Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 109
MÁLSTOFA C - NÝSKÖPUN f DREIFBÝLI, - SMÁFRAMLEIÐSLA MATVÆLA | 107
Rannsóknir og þróun á matarferðaþjónustu á íslandi
Þáttur matar og matarmenningar í íslenskri ferðaþjónustu hefur ekki verið
rannsakaður með markvissum hætt fram að þessu. Stutt er síðan almennur áhugi aðila
innan ferðaþjónustunnar vaknaði fyrir mikilvægi matar sem aðdráttarafls í
ferðaþjónustu. Hugtakið matarferðaþjónusta bregður þó æ oftar fyrir og íslenskir
ferðaþjónustuaðilar nýta sér í auknum mæli þau tækifæri sem þar liggja.
í greininni er drepið á rannsóknum og þróunarverkefnum í matarferðaþjónustu á
íslandi, en meginefni greinarinnar er umfjöllun um rannsóknir sem gerðar voru í
Skagafirði á árunum 2004 og 2007 þar sem rannsökuð voru viðhorf og væntingar
ferðamanna til veitinga á ferðum sínum, sérstaklega til svæðisbundinna matvæla og
rétta.
Ferðamálastofa hefur um árabil staðið fyrir viðhorfskönnunum meðal innlendra og
erlendra ferðamanna þar sem m.a. eru spurt um viðhorf til veitinga sem i boði eru á
ferðalagi um ísland (Ferðamálastofa, án ártals). I þessum könnunum kemur fram að
íslenskir ferðamenn virðast vera gagnrýnni á gæði veitinga sem í boði eru, en lítill
munur er á íslenskum og erlendum ferðamönnum þegar kemur að verðlagi á
veitingum sem flestum finnst vera of hátt. Ferðamálastofa Islands í Evrópu hefur
einnig staðið fyrir viðhorfskönnunum í nokkrum Evrópuríkjum um viðhorf fólks til
íslands og íslenskra afurða (Ferðamálastofa 2005). Athygli vekur að íslenskur fiskur
virðist njóta mikillar virðingar í Evrópu og ekki síður meðal fólks sem aldrei hefur
komið til Islands. I niðurstöðum þessara kannana kemur einnig frain að Evrópubúar
leggja mesta áherslu á gæði vörunnar, þar á eftir kemur verð, uppruni og merki
(brand). Svipuð viðhorfskönnun fór fram í Bandaríkjunum 1999 á vegum
landkynningarverkefnisins Iceland naturally (Ferðamálastofa 2005).
Matvæla- og ferðamálaklasar Eyjaljarðar voru með þrjár spumingar inni í stærri
viðhorfskönnunum árið 2006 (Capacent gallup 2006; Rannsóknir og ráðgjöf 2006) þar
sem spurt var um áhuga ferðamanna á svæðisbundnum matvælum. Þar kom fram að
heldur meiri áhugi er meðal erlendra ferðamanna en innlendra að smakka veitingar
sem upprunar em af viðkomandi svæði.
Auk þeirra kannana sem nefndar em hér að ofan eru það spurningakannanimar tvær úr
Skagafírði á ámnum 2004 og 2007, sem telja má til sértækra rannsókna á sviði
matarferðaþjónustu hérlendis.
Þó beinar rannsóknir innan matarferðaþjónustu séu af skornum skammti hefur orðið
mikill framgangur í þróunarverkefnum á því sviði. Víða um land hefur verið stofnað
til héraðsbundinna þróunarverkefna um mat og ferðaþjónustu, sem njóta stuðnings
yfírvalda eins og nefnt er hér að ofan.
Rannsóknar- og þróunarverkefnið Matarkistan Skagafjörður - matur úr héraði, local
food (Matarkistan Skagafjordur, án ártals) reið á vaðið á haustmánuðum 2004, en í
kjölfarið komu verkefni eins og Matur úr héraði - local food, matarmenning í
Eyjafirði (Matur úr héraði, án ártals), og Þingeyska matarburið, frá fjalli til fjöru
(Þingeyska matarbúrið, án ártals). A Vestfjörðum (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, án
ártals), Vesturlandi (Vaxtarsamningur Vestulands, án ártals) og Suðurlandi
(Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja, án ártals) er hafið starf á þessu sviði
og athyglisverð vinna fer fram á Austur- og Suðausturlandi (Vaxtasamningur
Austurlands, án ártals; Einar Guðfinnsson, 2008). Auk þessara svæðisbundnu
verkefna má nefna Beint frá býli sem er verkefni á landsvísu um vinnslu og sölu
landbúnaðarafúrða frá býlum (Beint frá býli, án ártals). I því verkefni hefur m.a. verið