Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 135
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 133
kýmar voru úti og lágu á grasi frekar en á gúmmímottum. Þessir niðurstöður em í
samræmi við niðurstöður Keil et al. (2006) þar sem tíðni hárlausra bletta og sára var
lægri hjá kúm sem voru lengi úti en hjá kúm sem voru úti í styttri tíma. Haskell et al.
(2006) fengu sambærilegar niðurstöður, þar sem tleiri kýr vom með hárlausa bletti
eða sár á hæklum í legubásaijósum með gúmmímottum samanborið við hálmfjós, auk
fleiri áverka á hnjám þar sem kýr voru ekki látnar út. Averka á hæklum verður líka að
skoða í samhengi við undirlag og undirburð í legubásum, þar sem mismunandi
undirburður getur haft áhrif á tiðni sára (Weary og Taszkun, 2000). Áverkar á öðrum
líkamshlutum vom minna áberandi, en samt til staðar og geta sumar gerðir innréttinga
í fjósi leitt til þeirra (Enevoldsen et al., 1994). Hlutfall kúa með hárlausa bletti og sár
var svipað og í könnun í skagfírskum tjósum (Axel Kárason, 2008).
Mjög hátt hlutfall eða 60% kúa á hverju búi að meðaltali vom með ofvaxnar klaufír.
Eina hlutfallið til viðmiðunar er frá Austurríki og þar var hlutfallið 15%. Ástæðan
getur verið sú að hér á landi hefur hingað til ekki tíðkast að snyrta klaufir reglulega.
Ekki var hægt að greina mun milli svæða enda þótt átak í snyrtingu klaufa hafí hafist á
Suðurlandi og Vesturlandi s.l. vetur. Lækkandi hlutfall kúa með of langar klaufír á
Vestur- og Norðurlandi í haust og aftur hærra hlutfall á Suðurlandi þarf að skoða í
samhengi við upplýsingar í viðtölum við bænduma. Sumir voru búnir að snyrta
klaufír áður en skoðun fór fram, aðrir voru að bíða eftir þannig þjónustu. Breytileiki í
ástandi klaufa innan svæða var mikill. Helti er ekki jafn áberandi vandamál hér og
víða í öðmm löndum og gæti það dregið úr reglubundinni snyrtingu klaufa. Helti var
greind í 8% kúa hérlendis, að vísu að mestu leyti væg helti. Engu að síður er þetta
hærri tala en búist var við og full ástæða til að greina helstu orsakir þess, ekki síst
vegna þess að haltar kýr eru fljótar að draga úr áti og afurðatap getur verið mikið, eins
og oft hefur verið staðfest (Klaas et al., 2003 og Green et al., 2002). Þekkt er að helti
í kúm á sér margþættar orsakir (Chesterton et al, 1989; Amory et al., 2006; Haskell et
al., 2006; Faull et al., 1996) en helti í íslenskum kúm hefur ekki verið rannsökuð.
Heildamiyndin af ástandi í íslenskum fjósum er nokkuð breytileg, því að aðstæður em
mjög misjafnar, allt frá því að vera ekki nógu góðar upp í það að vera til fyrirmyndar.
Gömul básafjós sem hefur verið breytt í legubásafjós einkennast oft af þrengslum
einhvers staðar í Qósinu. Þetta er þó ekki algilt og í sumum tilfellum hafa breytingar
heppnast vel. Nýrri fjós einkennast frekar af góðu rými fyrir kýrnar og þar er meiri
birta og góð loftræsting, oftast náttúruleg loftræsting.
Hreinleika kúnna er víða ábótavant í lausagöngufjósum og þarf að bæta úr því.
Mikilvægt er að vinna markvisst að því að umhverfí kúnna sé sem hreinlegast. Það
stuðlar að hreinum afurðum og skapar jákvæða ímynd fyrir mjólkurframleiðsluna.
Hér hefur einungis verið greint frá hluta niðurstaðna úr verkefninu enda gagnavinnslu
hvergi nærri lokið. Mikilvægur hluti verkefnisins er að tengja saman upplýsingar um
nærumhverfí kúnna (stærð legubása, gerð innréttinga, stærð göngusvæðis, fjöldi
átplássa á grip) við hegðun gripanna og sýnilega áverka á kúm. Hugmyndin er auk
þess að í lokin verði hægt að sameina allar niðurstöður í eina einkunn fyrir hvert bú
sem segir til um ástand á velferð gripa á búinu.
í WelfareQuality® verkefninu eru sérfræðingar að vinna í því að sameina gögnin í
þessu skyni. Eitt af álitamálunum þar er að setja viðmiðunarmörk sem segja til um
hvenær aðstæður eru í lagi og hvenær niðurstöður benda til vandamála.