Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 106
104 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
• Afstaða, hlutverk og færni stjómenda (Chiva ofl., 2004; Gomes ofl., 2000;
Salavou ofl. 2003; Filson ofl., 2000; Millward ofl., 2005).
• Skammtíma stefnumörkun og skortur á áætlanagerð (Marchini, 1995; Filson ofl.,
2000; Fluang ofl., 2002).
• Þekking og færni bundin við einstaklinga, lítið skipulag (March-Chorda ofl.,
2002; Woodcock ofl., 2000).
Megin vandamál smáframleiðenda eru oft hversu háðir þeir eru viðskiptavinum
sínum, skortur á þekkingu og fæmi, þjálfun, nettenging og skortur á fjárhagslegum
styrk. Með því að auka eigin nýsköpun og þróun, geta smáframleiðendur orðið
sjálfstæðari gagnvart viðskiptavinum sínum. Þau geta einnig stuðlað að betri
nettengingu, með því að taka virkari þátt í ýmsum netverkum. Vandamálin við
þjálfun, að ná í og halda í góða starfskrafta, em oft erfiðara að leysa fyrir lítil fyrirtæki
með takmörkuð fjárráð. Fjárfesting í fagkunnáttu og fólki er hinsvegar nauðsynlegt
fyrir allan atvinnurekstur og getur stuðlað að því að lítil fyrirtæki verði mjög frumleg
og samkeppnishæf.
Staðan á íslandi
Meirihluti matvælaframleiðslu á Islandi telst í raun til smáfyrirtækja eða örfyrirtækja
er stunda smáframleiðslu (skv. flokkun Evrópusambandsins teljast fyrirtæki með færri
en 10 starfsmenn sem örfyrirtæki, 10-50 starfsmenn sem smá/lítil og 50-250
starfsmenn sem miðlungstór). Örfá fyrirtæki hafa að ráða yfir framleiðslugetu,
mannskap og þekkingu sem flokkar þau undir miðlungsstór eða stór fyrirtæki.
Meginvandamál smáframleiðenda, nefnd hér að framan, eru því algeng meðal
íslenskra matvælafyrirtækja. Þau hafa hinsvegar það fram yfir stórfyrirtæki, að vera í
meiri nálægð við viðskiptavinina og hafa sveigjanlegt og óformlegt umhverfí. Þá hafa
þau oft áhættusæknara viðhorf og eru opnari fyrir breytingum, einkum m.t.t. nýrra
starfsaðferða. Nýsköpunarstarfsemi þessara fyrirtækja felt oft í þróun á nýjum
vinnsluaðferðum, tækjabúnaði og hægvaxta vöruþróun.
Að framansögðu er ljóst að til að stuðla að árangursríkri vöruþróun í smáframleiðslu á
íslandi er mikilvægt að leggja áherslu á rétta fyrirtækjamenningu, forystuhæfíleika
stjómenda, ijárfestingu í kerfum, tækni og fólki og skipulögð stefnumörkun
fyrirtækisins. Þá er opinbert stuðningskerfí mikilvægt smáframleiðendum.
Stuðningskerfið getur til að myndað falist í (1) stuðningi við smáframleiðendur á
mismunandi hátt í gegnum fræðsluáætlanir og þróunarverkefni hjá opinberum
rannsóknarstofnunum og háskólum; (2) hvatningu til myndunar netverka; (3) stuðlun
að auknum metnaði í fyrirtækjum og hvatningu til vömþróunar með því að leggja
áherslu á þörfma á að bregðast við breytingum á markaði; (4) útvegun
sérfræðiráðgjafar; (5) hvatningu í gegnum ijárhagslegar og skattalegar ívilnanir eða
aðstoð til styrktar litlum iyrirtækjum fjárhagslega.
Slíkt stuðninskerfi hefur verið staðar á íslandi í þó nokkurn tíma að einhverju leyti.
Það hefur hinsvegar skort á meiri samvinnu innan kerfisins og að það sé gert
aðgengilegra. Mikil vakning hefúr verið að undanförnu til þess að gera
stuðningskerfíð skilvirkara og hagnýtara fyrir smáframleiðendur sem vonandi skilar
sér í aukinni færni og þekkingu, þjálfun, nettengingu og fjárhagslegri getu þeirra og
þar með aukinni hæfni til nýsköpunar og vöruþróunar.