Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 87
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN í DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 85
byggðastefnu og stuðningi við landbúnað hér á landi samræmist stefnumörkun á
vettvangi Evrópusambandsins. Einkum verður horft til þátta sem styðja við nýsköpun.
Spurningakönnun
Seinni hluti rannsóknarinnar fólst í spurningakönnun, sem tók mið af niðurstöðum
viðtalsrannsóknar meðal bænda víðsvegar á landinu, sem farið höfðu nýjar leiðir í
starfsemi á býlum (Anna Karlsdóttir, Karl Benediktsson, Magnfríður Júlíusdóttir,
Jórunn j. Sindradóttir & Inga E. Vésteinsdóttir 2008). Spumingalistinn var byggður
þannig upp að viðhorfsspurningum gátu tveir svarendur á hverju býli svarað, þannig
að fjöldi býla og svarenda fer ekki saman. Listinn var prófaður með rýnihóp bænda,
sem gáfu góðar ábendingar fyrir lokaútgáfuna.
Við úrtöku var notast við upplýsingar úr Hagtölum landbúnaðarins (útgáfa 2007) um
fjölda býla í ábúð í hverjum landshluta, og lögbýlaskrá landbúnaðarráðuneytisins
(útgáfa 2008). Tekið var 20% slembiúrtak úr lögbýlaskrá, en til að ná því markmiði að
ná til 20% býla í hverjum landshluta voru valin fleiri býli frá landsvæðum sem vantaði
uppá eftir fyrstu umferð. Fjöldi býla í úrtaki varð 864 og bámst svör frá 235 býlum á
tímabilinu júlí-desember 2008, eftir ítrekun í pósti og símtölum. Lægst svörun var á
Reykjanesi og höfuðborgarsvæði, en hæst á Norðurlandi vestra (sjá töflu 1).
Tafla 1. Dreifing svara við spumingalistum á landshluta
Fjöldi býla Svarhlutfall J,j
_________________________________einstaklmga
(S 17% 8
Reykjanes + HBS 6 17% 8
Vesturland 31 25% 50
Vestfirðir 13 25% 17
Norðurland-vestra 42 32% 69
Norðurland-eystra 41 26% 67
Austurland 25 26% 39
Suðurland 67 25% 106
Otilgreint 3 3
Auðir listar 7
Alls 235 27% 359
Viðhorf bænda til nýsköpunar
Rannsóknir á fjölþættingu landbúnaðar, sem beina sjónum að umbreytingum á býlum
og ábúendum sem gerendum, hafa flestar það að markmiði að greina hvata til
breytinga á starfsemi. Hvati að fjölþættingu virðist í flestum tilfellum vera af
fjárhagslegum toga, það er að fjölþætting í starfsemi er oftast leið bænda til þess að
bæta fjárhagslega stöðu sína (Meert, Huylenbroeck, Vernimmen, Bourgeois & Hecke
2005; Barbieri & Mahoney 2009). Fjárhagslegur ávinningur getur hlotist af því að
nýja starfsemin býr til aukatekjur eða að bændur geta verið án annarra tekjulinda, svo
sem tekjum frá vinnu utan býlis. Einnig hefur betri nýting fjárfestinga (t.d. bygginga)
til tekjuöflunar komið frarn sem hvati (Sharpley & Vass 2006). Samkvæmt Litrófs-
könnuninni tengdust fjórir af átta helstu hvötum að nýbreytni möguleikanum á
fjárhagslegum ávinningi á einn eða annan hátt. Þetta styðja einnig niðurstöður okkar í
tengslum við ástæður þess að nýbreytni var hætt, en þar gáfu bændur flestir upp rýrar
tekju og of mikinn tilkostnað í mannafla og tíma sem helstu ástæður fyrir að hafa hætt