Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 94
92 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Evrópu (Hjördís Sigursteinsdóttir, Edward H. Huijbens, Áki Ármann Jónsson, Ólöf
Harpa Jósefsdóttir og Emil Bjömsson, 2007).
Með vaxandi fjölda skotveiðimanna er aukin hætta á ofnýtingu á takmörkuðum
auðlindum. Þetta hefur ákveðin vandamál í för með sér og getur leitt til ofnotkunar og
hnignunar á villtum dýrastofnum. Það er því mikilvægt fyrir alla sem koma að
skotveiðum að veiðarnar séu byggðar á sjálfbærni og koma þannig í veg fyrir að
gengið sé of nærri dýrastofnum og náttúrunni.
Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar
Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar snýst um að við mætum þörfum okkar án þess að
stefna í hœttu möguleikum komandi kynslóða á að mœta sínum þörfum. Til þess að
það sé mögulegt þarf þróun efnahagslífs, félagslegur jöfnuður og umhverfisvemd að
fara saman ef tryggja á öllum íbúum jarðar og komandi kynslóðum viðunandi
lífsskilyrði (World Commission on Enviroment and Development, 1987).
Sjálfbær þróun er hugtak sem fyrst varð til vegna umræðu sem átti sér stað á níunda
áratugnum um umhverfí og þróun. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun
sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til
að mæta þörfum sínum (Umhverfisráðuneytið, 2002). I þessu felast tvö lykilatriði:
• hugmyndin um þarfir, aðallega grundvallarþarfir þeirra sem minna mega sín í
heiminum og ættu að hafa forgang og
• hugmyndin um takmarkanir sem þar sem tækni og félagslegar
skipulagsheildir setja umhverfinu skorður til að mæta þörfúm samtímans og
framtíðarinnar (World Commission on Enviroment and Development, 1987).
Skilgreiningin á hugtakinu sjálfbær þróun felur þó ekki eingöngu í sér að horft skuli
til umhverfislegra þátta, heldur er kjaminn í sjálfbærri þróun samþætting félagslegra2,
vistfræðilegra3 og efnahagslegra4 5 þátta (McElroy og Potter, 2006). Þessa þrjá þætti
þarf að skoða í samhengi þannig að leitast sé við að hámarka efnahagslega og
félagslega velferð án þess að umhverfið verði fyrir skaða (Swarbrooke, 1999;
Umhverfisráðuneytið, 2002).
Rannveig Ólafsdóttir (2007) hefur bent á að boðskapur sjálfbærrar þróunar sé skýr og
samfara síaukinni neysluhyggju á vesturlöndum verði boðskapurinn stöðugt brýnni.
Sjálfbær þróun virðist ekki lengur snúast bara um umhverfis- og náttúruvemd heldur
einnig um náungann og samfélagið.
Skotveiðitengd ferðaþjónusta - nýsköpun í dreifbýli
Skotveiðar á íslandi aukist á síðustu árum3. Bændur og landeigendur hafa ekki farið
varhluta af þessari vaxandi eftirspum eftir veiðum þar sem ásókn skotveiðimanna í
land þeirra hefur aukist. Jafnframt hefúr skapast þörf fyrir frekara skipulag sem gefur
2 Með félagslegum þáttum er átt við góð lífsskilyrði, möguleikum á að sjá fyrir sér og íjölskyklu sinni, réttur til
húsnæðis, réttlæti, samstöðu og jafnrétti, lýðræði og rétt til atvinnu, góðra vinnuaðstæðna og öruggs
vinnuumhverfis (World Commission on Enviroment and Development, 1987).
3 Með vistfræðilegum þáttum er átt við þá lífssýn að náttúran hafi gildi í sjálfu sér og skuli skilað í hendur komandi
kynslóða, að þolmörk náttúrunnar séu viðurkennd, auðlindanýting takmörkuð og endurunnið og víðtæka
viðurkenningu á varfæmisreglunni (World Commission on Enviroment and Development, 1987).
4 Með efnahagslegum þáttum er átt við að skapa verðmæti í fýrirtækjum og samfélagi ásamt efnahagsþróun og
hagvexti sem er í jafnvægi við hina vistfræðilegu og félagslegu þætti (World Commission on Enviroment and
Development, 1987).
5 Samkvæmt upplýsingum frá deildarstjóra lífríkis og veiðistjómunar Umhverfisstofnunar voru gefin út 10.421
veiðikort á árinu 2008 en það var aukning um 3,3% lfá árinu á undan.