldandi stuðning við landbúnað, vegna mikilvægs
hlutverks hans í sköpun almannagæða (Renting o.fl., 2009; Potter & Tilzey 2007).
Auk hins hefðbundna hlutverks landbúnaðar í framleiðslu matvæla og annarar vöru,
felst í hugmyndinni um fjölþætt hlutverk greinarinnar að bændur standi vörð um
náttúru, landslag og menningarleg verðmæti, auk þess að veita borgarbúum aðgang að
landi sínu til afþreyingar. Ofangreindar breytingar á hugmyndafræði í samspili við
umbreytingar í landbúnaðarframleiðslu og búsetu hafa Ieitt til ljölþættingar í starfsemi
býla víðast hvar í Evrópu, en ávinning af slíkri starfsemi getur verið erfitt að mæla
eingöngu með hefðbundnum hagrænum mælistikum (sjá t.d. Knickel & Renting 2000;
Hall, McVittie & Morgan 2004; Mather, Hill & Nijnik 2006; Karl Benediktsson,
Magnfríður Júlíusdóttir & Anna Karlsdóttir 2008; Jongeneel, Polman & Slangen
2008; Renting o.fl. 2009).
Fækkun starfa í hefðbundnum landbúnaði og neikvæð íbúaþróun í mörgum
landbúnaðarhéruðum hefur leitt til samþættingar landbúnaðarstefnu og byggðastefnu
innan Evrópusambandsins, undir hatti byggðaþróunar. Gildandi stefnumörkun fyrir
árin 2007-2013 samanstendur af þremur meginásum: Sá fyrsti er þróun landbúnaðar á
forsendum samkeppnismarkaðar. Nýting og stjórnun lands í anda sjálfbærrar þróunar
er annar ásinn og sá þriðji fjölþætting lífsviðurværis og aukin lífsgæði í dreifbýli.
Útfærsla á einstaka svæðum á að vera í höndum samstarfshóps staðbundinna
hagsmunaaðila, í anda LEADER- byggðaþróunaráætlunarinnar (European
Commission 2006). Áherslan í stefnumótun er því á þróun landbúnaðar í samspili við
samfélag og umhverfi viðkomandi svæða, sem er í takt við þróun frá
atvinnugreinastuðningi til stuðnings við svæðaþróun í byggðastefnu. Væntingar til
landbúnaðar sem vettvangs spennandi nýsköpunar og tekjuaukningar í dreifbýli hafa
því vaxið.
Á Fræðaþingi landbúnaðarins 2008 voru flutt tvö erindi byggð á rannsóknar-
verkefninu Litróf landbúnaðarins, sem snýst um fjölþætt hlutverk landbúnaðar á
íslandi (Karl Benediktsson, Magnfríður Júlíusdóttir & Anna Karlsdóttir 2008;
Magnfríður Júlíusdóttir, Anna Karlsdóttir & og Jórunn Iris Sindradóttir 2008). I þessu
erindi eru settar fram niðurstöðum úr þeim hluta verkefnisins, sem snýr að könnunar á
hvötum að nýsköpun meðal íslenskra bænda/ábúenda á lögbýlum og viðhorfum þeirra
til stuðnings og hindrana við þróun nýrra starfsemi í sveitum. Auk samanburðar við
niðurstöður erlendra kannana verður velt upp spurningum um hvemig áherslur í