Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 91
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN í DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 89
Stjómskipulag málaflokka sem falla saman undir byggðaþróunarstefnu
Evrópusambandsins er hér á landi dreift á þrjú mismunandi ráðuneyti. Sum aðildarríki
ESB hafa aðlagað stjómsýslu að samtengingu þessara málaflokka með því að leggja
saman ráðuneyti fmmvinnslugreina, umhverfís- og byggðamála, þar á meðal er
Bretland (Marsden & Sonnino 2008). Rannsóknir á framkvæmd stefnu ESB í
mismunandi aðildarríkjum, sýna að ríkin leggja mismikla áherslu á stuðning við ásana
þrjá (landbúnað, umhverfi og samfélagsþróun), auk þess sem sum ríki leggja fram
áætlanir fyxir landshluta sem taka tillit til svæðisbundinna sérkenna og
þróunarmarkmiða. Á Bretlandi er t.d. munur á fyrirkomulagi styrkja á mismunandi
landshlutum. I Wales er áherslan á þróun gæðavöru á minni fjölskyldubúum og allir
bændur fá flatar greiðslur óháð stærð jarða, en í Englandi eru greiðslur á hvem hektara
lands, sem færir stómm landeigendum stærri hlut styrkjanna (Marsden & Sonnino
2008). í Frakklandi, þar sem lengst hefð er fyrir tengingu styrkja við að bændur aðlagi
styrkumsóknir bæði að svæðabundnum markmiðum um þróun, auk stefnu stjómvalda
um sjálfbæra þróun, sýna rannsóknir að mikill meirihluti bænda leggur enn mesta
áherslu á nýbreytni, sem styrkir tekjur eigin búreksturs og bætir vinnuaðstöðu þeirra
(Gafsi, Nguyen, Legagneux & Robin 2006). Breyting á markmiðum og framkvæmd
stefnumörkunar í landbúnaði, hefúr því ekki gjörbreytt forgangsröðun bænda og
hagasmunasamtaka þeirra, sem enn hafa mest ítök í mótun svæðamarkmiða.
Þrátt fyrir viðurkenningu á mikilvægi fjölþættar starfsemi eru þó raddir á loflti þess
efnis að opinber stefnumörkun í styrkjakerfum landbúnaðarins horfí víða enn of mikið
til framleiðslutengdra þátta og að með því sé komið í veg fyrir að landbúnaður ýti
undir sjálfbæra þróun i dreifbýli (Marsden & Sonnino 2008). Þrátt fyrir að opinber
stuðningur við búvöruframleiðendur hér á landi sé meðal hæstu PSE-gilda sem mælast
meðal OECD landa (Hagþjónusta landbúnaðarins 2007) er sá stuðningur fyrst og
fremst bundinn við einstaka búgreinar. I niðurstöðum okkar eru vísbendingar um að
bændur á íslandi styðji þróun íslensks landbúnaðar í átt að fjölbreyttari starfsemi og
víðtækara félagslegu, umhverfislegu og menningarlegu hlutverki landbúnaðar í
sveitum landsins.
Eins og dæmin sýna í kjölfar efnahagshruns Islands á haustdögum getur stefna sem
miðar mestmegnis að aukinni samleitni og iðnvæðingu í landbúnaði, lent í ógöngum
vegna mikils fjárfestingakostnaðar. Miklar skuldir þriðjungs kúabúa á stærstu
nautgriparæktarsvæðum landsins (Bændablaðið 2009) sýna að mikil áhersla á
framleiðsluaukningu einstakra býla hefur leitt til offjárfestinga. Aukin samleitni er
andstæða við fjölbreytileika og ofuráhersla á eina tegund framfara getur því verið
Akkilesarhæll fjölbreytileika í landbúnaði (Barbieri & Mahoney 2009). Samkvæmt
Van der Ploeg (2009) gaf landbúnaðarstefna nútímavæðingarinnar á 20.öld oft ekki
færi á öðru en fyrirframgefnum skilgreiningum og tók ekki tillit til að bændur færu
mismunandi leiðir í þróun starfsemi sinnar. En þrátt fyrir það þróuðust mismunandi
tegundir býla jafnvel innan sömu búgreinar. Með því að viðurkenna og skilgreina
mismunandi leiðir til að lifa í dreifbýli, af landbúnaði og tengdum greinum, er komið í
veg fyrir að ein ráðandi framfarasýn haldi aftur af þróun annarra lífvænlegrar
starfsemi sem bændur vilja koma á fót.
Heimildir
Alþingi, 2002. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005. Þskj. 843 -
538. mál, 127. þing.
Alþingi, 2005. Tillaga tilþingsályktunar um stefnumótandi byggðaáœtlun fyrir árin 2006-2009. Þskj.
473 - 391. Mál, 132. þing.