Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 89
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN í DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 87
býlum sínum (Jongeneel o.fl. 2008). Ekki var unnt að greina marktækan mun á milli
búgreina í könnun okkar, en því yngri sem svarendur voru, því hærra hlutfall hafði
áform um nýbreytni. Ef litið var til menntunarbakgrunns svarenda var rúmur
þriðjungur þeirra sem höfðu háskólapróf og iðnmenntun með áform um nýbreytni, en
hlutfallið var lægra meðal búfræðimenntaðra bænda (22%).
Ef skoðuð voru tengslin milli áforma um nýbreytni og vinnu utan býlis kom í ljós að
63% einstaklinga sem hafa áform um nýbreytni stunda vinnu utan býlis, annað hvort
launavinnu, verktakastarfsemi eða hvort tveggja. Það gefúr ákveðna hugmynd um að
bændur vildu helst geta haft meiri hluta tekna sinna af vinnu á býlinu sjálfú. Ef
skoðuð eru tengsl áforma um nýbreytni við virkni svarenda í félagsstarfsemi af ólíku
tagi skera þeir svarendur sig úr sem eru aðilar að átaksverkefnum eða/og tengdir
ungmenna- og íþróttastarfi. Það rennir stoðum undir þá tilgátu að sterk
samfélagsvitund fari saman við jákvæðni gagnvart nýbreytni. Það er í nokkru
samræmi við að aðgengi að menntun og gerð tengslaneta sé ekki síður mikilvæg til
velfamaðar (Meert o.fl. 2005), sem og möguleikar til fjarskipta (Stathopoulou,
Psaltopoulos & Skuras 2004).
Framfarahugsun og hagspeki í landbúnaði
Þegar litið er til skoðana svarenda á því hvaða starfsemi eigi mesta framtíð fyrir sér í
viðkomandi sveit á næstu tíu árum, miðað við staðsetningu og landgæði kemur í Ijós
að hefðbundnar greinar (mjólkuríramleiðsla, sauðfjárbúskapur, hrossarækt) ásamt
ferðaþjónustu og skógrækt em taldar vænlegastar til ffamtíðar. Ferðaþjónusta, ásamt
menningarstarfsemi, er sú nýbreytni sem flestir áforma á næstu ámm. Margir hyggja á
frekari þróun þess búreksturs sem fyrir er. Það sem efst er á baugi eru þó þær miklu
vonir sem virðast bundnar við þróun heimavinnslu og beinnar sölu.
Svarendur í könnuninni töldu að æskilegar áherslur í þróun íslensks landbúnaðar
næstu tíu árin ættu helst að tengjast uppmnamerkingum (60%) og fullvinnslu (44%),
sem styður ennfremur fyrrnefndar áherslur í nýbreytniáformum bændanna. Þegar
niðurstöðumar vom krossprófaðar við tegundir býla (sauðfjárbú og kúabændur) út frá
tilgátu um að forgangsröðun þeirra gæti verið ólík kom í ljós iítill sem enginn munur,
nema kúabændur voru hallari undir stækkun eigin býla á meðan að sauðfjárbændur
töldu umbætur á landi mikilvægari, en einnig áherslur á lífræna og vistvæna (46%).
Báðir hópar höfðu svipaða og mesta trú á upprunamerkingum og fullvinnslu. Líklegar
skýringar á mikilli trú á framtíð uppmnamerkinga og fullvinnslu má fmna í
átaksverkefninu Beint frá býli og einnig í verkefnum sem unnið er að á nokkrum
svæðum í tengslum við útfærslu byggðastefnu í gegnum vaxtarsamninga landshluta. í
þeim sex vaxtasamningum, sem gerðir voru á ámnum 2004-2006 (sjá t.d. iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytið 2006), var lögð áhersla á að byggja upp klasa í ferðaþjónustu og
menningu. Ein vinsæl útfærsla á því markmiði hefur verið að tengja ferðaþjónustu og
svæðisbundnar hefðir í matvæiaframleiðslu.
Samkvæmt hollenskum rannsóknum hvetur framboð á styrkjum til fjölþættingar á
býlum. Einnig virðist nálægð við þéttbýli hafa jákvæð áhrif. Niðurstöður könnunar
okkar styður þetta að hluta til. Á meðan óvissa ríkir um hvort aðgengi að styrkjum til
nýbreytni hafi aukist eru 52% svarenda mjög ósammála staðhæfingunni um að allir
hafi jafna möguleika til styrks. Það bendir til þess að fólk telji styrki skipta máli en sé
ekki á eitt sátt um hvort að þeim sé beint í réttan farveg. I einungis 19 af 309 svömm
um helstu hvata nýbreytni sem þróuð hafði verið, var merkt við að styrkir í boði til