Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 103
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN í DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 101
s.s. virðisauki/ hagnaðarvon, vemdun og/eða styrking markaðsstöðu (svar við
samkeppni, ná eða viðhalda sérstöðu), nýta ný tækifæri, nýta nýja tækni á nýjan hátt,
breyting á þörfiim og óskum neytenda , umhverfísmál, siðferðimál ofl.
Hvers konar vöruþróun ?
Það er útbreiddur misskilningur að vöruþróun feli mest megnis í sér vörur eða
þjónustu sem er alveg ný á markaði. I raun getur vöruþróun verið af ýmsu tagi.
Algjörar nýjungar em tiltölulega lágt hlutfall af allri vömþróun. Mun algengara er að
vömþróun eigi sér stað í kjölfar þess að nýjar framleiðslulínur eru settar upp í
fyrirtækjum eða viðbætur við framleiðslulínur eru gerðar. Þá er algengt að vömr sem
þegar em í framleiðslu séu endurbættar eða endurskoðaðar vegna breytinga á
áherslum fyrirtækisins eða markaðarins s.s. lækkun á kostnaði, vörumar gerðar hollari
eða umhverfisvænari. A síðastliðnum áratug hefur vömþróun í matvælaiðnaðinum
einkum orðið vegna þróunar á íblöndunarefnum (t.d. möskun á/draga úr bragði 0-3
fitusýra), umbúðum (t.d. stýring á upphitun pakkaðra matvæla í örbylgjuofni) og
framleiðslutækni (t.d. kælitækni). Þessi þróun hefur að mörgu leyti komið í kjölfarið
á breytingum á óskum neytenda úr áherslu á næringu, í ánægju og nú á síðastliðnum
árum í fyrirbyggjandi neyslu og afturhvarfs til náttúmnnar („náttúrulegt”, „hreinn
miði” og „uppruni”).
Megin skref í þróun á „nýrri matvöru”
Skipta má heildarferli vömþróunar í nokkur meginskref (sjá Mynd 1). Stærð og
umfang hvers skrefs er mismunandi eftir vömm og markaði, flestar matvömr þurfa þó
að fara í gegnum öll skrefin að einhverju leyti. Þá er nokkuð misjafnt hvar
„meðvitað“ vömþróunarferli hefst (fyrsta skreflð er oft að miklu leyti tekið áður en
markvisst er farið að huga að vöruþróuninni).
Hugmynd og Jysileikakönnun. Markmið skrefsins er að kanna forsendur þess að fara í
þróun á nýjum vömm út frá kröfum kaupenda, neytenda og eigenda. Val á
hugmyndum til þróunar og forsendur fyrir þróun, SVOT greining (greining á
styrkleika (S) og veikleika (V) fyrirtækis ásamt greiningu á þeim ógnunum (Ó) og
tækifærum (T) sem umhverfi þess býr yfír.). Undir skrefíð falla mörg atriði, þau
helstu em:
• Könnun á markaðsaðstæðum, hvaða tækifæri og ógnanir eru til staðar? Samskipti
höfð við líklega kaupendur (smásala, neytendur) varanna og kröfulýsing á nýjum
vörum fengin frá þeim. Samkeppnisvömr á markaði skoðaðar. Hvar vill
fyrirtækið staðsetja vömr sínar?
• Hugmyndavinna. Mótun og val á hugmyndum út frá markaðskönnun og
framtíðarsýn eigenda. Hvaða hráefni, framleiðsluaðferð og pökkunaraðferð koma
til greina, hversu langt geymsluþol þarf varan að hafa, hvemig á að geyma vömna
og flytja, í hversu stórum einingum selt, hvar selt (smásala, heildsala/mötuneyti)
ofl.
• Hvaða styrkleika og veikleika hefur fyrirtækið yfir að búa? Mat á tækniþörf,
þekkingu, mannskap, tækjabúnaði oþh. Uttekt á því hvemig fyrirtækið er í dag í
stakk búið að fara út í framleiðslu á þeim vömm sem hugmyndir eru um.
• Lög og reglur. Úttekt á opinbemm og markaðslegum kröfum sem gerðar eru til
tilvonandi framleiðsluvara.