Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 129
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 127
Velferð mjólkurkúa í lausagöngufjósum
Andrea Riiggeberg1, Emma Eyþórsdóttir', Grétar Hrafn Harðarson1, Unnsteinn S.
Snorrason2 og Christoph Winckler3
1Landbítnaðarháskóla íslands, 2Bœndasamtökum íslands,
3University ofNatnral Resources and Applied Life Sciences, Vienna
Inngangur
Hugtakið velferð búíjár nýtur vaxandi athygli í umræðu um landbúnað víða um
heiminn, ekki síst meðal neytenda. Sýnt hefur verið fram á að vanlíðan og sjúkdómar
draga úr afurðasemi gripa og auka þannig kostnað búsins (Espejo og Endres, 2007;
Haskell et al., 2006; Hamilton et al., 2002). Óviðunandi aðbúnaður og skipulag, eins
og t.d. of mikill þéttleiki gripa í ljósum getur haft áhrif á bæði hegðun kúa og á
afurðasemi þeirra (Fregonesi et al., 2007; Haskell et al., 2006; Wierenga, 1983).
í Evrópu hefur verið unnið að umfangsmiklu rannsóknarverkefni á þessu sviði frá
2004 og er það styrkt af rannsóknasjóðum ESB. Verkefnið hefur vinnuheitið
WelfareQuality® (http://www.welfarequalitv.net') og markmið þess er að þróa
aðferðir við mat á velferð, aðbúnaði og líðan nautgripa og fleiri búfjártegunda.
Verkefninu er ætlað að setja staðla sem hægt verður að styðjast við í framtíðinni til að
bæta velferð gripa ásamt því að tengja saman velferð og afurðir gripanna og stuðla
þannig að jákvæðri imynd framleiðslunnar í augum neytenda. í fyrri rannsóknunr
hefur jafnan verið gengið út frá umhverfí og aðbúnaði gripanna við mat á velferð en í
þessu verkefni er auk þess leitast við að meta hvemig umhverfíð hefúr áhrif á gripina
bæði hvað varðar atferli og líkamlegt heilsufar. Skilgreiningar á forsendum velferðar
sem stuðst er við í verkefninu em sýndar í 1. töflu.
l.tafla. Skilgreining á forsendum fyrir velferð (Welfare Quality® integration meeting, Oslo, sept 2007)
Forsenda Skilgreining
Góð fóðrun Regluleg fóðrun í samræmi við þarfir - gripir svelti aldrei Gott og stöðugt aðgengi að vatni
Góður húsakostur Þægilegt hvíldarsvæði Viðeigandi hitastig Möguleiki á frjálsum hreyfingum
Gott heilsufar Ekki hætta á meiðslum Heilbrigðir gripir lausir við sjúkdóma Umhirða og aðbúnaður veldur ekki sársauka
Eðlilegt atferli Eðlileg félagsleg samskipti Tjáning annarrar hegðunar (forvitni, leikur) Gott samband manna og dýra Óttaleysi
Evrópuverkefnið WelfareQuality® nær til 9 landa með mismunandi áherslum eins og
fram kemur í 2. töflu. Þar að auki hafa aðferðir sem þróaðar em í verkefninu verið
prófaðar á 125 lífrænum kúabúum í Austurríki, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og
Danmörku og nú síðast hefúr aðferðafræðin verið prófuð á 46 kúabúum hér á íslandi
á síðast liðnu ári. Rannsókn af svipuðum toga var gerð sem BS verkefni á 18
kúabúum árið 2008 (Axel Kárason, 2008). Verkefnið er í unrsjá Landbúnaðarháskóla