Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 95
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN í DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 93
svigrúm til að hámarka arð án ofnýtingar og um leið auðvelda aðgengi
skotveiðimanna að landi til veiða. Þessi áhugi hefur m.a. orðið til þess að grundvöllur
hefúr skapast fyrir nýja grein í ferðaþjónustu, skotveiðitengda ferðaþjónustu (e.
hunting tourism). Með skotveiðitengdri ferðaþjónustu er átt við þegar skotveiðimaður
ferðast að heiman á önnur veiðisvæði, gjarnan erlendis, til þess að stunda skotveiðar.
Það er ekki skilyrði að hann þekki veiðisvæðin eða bráðina á þeim svæðum. Félags-
og/eða menningartengsl skotveiðimannsins við þau veiðisvæði eru misjafnlega sterk
og fara væntanlega dvínandi því sem hann ferðast lengra frá heimkynnum sínum
(European Charter on Hunting and Biodiversity, 2007:4).
Skotveiðitengd ferðaþjónusta sem byggist á sjálfbærni er mannaflafrek og getur
stuðlað að fjölbreytni í atvinnulífi og tekjuöflun í dreifbýli og þannig styrkt hagkerfið
á tilteknu svæði. Bent hefúr verið á að skotveiðimenn (ferðamenn) geti haft jákvæð
áhrif á samfélög í dreifbýli þannig að þeir geti viðhaldið þeirri samfélagskennd (e.
sense of community) sem hefur þróast i samfélaginu í gegnum tíðina (Gunnarsdotter,
2006) . Þrátt fyrir að skotveiðin sé aðaltilgangur ferðar skotveiðimannsins er hann
jafnframt líklegur til að nýta sér annars konar þjónustu á viðkomandi svæði. Þeir
skotveiðimenn sem ferðast langt að eru almennt viljugri til að greiða meira fyrir
veiðiupplifanir heldur en þeir heimamenn sem stunda skotveiði (Lovelock og
Robinson, 2005). Þeir eru jafnframt líklegir til að kaupa þjónustu í tengslum við
veiðamar s.s. í formi leiðsagnar (European Charter on Hunting and Biodiversity,
2007) . Skotveiðimenn eru einnig líklegir til að nýta sér einhvers konar samgöngutæki
til að komast til og frá innan svæðis, jafnvel kaupa gistingu, matvöm, aðra afþreyingu
eða annars konar þjónustu í nágrenni við hans veiðisvæði.
Ef rétt er farið að getur skotveiðitengd ferðaþjónusta verið hvatning fyrir samfélög í
dreifbýli til að varðveita náttúm- og dýralíf á viðkomandi svæði. Sé skipulagning
skotveiðarinnar hins vegar ekki byggð á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er hætta
á að neikvæðra áhrifa verði vart t.d. með ofnýtingu dýrastofna og mikils ágangs á
náttúruna. Slíkt getur valið togstreitu milli heimamanna og skotveiðimanna.
Á íslandi er skotveiðitengd ferðaþjónusta sem byggist á sjálfbærni talin hafa mikla
vaxtarmöguleika. Nú þegar er kominn vísir að ferðaþjónustu í tengslum við
skotveiðar og sjá margir ffumkvöðlar í ferðaþjónustu þar aukin atvinnutækifæri á
næstu missemm. Skotveiðitengd ferðaþjónusta er t.a.m. talin hafa mikla vaxtar-
möguleika á Austurlandi (Hjördís Sigursteinsdóttir o.fl., 2007). Þar er löng hefð fyrir
skotveiði og hefúr hún ekki síst þróast í kringum hreindýraveiðamar sem em einstakar
fyrir landshlutann. Samhliða því hafa umsvif ferðaþjónustunnar í kringum veiðarnar
aukist. Hreindýraveiðimenn eru skyldugir til að vera í fylgd með leiðsögumanni við
veiðarnar en jafnframt má búast við aukinni veltu í landshlutanum vegna þeirrar
þjónustu sem veiðimaðurinn kaupir, s.s. vegna gistingar, fæðis, ferða til, frá og innan
svæðis sem og annarrar afþreyingar og/eða þjónustu sem veiðimaðurinn nýtir sér.
Skotveiðitengd ferðaþjónusta er þó ekki einvörðungu bundin við hin austfirsku
hreindýr. Víðsvegar um landið hafa aðilar verið að hasla sér völl á þessu sviði og
bjóða upp á ferðaþjónustu í tengslum við skotveiði á annarri villibráð en hreindýmm.
Má þar t.a.m. nefna Stöng í Mývatnssveit, Mjóeyri ehf. og Adventura á Djúpavogi6.
Nýleg viðtalskönnun7, sem gerð var meðal skotveiðimanna og annarra hagsmunaaðila
um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu á Islandi, bendir til þess að hópur íslenskra
veiðimanna á erfiðara með að finna sér ákjósanleg veiðisvæði en áður. Jafnframt
6 Sjá www.stong.is.www.inioevri.is og www.advendura.is.
7 Óbirtar niðurstöður úr verkefninu North Hunt