Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 90
88 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
þróunar á viðkomandi starfsemi hefðu verið hvati. Takmarkað framboð styrkja til
ijölbreyttrar nýsköpunar kemur í ljós í viðtalshluta rannsóknar samanber þessa
tilvitnun:
“Það sem er kannski alvarlegast í þessari stöðu sem snýr að nýsköpun og þróun, eins
og í fiskeldi og ferðaþjónustu, er samkeppni við niðurgreiddar búsetuforsendur. í
hefðbundnu greinunum fá menn sínar beingreiðslur sem eiga að duga fyrir launum og
framfærslu. En í ferðaþjónustu og öðrum greinum, þar þurfum við bara að bjarga
okkur sjálf á alþjóðamarkaði.” (Austurland,55 ára karl viðtal 2007)
í erlendum rannsóknum hefur komið fram að ljárstyrkir frá hinu opinbera eru ráðandi
þáttur, bæði þegar kemur að því hversu opin samfélög eru fyrir fjölþættingu og hversu
vel tekst til. Styrkir hafa áhrif á það hvernig tekst til með nýbreytni, en almennt gengi
og viðurkenning á nýrri starfsemi hefur einnig áhrif á vilja stjómvalda til þess að veita
styrki (Bjorkhaug & Richards 2008).
Umræða
Meginmarkmið rannsóknaverkefnisins Litróf lcmdbúnaðarins er að samþætta umræðu
um byggðaþróun og þróun landbúnaðar á íslandi, með því að kanna viðhorf ábúenda á
býlum víðsvegar um landið til þróunarinnar. Einnig beinist rannsóknin að því að
greina breytileika í ijölþættingu á starfsemi býla, hvata til nýbreytni og reynslu af
henni. Aherslan er á bændur sem gerendur sem skapa sér lífsviðurværi úr blöndu
mismunandi bjarga, sem ytri aðstæður, s.s. stefnumörkun og efnahagsþróun á
mismunandi landfræðilegum kvörðum/svæðum (landshluti, þjóðríki, ríkjasambönd,
hnattrænt) verka á (sjá nánar í umijöllun um líkanið um sjálfbært lífsviðurværi í Karl
Benediktsson o.fl. 2008).
I ljósi þeirrar umræðu sem farin er af stað um aðildarumsókn íslands að
Evrópusambandinu, er áhugavert að bera saman áherslur á íslandi og hjá
Evrópusambandinu í byggða- og landbúnaðarstefnu, einkum þeim hluta sem snýr að
nýsköpun og þróun í dreifbýli. Eins og fram kom í inngangi er samþætting
landbúnaðar, umhverfísmála og byggðaþróunar orðin að veruleika í stefnumörkun
ESB. Aherslan er á flutning styrkja frá hefðbundinni landbúnaðarframleiðslu til
sjálfbærari nýtingu náttúruauðlinda og sköpun hagstæðra skilyrða til nýsköpunar í
þróun vöru og þjónustu í dreifbýli, bæði innan og utan landbúnaðar. Á íslandi hafa
áherslur í byggðaáætlunum í byrjun 21. aldarinnar (Alþingi 2002, 2005) einnig verið á
að styrkja umhverfi nýsköpunar og svæðisbundna þróun í gegnum Vaxtarsamninga.
Þar hefúr lítið verið vikið að umhverfismálum og þróun landbúnaðar sérstaklega.
Sjónir hafa beinst mest að eflingu menningartengdrar starfsemi, ferðaþjónustu, æðri
menntunar og hátækni.
I landbúnaðarstefnu hefur lítið verið hróflað við framleiðslutengdu beingreiðslukerfi,
þó að sjá megi vísi að hugmyndum um fjölþætt hlutverk landbúnaðar í tengingu
greiðslna við gæðastýringakerfi, stuðningi við ijölþættingu á starfsemi á býlum og
stuðningi við skógrækt, sem fellur nú vel að áherslum byggðaþróunarstefnu ESB um
aðgerðir í loftslagsmálum. Eins og kom fram í umræðu um viðhorf til styrkja í könnun
höfúnda, telja margir ifumkvöðlar í nýrri atvinnustarfsemi á býlum að styrkjakerfi
íslensk landbúnaðar hafi ekki þróast í takt við ijölþættingu starfsemi til sveita. Vekur
það upp spumingu um hvort slík uppbygging hefði úr meiru að spila úr sjóðum ESB.