Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 100
98 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Matvæli beint frá býli, heilbrigðiskröfur heimaframleiðslu
Sigurður Öm Hansson
Matvælastofnun
Oft er rætt um að reglur um matvælavinnslu hér á landi séu mun strangari en í
nágrannaalöndunum og einnig er oft vísað til landa í mið Evrópu eins og Austurríki
og Sviss þar sem mikil heimavinnsla sé stundum á sveitabæjum.
Ennffemur að í nýrri matvælalöggjöf Evrópusambandsins séu auknar heimildir til
matvælavinnslu heima á bæjum og til milliliðalausrar sölu til neytenda.
Matvælastofnun telur að afurðir úr heimavinnslu þurfi að vera öruggar til neyslu, að
kröfur fyrir vinnslu á mismunandi afurðum þurfi að byggjast á áhættumati,
verkkunnátta þurfi að vera fyrir hendi og að upplýsa þurfi neytandann sérstaklega um
afurðina, t.d. ef mjólk er ekki gerilsneydd
Framleiðsla matvæla á býlum þarf að rúmast innan þess ramma sem löggjöfm setur og
eru það einkum lög um matvæli og lög um slátrun, og reglugerðir sem settar eru með
stoð í þessum lögum. Samkvæmt gildandi löggjöf má eigandi lögbýlis slátra eigin
búfé á lögbýlinu til eigin neyslu, sala á ógerilsneyddri mjólk (nema broddmjólk að
uppfýlltum ákveðnum skilyrðum) er bönnuð og dreifing á matvælum sem unnin eru á
heimili eða í tengslum við heimili er bönnuð.
A næstu mánuðum og misserum mun Island væntanlega innleiða nýja matvælalöggjöf
Evrópusambandsins um almennar hreinlætisreglur um matvæli og fóður, sértækar
reglur um dýraafurðir og um opinbert eftirlit með matvælum og fóðri. í nýju
löggjöfinni er ákveðin slökun á sumum þáttum en ákvæði varðandi heimaslátrun eru
óbreytt enda nær gildissvið gerðanna ekki til framleiðslu á eigin heimili til eigin
neyslu.
Ógerilsneydda mjólk og aðra frumframleiðslu má selja beint frá býli en aðildarlöndum
ber þá að setja reglur. Þrátt fyrir þetta ákvæði er aðildarlöndum heimilt að banna
dreifingu á ógerilsneyddri mjólk.
Löggjöfin gildir um hollustuhætti í matvælaiðnaði frá hafi og haga til maga, en þó er
heimilt að selja frumframleiðsluafúrðir í litlu magni beint frá framleiðanda til
neytenda og á markaði eða veitingastaði á heimasvæði enda er ætlast til að settar séu
landsreglur í hverju ríki. Landsreglurnar skulu byggðar á áhættumati til að tryggja
öryggi matvælanna.
Frumframleiðsla er framleiðsla, eldi eða ræktun undirstöðuafúrða ásamt uppskeru,
mjöltum og eldi dýra fram að slátrun. Frumframleiðsla tekur einnig til dýra- og
fiskveiða og nýtingar villigróðurs.
Slátrun og sláturafúrðir teljast ekki til frumframleiðslu en sem dæmi um
frumframleiðsluafúrðir má nefna kom, ávexti, grænmeti, sveppi, egg, hrámjólk,
hunang, fiskafurðir, ber og snigla.
Frekari vinnsla afurða á býli er heimil en fellur þá undir almenn hreinlætisákvæði
löggjafarinnar.