Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 130
128 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
íslands og unnið í samvinnu við Prof. Christoph Winckler sem er einn af
verkefnastjórum Evrópuverkefnisins.
2. tafla. Þáttakendur í verkefninu WelfareQuality®.
Dýrategund Land Fjöldi búa
Mjólkurkýr Austurríki, Tékkland, Þýskaland, lalía 90
Sláturgripir Austurríki, Bretland, Ítalía 85
Kálfar til kjötframleiðslu Frakkland, Ítalía, Holland 224
Gyltur Holland, Bretland 90
Svín til kjötframleiðslu Spánn, Frakklandi 90
Varphænur Holland, Svíþjóð 73
Kjúklingar Bretland, Frakkland, Holland 70
Markmið íslenska verkefnisins er að prófa aðferðafræðina í íslenskum
lausagöngufjósum og aðlaga hana ef þörf krefur að aðstæðum hérlendis. Jafnframt er
í fyrsta sinn aflað upplýsinga um aðbúnað og líðan mjólkurkúa á Islandi sem hægt er
að bera saman við niðurstöður frá öðrum löndum. Þannig má leggja mat á stöðu
mjólkurframleiðslunnar með tilliti til velferðar gripanna og draga fram þau atriði sem
helst þörf á að bæta. Islenska verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins.
Hér verður greint frá fyrstu niðurstöðum verkefnisins þar sem úrvinnslu er ekki lokið
og lögð áhersla á þætti sem snúa að útliti kúnna og sýnilegra áverka á kúm.
Efni og aðferðir
Við öflun gagna var stuðst alfarið við matsaðferðir fyrir lausagönguíjós í verkefninu
WelfareQuality® og notuð skráningareyðublöð þaðan sem þýdd voru á íslensku.
Gagnaöflunin skiptist í ljóra meginkafla, þ.e. úttekt á byggingum og innréttingum,
mat á atferli kúnna, mat á útliti og heilsufari kúnna og viðtölum við ábúendur um
búskaparhætti og meðferð gripanna.
Heimsótt voru 46 kúabú bæði vor (fyrir beitartíma, apríl til júní) og haust (eftir
beitartíma, október - desember) árið 2008. Búin voru á helstu
mjólkurframleiðslusvæðunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi og voru 27
fjós með mjaltagryfju og 19 fjós með mjaltaþjóni. Þau voru valin tilviljunarkennt
innan svæða en fjöldinn skiptist milli landssvæða í réttu hlutfalli við fjölda
lausagöngufjósa og einnig hlutfallslega eftir mjaltatækni (mjaltagryfja eða
mjaltaþjónn). Eina skilyrðið var, að á búinu væru 30 eða fleiri mjólkandi kýr.
Hver heimsókn tók að meðaltali 8 tíma á hverju búi. Byrjað var að morgni að loknum
hefðbundnum mjaltatíma. Gert var hræðslupróf, fylgst með atferli gripanna og
ástand kúnna metið og loks gerðar mælingar á fjósi og innréttingum. Hræðslupróf
felst í því að rannsóknamaður gengur að framan að kúnni við fóðurgrind og metur
ljarlægðina á milli þegar kýrin víkur sér undan. Með prófinu fæst mat á samband milli
manns og kúa í hverri hjörð. Við atferliskönnun var fylgst með atferli og hegðun
kúnna í tvær klukkustundir og félagsleg samskipti þeirra skráð. Á sama tímabili var
skráð á hálftíma fresti, hversu margar kýr stóðu, lágu og átu. Atferlisskráningin leiðir