Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 131
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 129
í ljós hvemig kýmar haga sig í sínu umhverfi og jafnframt hvernig umhverfíð hefiir
áhrif á hegðun þeirra.
Visst hlutfall af kúnum (minnst 30 kýr) voru skoðaðar nákvæmlega og eftirfarandi
þættir metnir: holdafar, hreinleiki á nokkrum líkamssvæðum, hárlausir blettir og
áverkar, ástand klaufa, göngulag (helti) og atriði sem gætu bent til veikinda. Þessir
þættir gefa til kynna hvort umhverfí gripanna veldur kvillum eða áverkum.
Hreinleiki kúa var metinn með því að stiga hreinleika eftirfarandi svæða: fætur, læri,
júgur og spenar á skalanum 0 til 2 þar sem 0 merkir engin óhreinindi og 2 mjög
óhreint. Mat á hreinleika spena var þannig að speni með nokkmm mykjuslettum
taldist óhreinn (einkunn 1). Heildarmat á hreinleika kúa var síðan fengið þannig að
kýr taldist óhrein ef tvö af ofannefndum svæðum fyrir utan fætur vom óhrein
(samanlögð einkunn > 2). Við samanburð á niðurstöðum fyrir júgur og spena milli
landa var notuð summa stiga fyrir hreinleika júgurs og spena í íslensku gögnunum en
gefín var sameiginleg einkunn fyrir hreinleika júgurs og spena í öðrum löndum.
Skráðir vora áverkar á húð eftirfarandi svæða: hækill, afturpartur, frampartur og bak,
hné, huppur, síða og júgur. Skráðir voru hárlausir blettir, sár og bólgur á hverju svæði
fyrir sig. Klaufír vom metnar í lagi eða ofvaxnar (0,1) og helti var metin á skala 0
(óhölt) til 2 (áberandi hölt).
Ýmsir þættir í aðbúnaði eins og stærð bása, undirlag í básum, stærð átsvæðis og
ganga, auk lýsingar og burðaraðstöðu vom mældir og skráðir. Hreinleiki gólfs og
legubása var einnig metinn. I viðtali við bóndann fengust upplýsingar um ýmist
skipulagsatriði og búskaparhætti, eins og fóðrun, beitartíma, umhirðu og fleira.
Bændur vora einnig beðnir um að halda sjúkdómaskrá yfír heilt ár til að kanna hvort
sjúkdómar tengist ákveðnum aðstæðum og vonandi fást með þessu vísbendingar um
tíðni helstu sjúkdóma í nautgripum hérlendis.
íslensku gögnin voru skráð og framúrvinnsla niðurstaðna gerð í Excel forritinu.
Niðurstöður fyrir íslensku kýmar vora bomar saman við niðurstöður hinna landanna
fjögurra sem tóku þátt í verkefninu varðandi mjólkurkýr með eins þáttar
fervikagreiningu í tölfræðiforritinu SAS 9.1®.
Niðurstöður
Hreinleiki kúa
Niðurstöður um hlutfall óhreinna kúa era birtar í 1. töflu. Munurinn milli íslands og
annarra landa var fyrir öll tilvikum marktækur (p< 0,05). Verulegur munur kom fram
milli búa eins og sjá má á staðalfráviki og lægstu og hæstu gildum.