Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 142
140 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Atferli hesta á húsi: áhrif stíustærðar og fjölda í stíu
Sigtryggur Veigar Herbertsson
Anna Guðrún Þórhallsdóttir
Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri, 311 Borgarnes
Ágrip
Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á húsvist hrossa; á fjölda hesta í stíum og
stíustærð. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áhrif þess að hýsa hesta í
misstórum stíum og í einstaklings- og/eða parstíum. í rannsóknina voru notuð 16
fullorðin hross. Einstaklingsstíurnar voru í fjórum stærðum 3, 4, 6, og 8 m2 og
samsvarandi stærðir í parstíum eða 6, 8, 12 og 16 m2 að flatarmáli. Hæð veggja var
slík að hægt var að kljást yfir þá. Helstu niðurstöður eru að í parstíum voru hrossin
mun fljótari að éta en í einstaklingsstíunum. I heildina litið var lítill munur á
leguhegðun og tíðni kljáninga á milli par- og einstaklingsstíanna, en legutími varð þó
marktækt lengri með vaxandi stíustærð. Mest var um áflog meðan á áti stóð á
morgnanna. Mikil áhrif á atferli sást í 3 m2 einstaklingsstíum samanborið við 6 m2, og
áhrif á atferli hrossanna sást einnig í 4 m2 samanborið við 8 m2. Parstíur henta líklega
ekki öllum hrossum og er samspil stærðar og atferlis flóknara vegna þess að það að
hafa félaga með sér í stíu hefúr áhrif á hegðunina og leiðir af sér meiri
einstaklingsbreytileika. Þegar hanna á hesthús er ákjósanlegt að hafa veggina þannig
að samskipti geti átt sér stað yfir þá.
Lykilorð: Atferli hrossa; Hýsing; Velferð; Lega; Fóðrun; Áflog; Kljást
Inngangur
Hestahald á Islandi hefur að mörgu leiti verið ólíkt því sem gengur og gerist í
nágrannalöndum okkar. Hjá okkur hafa hross almennt aðeins verið vistuð á húsi hluta
úr árinu, eða frá áramótum og fram á vor, og þess á milli hafa hrossin verið höfð í
beitarhólfúm eða frjáls í fjallasal. Húsvistunartíminn er þó að lengjast, með aukinni
starfsemi tengdri hestamennsku s.s. námskeiðishaldi, ásamt aukinni atvinnumennsku í
greininni (Sigtryggur Veigar Herbertsson, 2006).
Heilt á litið eru rannsóknir á húsvist hrossa mjög fáar og takmarkaðar. Samkvæmt
rannsóknum Glade (1984) er atferli hrossa á húsi frábrugðið atferli þeirra sem lifa við
frjálsari aðstæður, og hann hélt því einnig fram að athuganir á atferlisbreytingum
einstaklinga á milli meðferða væri ágætur mælikvarði á þarfír hrossanna. Breytingar á
atferli á milli meðferða hafa verið notaðar til þess að meta velferð hrossa (Pedersen et
al. 2004; Raabymagle & Ladewig 2006).
Á Islandi er algengt að hross séu hýst tvö saman í stíu. Helstu kostir og vandamál við
það að halda hross saman í stíu eru tengd félagshegðun þeirra. Það hefur verið sýnt
fram á það að ljöldi og styrkleiki neikvæðra samskipta hrossa eykst með minnkandi
rými, sem hefúr aftur neikvæð áhrif á velferð þeirra (Furst et al., 2006). Lítið hefur
verið rannsakað hvernig hrossin kljást á meðan húsvist stendur. Þá getur fjöldi hrossa
í stíu og stíustærð haft áhrif á hvíldaratferli hrossa, hvemig þau hvílast og hversu vel.
Þegar hross eru haldin á húsi er fóður við þau takmarkað sem getur haft áhrif á velferð
þeirra og húslestir hafa verið tengdir við fóðrunaratferli hrossa (McGreevy et al.,
1995; Youket et al., 1985).
Félagshegðun. Samskipti hrossa, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð, aukast með
aukinni nálægt þeirra á milli. (Hogan et al., 1988). Hross mynda félagsleg tengsl sín á