Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 112
110 I FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
framleiddum í Skagafirði á meðan á dvöl þeirra þar stóð. 44% svaraði þeirri spumingu
játandi.
Umræða
Erlendar kannanir hafa sýnt að u.þ.b. 1/3 af eyðslu ferðamanna fer í matvæli (Hall
C.M., Sharples L. 2003, Torres 2002). Ætla má að hægt sé að yfirfæra þessar
niðurstöður á íslenskar aðstæður, sbr. kannanir Ferðamálastofu sem sýna að stór hluti
af heildareyðslu erlendra ferðamanna á íslandi fer í mat (Ferðamálastofa, án ártals).
Það ætti því að vera full ástæða fyrir ferðaþjónustuaðila að leggja áherslu á þennan
þátt þjónustunnar. Eins og fram kemur í þeim könnunum sem greinin byggir á er
vandamál ferðaþjónustunnar oftast það að ferðamenn hafa skamma viðdvöl og eyða
litlu meðal á dvölinni stendur. Verkefnið sem blasir við flestum sem vilja byggja upp
ferðaþjónustu á ákveðnu svæði, er að fá ferðamenn til að staldra lengur við og eyða
meiru. Matarhefðir og veitingar geta í þessu samhengi komið sterkt inn. Með því að
þróa vöru sem byggir á matarhefðum og matvælaframleiðslu svæða og leggja áherslu
á gæði, frumleika og afþreyingargildi, getur matarferðaþjónusta orðið mikilvægt tæki
til byggja upp jákvæða ímynd í markaðssetningu svæða á íslandi.
Ferðaþjónustan er þjónusta sem er háð staðbundnum þáttum. Þessi atvinnugrein ætti
því að geta lagst á sveif með öðrum atvinnugreinum á hverjum stað. Þó hagtölur séu
af skomum skammti í matarferðaþjónustu, er ljóst að margir hafa hag af því að þessi
tegund ferðaþjónustu nái að blómstra. Þegar veitingastaðir og/eða ferðaþjónustuaðilar
leggja áherslu á staðbundin matvæli er ferðaþjónustan með því að styðja við
staðbundna matvælaframleiðslu, varðveita matarhefðir og styrkja staðbundna
sérstöðu. (Hall, Sharples 2003).
Helstu niðurstöður nýlokinnar rannsóknar á markaðssetningu áfangastaða á íslandi er
að auka þurfi enn frekar samstarf milli grasrótarinnar í ferðaþjónustu og
svæðisbundinna stoðstofnana í greininni eins og markaðsskrifstofa og
upplýsingamiðstöðva (Edward H. Huijbens og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir 2008). Við
sama tón kveður í nýlegri skýrslu frá Forsætisráðuneytinu þar sem skýrsluhöfundar
telja að markaðsstarf svæða og landsins í heild sé of flókin og verði þannig ómarkviss
(Forsætisráðuneytið 2008).
Ef marka má niðurstöður skagfirsku kannananna er áhugi ferðamanna á mat og
matarmenningu ótvíræður. Ferðamenn vilja fræðast um matarmenningu á ferðum
sínum og meirihluti þeirra telja mat og matartengda viðburði vera mikilvægan hluta af
ferðaupplifuninni, sbr könnunina 2007. Langflestir ferðamenn virðast hafa áhuga á að
kynnast staðbundnum mat á veitingahúsum og eru þar tækifæri fyrir veitingamenn og
aðra ferðaþjónustuaðila til vöruþróunar og til aukinnar fjölbreytni í þjónustu. Nokkra
athygli vekur hve margir eru hlutlausir gangvart því að kaupa matvæli beint af
bændum. Ekki er gott að ráða í ástæðuna fyrir þessu, en vert að rifja upp að í
könnuninni 2007 þar sem spurt var að þessu voru langflestir þátttakendur Islendingar.
Ekki er hefð fyrir beinni sölu matvæla frá framleiðanda til neytenda hérlendis og
spurning hvort það hafi áhrif á svörin. Forvitnilegt er að rannsaka þetta atriði frekar,
en sjálfsagt er að álikta að sóknarfæri geti legið í þeim sem eru hlutlausir, ekki síst
fyrir verkefni eins og Beint frá býli.
Niðurstöður þessara kannananna eru í takt við niðurstöður sambærilegra erlendra
kannanna (Hall C.M., Sharples L. 2003, Torres 2002). Þær varpa nokkru ljósi á